Mazda CX-60 PHEV hlaut fimm stjörnu öryggiseinkunn í úttekt Euro NCAP

Glænýr tengiltvinnjeppi frá Mazda, CX-60 PHEV, hlaut nýverið fullt hús stjarna frá evrópsku öryggisstofnuninni Euro NCAP í öryggis- og árekstrarprófunum. Bíllinn hlaut samanlagt 91 stig af 100, sem telst gríðarlega góður árangur og er hann nú í hópi fjölda annarra Mazda bíla sem hlotið hafa fimm stjörnur hjá stofnuninni.

Framúrskarandi Skyactiv-hönnun og i-Activsense öryggistækni Mazda

Mazda er auðvitað þekkt fyrir einstaklega góða aksturseiginleika en niðurstöðuna úr öryggisprófunum NCAP má meðal annars þakka Skyactiv-hönnun og i-Activsense öryggistækni framleiðandans.

Ein nýjung í CX-60 er ný tækni í stillingu á stöðu bílsins, svokölluð Kinematic Posture Control (KPC), sem veitir enn meiri stöðugleika í beygjum og við hemlun. Stöðugleikanum er náð með tæknieiginleikum fjöðrunnar og rauntímamælingum á hraðamismuni milli afturdekkja. KPC-stöðugleikakerfið ásamt sérstakri togstillingu CX-60 gerir bílinn einstaklega þægilegan í akstri með eftirvagn.

Með þessari tækni heldur Mazda CX-60 PHEV að sjálfsögðu einkennandi og skemmtilegu aksturseiginleikunum sem tegundin er þekkt fyrir, á öruggan hátt.

Hágæða japönsk tækni

Verið velkomin til okkar að sjá og upplifa hágæða japanska tækni og hönnun í Mazda CX-60 tengiltvinnrafbílnum sem kemst allt að 63 km á rafmagni og er hlaðinn skemmtilegum búnaði eins og kjörstillingakerfi (Driver Personalisation System) sem virkjast með andlitsauðkenningu.

Lestu allt um Mazda CX-60 PHEV

Skoðaðu laus eintök í vefsýningarsalnum