Milljónasti Mazda MX-5

Nú hefur ein milljón Mazda MX-5 bíla farið í gegnum framleiðslulínu Mazda í Hiroshima. Þetta gerðist 27 árum eftir að fyrsta goðsögnin varð til í Ujina verksmiðjunni í apríl árið 1989.

„Allt frá fyrstu kynslóð Mazda MX-5 til dagsins í dag höfum við getað þróað og selt MX-5 þökk sér dyggum aðdáendahóp bílsins um allan heim“ sagði Masamichi Kogai, forstjóri og framkvæmdarstjóri Mazda Motor Company.

Mazda MX-5 er frábært dæmi um þá hugmyndafræði og þá sýn sem Mazda hefur þegar kemur að akstursánægju. Framúrskarandi aksturseiginleikar er aðalsmerki Mazda og hefur verið allt frá upphafi. Mazda MX-5 hefur sópað að sér verðlaunum. Nýjustu verðlaunin eru heimsbíll ársins (2016 World car of the year), hönnunarverðlaun ársins (2016 World Car Design of the Year), bíll ársins í Bretlandi (2016 UK Car of the Year) og hvorki meira né minna en bíll ársins í Japan tvö ár í röð, 2015 og 2016.

 

Kynntu þér goðsögnina Mazda MX-5 hér