MAZDA 100 ÁRA

100 ár afmæli Mazda
100 ár afmæli Mazda

 
Mazda hóf ævintýri sitt sem korkframleiðandi og óx með þeim áskorunum að endurreisa fyrirtækið og samfélagið í Hiroshima eftir seinni heimsstyrjöldina.  Sá myrki tími kenndi okkur ekki aðeins að taka á móti áskorunum, heldur einnig að nota þær sem drifkraft.  Uppgötvaðu þá áfanga sem Mazda hefur náð og kynntu þér hvernig sagan hefur skilgreint okkur og mótað okkar einstöku nálgun við hönnun bíla þar sem aðal áherslan er á ökumanninn.


MUKAINADA ANDINN

Við vorum viðstödd þegar heimabær okkar Hiroshima fór inn í myrkasta tíma sögunnar. Saman tókst okkur að byggja upp samfélagið samhliða öðrum áskorunum til að móta betri framtíð. Það er þessi andi sem drífur okkur áfram.

Mazd kodo soul of motion hönnun

mazda 100 ara mukainada Mazda 100 ára tækni

KODO: SOUL OF MOTION HÖNNUN

Mazda 100 áraHvert einasta atriði í Mazda fær sitt sérstaka persónulega einkenni. Hönnun okkar byggist á því að hanna utan um ökumanninn og í Mazda upplifir þú eins og bíllinn sé smíðaður með þig í huga og til að höfða til allra skilningarvita - einstakt, kraftmikið, lifandi.

MAZDA TÆKNI

Þegar aðrir segja að eitthvað sé ómögulegt, fyllir það okkur eldmóð.  Það er þess vegna sem Mazda hóf byltingarkennda endurhönnun á Mazda bílum með því að endurhanna vélar og gírkassa sem skila framúrskarandi afköstum og eldsneytisnýtingu.

ÁSTRÍÐA

Hiroshima er heimabær Mazda. Hiroshima er frægt fyrir getu sína til að mæta áskorunum. Eftir stríðið endurbyggðu íbúar Hiroshima borgina frá grunni. Það er þessi styrkur sem hvetur okkur í Mazda og gerir okkur kleift að halda áfram að ögra stöðunni STATUS QUO.

Mazda 100 ára soul of motion

KODO: SOUL OF MOTION HÖNNUN
Blanda af skilvirkni og frammistöðu. Hönnunarspeki Mazda hefur áunnið sér milljónir aðdáenda um allan heim sem hafa það sameiginlegt að elska fagra hönnun og einstaka aksturupplifun.  Ástríðufull nálgun okkar á bílahönnun hefur fært okkur yfir 350 verðlaun fyrir hönnun og nýsköpun, allt frá eftirsóttu Red Dot Design verðlaununum til WhatCar- Bíl ársins Það er þessi mannlega nálgun sem hjálpar okkur að hanna  bíla sem ekki einungis koma fólki á milli staða heldur hreyfir við því og fær hjartað til að slá hraðar. 

mazda handverk Mazda litur

EINSTAKT HANDVERK MÓTAÐ Í LEIR
Rétt eins og listamaður vill vekja viðbrögð hjá áhorfendum sínum, viljum við hanna bíla sem vekja tilfinningar hjá þeim sem sjá þá. Aðeins mannshöndin getur framkvæmt slíkt handverk svo þar byrjar ferlið okkar - Mazda framleiðir falleg leir líkön af formum sem heilla okkur. Með nákvæmni og þolinmæði taka svo sérfræðingar Mazda þessa sýn inn í framleiðslu á nýjum bílum. 

TAKUMI NURI er málningaraðferð Mazda sem er þróuð til að draga fram fegurð Kodo-hönnunarinnar með dýpt litarins sem dregur fram hverja línu. Okkur er öllum hugleikið þegar við sjáum nákvæmar hreyfingar vel þjálfaðs málara og einstaklega fallegu litina sem hann nær fram.

 mazda vankel vel

WANKEL vélin var fyrsta nýjungin sem kom fram úr svokölluðum Challenger anda Mazda. Margir aðrir bílaframleiðendur töldu ómögulegt að þróa þessa tækni, en Mazda gafst ekki upp. Við settum tæknina í framleiðslu og bjuggum til kappakstursbíl Mazda 787B sem vann sinn fyrsta sigur í sólarhrings kappakstur í Le Mans árið 1991. 

Mazda skyactivx

SKYACTIV-X bensínvélin er byltingarkennd: fyrsta fjöldaframleidda bensínvélin í heiminum sem notar þjöppunarkveikju, sem skilar sér í framúrskarandi eldsneytiseyðslu, línulegri hröðun og einstökum aksturseiginleikum. Allt að 20% minni eldsneytisnotkun og 30% meira tog. Fyrsta bensínvélin á markaðnum með Spark Controlled Compression Ignition (SPCCI) sem sameinar ávinninginn af bensíni og dísil tækni.

mazda rafmagn

RAFMAGNSVÉL Mazda skilar einstakri akstursánægju. MX-30 hefur háþróaða aksturseiginleika Jinba-ittai og hönnun sem setur manninn í forsæti - útkoman er 100% ánægja og 0% CO2. Einstök þyngdardreifing og lág þyngdarmiðja með rafhlöðuna neðst í bílnum tryggir náttúrulegan, línulegan árangur þegar ekið er með öllum þeim kostum sem rafbíll hefur.

Mazda CX-30