Mazda3 er sigurvegari í 2020 World Car Design of the Year!

Skipuleggjendur keppninnar um „Heimsbíl ársins“ eða „World Car of the Year“ í ár hafa tilkynnt vinningshafa í þeim fimm flokkum sem keppt var í.  Alls voru 15 bílar í úrslitum að þessu sinni og var Mazda með tvo bíla af þeim efstu,  Mazda3 í flokknum Bílahönnun ársins 2020 og Mazda CX-30 í flokknum Heimsbíll ársins 2020.

KYNNTU ÞÉR MAZDA3

Dómnefnd „World Car of the Year“ skipa 86 dómarar víðsvegar að úr heiminum og vill dómnefnd koma á framfæri samúðarkveðjum til allra þeirra sem Covid-19 heimsfaraldurinn hefur snert. Af virðingu fyrir þeim áhrifum sem heimsfaraldurinn Covid-19 hefur haft á alla heimsbyggðina er afhjúpun verðlaunahafa „World Car Awards 2020“  tilkynnt á stafrænan hátt til fjölmiðla. 

„Áður en Mazda Motor Corporation tekur við þessum verðlaunum langar okkur að koma á framfæri samúð okkar til allra þeirra sem Covid-19 heimsfaraldurinn hefur snert, “sagði Akira Marumoto, forstjóri, Mazda Motor Corporation. „Það er svo sannarlega heiður fyrir Mazda að fá verðlaunin World Car Design of the Year og sérstaklega einstakt  í ár í tilefni af 100 ára afmæli Mazda. Við munum halda áfram að veita viðskiptavinum okkar einstaka vöru, hönnun, tækni og upplifun. “

World Car Design of the Year eða Bílahönnun ársins eru veitt þeirri bílgerð sem skarar framúr með tilliti til nýsköpunar og hönnunar sem ýtir undir einstaka sjónræna upplifun. 

Mazda3 er sigurvegari í flokknum Bílahönnun ársins eða „World Car Design of the Year“. Skipuleggjendur World Car of the Year birta sundurliðun atkvæðagreiðslunnar og fékk Mazda 179 stig en í öðru sæti var Porsche Taycan með 177 stig. 

Það er vart að undra að Mazda3 sé vinningshafi í flokknum Bílahönnun ársins.  Einstök hönnun Mazda3 hefur verið lofuð hvarvetna. Hér er bíll sem tekið er eftir. Mazda3 er gríðarlega vel búinn og býður upp á einstaklega hljóðlátt innra rými þar sem veghljóð og umhverfishljóð hafa verið lágmörkuð.  

Mazda3 hefur einnig unnið hin virtu Red Dot hönnunarverðlaun en þau eru veitt þeim sem að mati dómnefndar skara framúr í nýsköpun, hönnun og sjónrænni upplifun. Það er svo sannarlega heiður fyrir nýja kynslóð Mazda að fá þessi verðlaun fyrir Mazda3 sem er hannaður í anda Kodo: Soul of Motion. Komdu og prófaðu!

Mazda3 bílahönnun ársins 2020

 KYNNTU ÞÉR MAZDA3