Mazda CX-30 afhjúpaður!

Nýr Mazda CX-30 - nýr fjölskydumeðlimur, væntanlegur í lok árs 2019!
Nýr Mazda CX-30 - nýr fjölskydumeðlimur, væntanlegur í lok árs 2019!

 Mazda afhjúpaði á Bílasýningunni í Genf nýjan jeppa (SUV) - Mazda CX-30. 

Stærðin á Mazda CX-30 er mjög hentug eða mitt á milli vinsælu jeppana tveggja, Mazda CX-3 og Mazda CX-5.  Gera má ráð fyrir að Mazda CX-30 verði kynntur á Íslandi í lok ársins 2019.

Mazda cx-30_2

Einstaklega fallegur Mazda CX-30 og ber af í hönnun!

Mazda cx-30_innra

Innra rýmið sérstaklega hannað utan um ökumanninn.

Innra rými Mazda CX-30 er einstaklega hljóðlátt og hannað til að lágmarka óþarfa veghljóð en leyfa samt ákveðin hljóð til að halda í náttúrulega aksturskynjun.  Öll stjórntæki  í Mazda CX-30 eru staðsett rétt innan seilingar og gefa þér tilfinningu fyrir að ökutækið hafi verið hannað fyrir þig. Ný endurhönnuð sæti sem leggjast fullkomlega að hryggnum.

Mazda cx-30_3

Nýr Mazda CX-30 kemur með enn kraftmeiri hönnun sem líkist nýja Mazda3 og er upphaf af nýju hönnunarþema Mazda - Kodo Soul of Motion. Mazda CX-30 er hannaður með hegðun og hreyfingu mannsins að leiðarljósi til að þú upplifir afburða akstur. Það er markmið Mazda að þú upplifir áreynslulausan akstur og einstaka akstursupplifun.

Mazda cx-30_4

Nýjasta SKYACTIV tækni Mazda ásamt 24V Mild Hybrid kerfinu skilar framúrskarandi afköstum og eldsneytisnýtingu án málamiðlana.  SKYACTIV - G vélin skilar lágum eyðslutölum fyrir bíl í þessum stærðarflokki þökk sé SKYACTIV spartækni Mazda. SKYACTIV vél Mazda er hönnuð til að skila þér krafti, framúrskarandi afköstum og stjórnun. SKYACTIV-G 2,0 lítra bensínvélin býður upp á hæsta þjöppunarhlutfall meðal bensínvéla eða 14:1 sem leiðir til minni losunar og betri eldsneytisnýtingu. Nýjasta tækniundur Mazda, SKYACTIV-X vélin verður fáanleg í CX-30, um er að ræða byltingarkennda vél. Hún styðst við brunaferli – þjöppukveikingu (compression ignition) sem bílaiðnaðurinn er búinn að reyna að ná tökum á undanfarna tvo áratugi. 

Við viljum að Mazda auðgi líf eigenda sinna og að Mazda verði partur af ferðalagi lífsins.  Nýr Mazda CX-30 er partur af nýju upphafi sem endurspeglar ákvörðun okkar um að gera bílinn enn vandaðri, enn meiri lúxus.

Nýja Mazda CX-30 verður til sýnis á Bílasýningunni í Genf frá 5 til 17. mars 2019.

Við hlökkum svo sannarlega til að fá Mazda CX-3 til Íslands!