Apple CarPlay fyrir Mazda

 

Mazda hefur hleypt af stokkunum uppfærslupakka fyrir MZD Connect upplýsingakerfið sem styður Apple CarPlay.  Apple CarPlay er frábær og örugg leið til að nota iPhone síma í bílnum þínum.

Með þessari uppfærslu hefur þú  greiðan aðgang að þinni tónlist, kortum og skilaboðum og getur hringt í gegnum Siri eða HMI stjórnanda bílsins og snertiskjá.

Apple CarPlay er hægt að uppfæra á verkstæði Mazda hjá Brimborg á flestum ökutækjum með MZD Connect. Verð 69.000 kr.

Smelltu á hnappinn hér að neðan og við könnum hvort þinn bíll er klár í uppfærslu! 

 FYRIRSPURN

Smelltu á hnappinn hér að neðan ef þú vilt panta tíma fyrir þinn bíl í uppfærslu!

Panta tíma í uppfærslu 

 

Hvað með Android Auto?

Uppfærsla frá Mazda inniheldur einnig Android Auto. Hins vegar hefur Google ekki gefið út Android Auto í mörgum löndum, þar með talið Íslandi, sem þýðir að það eru aðeins i-Phone notendur sem munu njóta þessarar uppfærslu fyrst. Um leið og Google gefur út Android Auto á Íslandi verður hægt að nota þjónustuna í þinni Mazda bifreið.

 Ný Mazda CX-3_5