Mazda6 er framúrskarandi í hönnun og einstakir aksturseiginleikar fær þig til að taka lengri leiðina heim. Mazda6 station er búinn næstu kynslóð af tækni og stíl frá velþekktri Kodo hönnun Mazda: Kodo Soul of Motion Design. Hér fyrir neðan getur þú lesið allt um Mazda6 station og skoðað flottar myndir. Smelltu á verðlistann til að sjá að auki ítarlega upptalningu á ríkulegum staðalbúnaði og tæknilýsingu ásamt verði.
Framúrskarandi hönnun gefur bílnum glæsilega reisn á vegi og nýjasti liturinn Soul Red Crystal gefur hverri línu bílsins fullkomna ásýnd. Akstur og upplifun í Mazda6 station er einfaldari og ánægulegri og með nýjustu i-ACTIVSENSE öryggiskerfunum ertu með fullkomna stjórn.Í Mazda6 station upplifir þú ótrúleg gæði sem hönnuð eru fyrir þig sem ökumann og farþega til að upplifun og akstur verði sem ánægjulegastur.

Hönnun Mazda6 station er innblásin af mannlegri hegðun og hreyfingu til að gera aksturinn eins áreynslulausan og mögulegt er. Innra rýmið er hannað með einstökum gæðaefnum og með notandann í fyrirrúmi. Komdu og prófaðu.

Framúrskarandi aksturseiginleikar
Nýjasta kynslóð SKYACTIV Tækni Mazda skilar framúrskarandi afköstum og eldsneytisnýtingu án málamiðlana. 2.0 lítra SKYACTIV-G bensínvélin okkar býður upp á hæsta þjöppunarhlutfall meðal bensínvéla, sem leiðir til minni losunar og betri eldsneytiseyðslu.

Fögur hönnun
Hönnun á Mazda6 station byggir á KODO hugmyndafræði Mazda sem innblásin er af hreyfingum, krafti og lipurð blettatígurs. Hönnuðir Mazda leggja hjarta og sál í form og þægindi til að búa til yfirvegað og afslappandi andrúmsloft fyrir ökumann og farþega.
Ytri hönnun bílsins ber af í fágun og reisn. Til að búa til nýjan fullkominn rauðan, Soul Red Crystal þurftu hönnuðir að endurhugsa aðferðina við sprautun bílanna. Með því að nota einkaleyfi á TAKUMI-NURI aðferðinni og eftir þrotlausar tilraunir var markmiðinu náð. Álflögur eru notaðir til að ná fram þessari fínu áferð, sem gerir Soul Red Crystal litinn svona glæsilegan.

Fram og aftur sætin í Mazda6 station hafa verið endurhönnuð og mótuð að mannslíkamanum til stuðnings og enn meiri þægindi fyrir alla farþega bílsins. Sérhver þáttur í Mazda6 station er sérhannaður þar sem japanskt handverk kemur fram í sinni vönduðustu mynd, til að bjóða ökumann og farþega einstök þægindi.

Punturinn yfir i'ið í Mazda6 station eru 17 "og 19" álfelgur. Djörf og ótrúleg vel formaðar felgurnar gefa til kynna stærra þvermál. 17 "álfelgur eru með Gunmetal lit og 19" álfelgur eru með Bright Silver lit.

Mazda6 station er búinn fullkomnum LED aðalljósum, sem gefa meiri birtu og það sem meira er, þau eru aðlögunarhæf. LED ljósin lýsa inn í beygjur og gefa meiri birtu til beggja hliða án þess að trufla aðvífandi umferð. LED ljósin spara einnig orku og þar með eyðslu.

Einstök tækni
Markmið okkar með Mazda6 station var að veita ökumanni nýja spennandi upplifun við stýrið en jafnframt hefur ökumaður stjórn á öllum aðstæðum. Ný háþróuð tækni hefur verið kynnt í nýjustu SKYACTIV vélinni, sem tryggir fljót og nákvæm viðbrögð í akstri.

Einstakt öryggi fyrir þig og þína
Fimm stjörnu öryggi fyrir þig og þína. i-ACTIVSENSE er staðalbúnaður í Mazda6 og eykur svo sannarlega á öryggi allra. Það er nánast eins og að hafa aðstoðarbílstjóra. Kerfið er útbúið átta skynjurum sem aðstoðar og greinir aðkallandi hættu í umhverfi og lætur vita. Daglegur akstur í Mazda6 verður enn auðveldari með framrúðuskjánum og bakkmyndavélinni sem nú er með 360 gráðu vöktun.
Ein af nýjungum í staðalbúnaði er aðlögunarhæfur hraðastillir (Mazda Radar Cruise Control). Kerfið heldur ávallt hæfilegri lengd í næsta bíl sem ökumaður stillir sjálfur.

Tækni
Tengdu þig einfaldlega við þinn tækniheim í gegnum háþróaða kerfið okkar, MZD Connect.* Með stórum 8" snertiskjánum geturðu auðveldlega flakkað á milli. Einnig er hægt að stjórna MZD Connect kerfinu með tökkum í stýrinu sem gerir þér kleift að hafa alltaf augun á veginum.
*á við síma sem bjóða upp á speglun

Hönnuðir Mazda lögðu áherslu á að Mazda6 station væri hljóðlátari og enn þægilegri en forveri sinn. Nýjasta kynslóð Mazda6 station er með allt að 20% betri hljóðeinangrun en fyrri kynslóð. Takmörkun á umhverfishljóðum sem myndast t.d. við keyrslu á grófum vegum eða á negldum dekkjum er því orðin enn betri en áður.
5 stjörnu öryggi! Mazda6 býður uppá öryggisbúnað af bestu gerð og fékk fullt hús stiga í öryggis- og árekstraprófunum Euro NCAP. Burðarvirki bílsins er léttara en jafnframt sterkara en áður þökk sé framþróun í þeim efnum sem notuð eru við smíði bílsins.
Mazda6 station er m.a. búnn veglínuskynjun með hjálparátaki (Lane Keep Assist) sem lætur vita og bregst við ef þú ferð óvart út fyrir þína akrein. Skynvædd LED framljósin lýsa inn í beygjur og sjálfvirkri lækkun á aðalljósum ef bíll kemur á móti. Snjallhemlunarkerfið (Smart Break Support) varar bílstjórann við ef hlutur nálgast og grípur inn í akstur ef þörf er á. Kerfið greinir t.d. gangandi vegfarendur.
Nálægðarskynjarar í afturstuðara skynja einnig umferð sem kemur þvert á akstursstefnu (Rear Cross Traffic Alert) er ökumaður bakkar úr stæði.

Mazda6 station einnig fáanlegur fjórhjóladrifinn (AWD). Nýja SKYACTIV fjórhjóladrifið er búið 27 skynjurum sem meta stöðugt ástand vegarins, veggrip og hegðun ökumanns. Átak og grip hvers hjóls er ávallt eins og best verður á kosið miðað við aðstæður.
Mazda 5 ára ábyrgð
Nýir Mazda bílar eru með 5 ára ábyrgð. Kaupandi hefur rétt samkvæmt íslenskum lögum til að bera fram kvörtun um galla í allt að tvö ár frá afhendingu bifreiðarinnar. Að auki býður Brimborg kaupanda 3 ára framlengda verksmiðjuábyrgð eða samtals 5 ár gegn sérstökum skilmálum. Forsendur framlengdrar verksmiðjuábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit samkvæmt staðli framleiðenda frá nýskráningardegi bifreiðar og ber kaupandi kostnað af þjónustunni. Upplýsingar um þjónustueftirlit er að finna í eigenda- og þjónustuhandbók bílsins.
Vefsýningarsalur Brimborgar
Í Vefsýningarsal Brimborgar finnur þú Mazda6 station bíla á lager og í pöntun, finnur draumabílinn, sendir fyrirspurn og færð svar um hæl. Einn af mörgum kostum forpöntunar er að þú getur sett þinn draumabíl saman með aðstoð söluráðgjafa Mazda.
Einfaldaðu bílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum og hagstæða fjármögnun
Brimborg býður Mazda6 station frá aðeins frá 5.590.000 kr. Brimborg býður bílaskipti úr eldri bíl upp í nýjan Mazda6 station sem gildir sem útborgun og er mánaðargreiðslan aðeins 58.185 kr. á mánuði. Dæmi um mánaðargreiðslu miðast við 30% útborgun, 7 ára lán, vexti á útgáfudegi verðlista. Við tökum allar gerðir eldri bíla uppí.
Einstakir litir Mazda









Hægt er að fá úrval aukabúnaðar í Mazda6 station. Má þar nefna þverboga á topp, losanlegan dráttarkrók, Nokian vetrar- eða heilsársdekk, farangursnet í skott, aukasett af álfelgum og skottmottu svo fátt eitt sé nefnt.
Þá er einnig hægt að kaupa aukalega framlengda verksmiðjuábyrgð.
Mazda bílar eru hannaðir af ástríðu, hvert einasta smáatriði vel ígrundað og úthugsað. Hönnuðir Mazda leggja hjarta sitt og sál í að hanna bíla sem uppfylla ströngustu kröfur þínar um þægindi, akstursupplifun, gæði og öryggi. Elskaðu að keyra Mazda.
Komdu, reynsluaktu & upplifðu Mazda6 station!
Mazda6 er fáanlegur bæði 4 dyra og station.
Skoðaðu Mazda6 (4 dyra)
