Mazda afhjúpar nýjan SUV jeppa á Bílasýningunni í Genf

Spenna í loftinu fyrir afhjúpun Mazda SUV.
Spenna í loftinu fyrir afhjúpun Mazda SUV.

Nýr Mazda SUV

Nýi SUV bíllinn er af nýrri kynslóð sem Mazda setur á markað með enn þróaðri Kodo hönnun og nýrri kynslóð SKYACTIV spartækni. 

Nýjustu SKYACTIV vélarnar sem Mazda kallar SKYACTIV-X eru með nýrri tímamóta tækni SPCCI (Spark Plug Controlled Compression Ignition) sem hefur einstaka brennsluaðferð sem þjappar saman mjög þunnri eldsneytis-og loftblöndu við mjög hátt þjöppuhlutfall en orkunýtni ræðst að miklu til af þjöppunarhlutfallinu. Loft- og eldsneytisblandan brennur síðan hraðar og betur en í hefðbundnum vélum sem skilar sér í lægri eldsneytiseyðslu og kolefnislosun í umhverfið.

Við teljum niður dagana!

motionmailapp.com


Afmælisútgáfa af Mazda MX-5

Á bílasýningunni verður einnig sýnd 30 ára afmælisútgáfa af Mazda MX-5.  Mazda fagnar þannig þremur áratugum frá upphafi vinsælasta sportbíls Mazda. Yfir 1 milljón eintök eru seld um allan heim, þar á meðal yfir 350.000 eintök í Evrópu.

Nýr Mazda3

Einnig sýnir Mazda alveg nýjan Mazda3 (hatchback og sedan), fyrstu bílana af nýrri hönnunarkynslóð Mazda.  Nýr Mazda3 er fyrsti bíllinn sem kynntur er með SKYACTIV-X spartækninni.  SKYACTIV-X spartæknin er þróuð af  Mazda til að minnka álagið á umhverfið og draga úr losun. SKYACTIV-X vélin notar mjög þunna eldsneytisblöndu og loftblöndu við mjög hátt þjöppuhlutfall en orkunýtni ræðst fyrst og fremst af þjöppunarhlutfalli og er hærri eftir því sem þjöppunarhlutfallið er hærra.  Upphafssvörun og öflugra línulegt tog er einn af helstu kostum vélarinnar. Vélin verður einnig með nýju Mild Hybrid-kerfi Mazda, sem takmarkar enn frekar eldsneytiseyðslu og losun.

Mazda CX-5 er mest seldi bíll Mazda

Mest seldi bíll Mazda, CX-5, mun einnig vera á sýndur með tveim lykil uppfærslum - innra rými  og aksturtækni. G-VECTORING Plus akstursstjórn er enn fullkomnara kerfi en forveri sinn sem er hannað í anda fornrar japanskrar hugmyndafræði, Jinba Ittai, eða þegar „maður og hestur verða sem eitt“. Kerfið skynjar fyrirætlanir ökumannsins eins og hesturinn skynjar knapann.

Mazda mun afhjúpa Mazda SUV á  blaðamannafundi þriðjudaginn 5.mars - kl. 13.00.
#ElskaðuAðKeyra