Mazda með mestu gæðin samkvæmt Consumer Reports

Framúrskarandi gæði Mazda staðfest af Consumer Reports
Framúrskarandi gæði Mazda staðfest af Consumer Reports

Á hverju ári velur Consumer Reports áreiðanlegustu nýju bíla ársins og í ár var það Mazda sem er áreiðanlegasti nýi bílinn með 83 stig. Þetta eru frábærar fréttir og staðfesta enn og aftur framúrskarandi gæði Mazda. Í öðru sæti var Toyota með 74 stig og í því þriðja Lexus með 71 stig.

Consumer Reports (www.consumerreports.org) eru sjálfstæð óháð félagasamtök í Bandaríkjunum sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni og vinna áreiðanleikaskýrslur fyrir neytendur af heiðarleika, gagnsæi og sanngirni. Consumer Reports var stofnað árið 1936 á þeim tíma sem neytendur höfðu mjög fáa möguleika til að meta gildi, gæði eða áreiðanleika vöru og þjónustu og hafa starfað allar götur síðan.

Yfir 350 verðlaun til Mazda fyrir hönnun og nýsköpun
Mazda er í sérflokki japanskra bílasmiða hvað varðar hönnun og þar leikur hönnunarstefna Mazda, Kodo: Soul of Motion lykilhlutverk. Velgengni Mazda hefur verið mikil og heil öld í bílaframleiðslu segir meira en mörg orð. Ástríðufull nálgun Mazda á bílahönnun hefur fært Mazda yfir 350 verðlaun fyrir hönnun og nýsköpun, allt frá hinum eftirsóttu Red Dot Design verðlaunum til World Car Design Awards. Bílhönnun ársins.

Hönnuðir Mazda leggja hjarta sitt og sál í að hanna bíla sem uppfylla ströngustu kröfur um þægindi, akstursuplifun, framúrskarandi gæði, öryggi og áreiðanleika.

Mazda með 5 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu
Brimborg býður alla nýja Mazda bíla með 5 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir fólksbíla Mazda. Með reglulegri þjónustu og 5 ára ábyrgð nýrra Mazda bíla tryggja eigendur Mazda sér meira öryggi, lægri rekstrarkostnað, hærra endursöluvirði og hraðari endursölu.

Nánar um 5 ára ábyrgð Mazda 

Mazda gríðarlega vinsæll á Íslandi í áratugi
Mazda bílar hafa notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi í áratugi sökum gæða og einstakrar aksturstækni og nýlega kynnti Brimborg fyrsta hreina rafbíllinn frá Mazda, Mazda MX-30.

Nýr Mazda MX-30 100% rafbíll með 5 stjörnur hjá Euro NCAP
Nýjasta bíllinn frá Mazda er 100% rafbíll, Mazda MX-30 sem Brimborg býður á frábæru verði frá 4.090.000 kr með ríkulegum staðalbúnaði, t.a.m bakkmyndavél, forhitun sem tryggir alltaf heitan bíl, vegaleiðsögn, hárri sætisstöðu og japönskum Mazda gæðum með víðtækri ábyrgð og innbyggðri varmadælu. Við hönnun bílsins lagði Mazda mikla áherslu á að lækka mengunarfótspor rafbílsins allan líftíma bílsins, við framleiðslu, notkun og förgun. Nýi rafbíllinn Mazda MX-30, fékk 5 stjörnur í nýjasta árekstrarprófi Euro NCAP.