Yfir 50 Mazda rafbílar seldir á þremur vikum

Yfir 50 Mazda rafbílar seldir þremur vikum
Yfir 50 Mazda rafbílar seldir þremur vikum

Frábærar viðtökur hafa verið við magnkaupatilboði Brimborgar á Mazda MX-30 First Edition rafbílnum og á aðeins þremur vikum eru yfir 50 Mazda rafbílar seldir. Vegna þessarar miklu eftirspurnar hefur Brimborg náð samningum við Mazda um aukamagn bíla á sama frábæra tilboðsverðinu eða aðeins 3.870.000 kr. Innifalið í tilboðsverðinu er málmlitur og vetrarpakki með Nokian vetrardekkjum að verðmæti 310.000 kr. Heildarafslátturinn er því hvorki meiri né minni en 810.000 kr. Þetta sérstaka tilboð er eins og áður segir tilkomið vegna magnkaupasamnings Brimborgar við Mazda Motor Company. Með magnkaupum Brimborgar og forsölu sparast mikill kostnaður sem kemur fram í lækkuðu rafbílaverði. Síðustu bílarnir eru væntanlega til landsins á næstu dögum og til afhendingar nokkrum dögum síðar.

 Einstaklega vel búinn Mazda rafbíll

Mazda bílar eru rómaðir fyrir gæði og eru bílarnir allir með 5 ára verksmiðjuábyrgð, 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu og ríkulegum staðalbúnaði. Mazda MX-30 First Edition 100% rafbíll gerir notanda kleift að njóta þeirra þæginda, sparnaðar og jákvæðra umhverfisáhrifa sem rafbílar veita í bæjarsnattinu með ódýrri, umhverfisvænni, íslenskri orkuáfyllingu heima eða í vinnu. Glænýr Mazda MX-30 First Edition er búinn ríkulegum staðalbúnaði t.a.m bakkmyndavél, rafdrifnu bílstjórasæti, forhitun sem tryggir alltaf heitan bíl, GPS vegaleiðsögn, hárri sætisstöðu og japönskum Mazda gæðum með víðtækri ábyrgð og innbyggðri varmadælu.

  • SPARNAÐUR MEÐ AKSTRI Á ÍSLENSKRI ORKU
  • RÍKULEGUR BÚNAÐUR MEÐ VARMADÆLU
  • FORHITUN TRYGGIR HEITAN BÍL
  • LÁGT MENGUNARFÓTSPOR
  • UMHVERFISVÆN GÆÐAEFNI

Kynntu þér Mazda MX-30

Skoða úrval í Vefsýningarsal

Sjóðheitt magnkaupatilboð: Pantaðu strax í dag og þú færð glæsilegan vetrarpakka með í kaupbæti:

  • Nokian gæða vetrardekk (og sumardekkin sem bíllinn kemur á með í skottinu)
  • Skottmotta (Gúmmímottur að framan og aftan einnig innifaldar)
  • Aurhlífar að framan og aftan
  • 4 metra hleðslukapall

Verðmæti vetrarpakkans er allt að 310.000 kr. og heildarafsláttur sem fæst með magnkaupum og forsölu er því um 810.000 kr. Heildarverð er því aðeins 3.870.000 kr.