Mazda6 er besti fjölskyldubíllinn

Mazda6 er besti fjölskyldubíllinn árið 2017 að mati ritstjóra New York Daily News og er það annað árið í röð sem Mazda6 hlýtur þennan titil.

Fallegir, skemmtilegir og hagkvæmir

„ Verðlaunin eiga að endurspegla val neytenda í hverjum flokki. Markmið verðlaunana er að verðlauna bíla sem eru allt í senn fallegir, skemmtilegir í akstri og hagkvæmir og um leið verðlauna bílaframleiðendur fyrir nýsköpun og nýjar áherslur í hönnun.“ Segir Christian Wardlaw, ritstjóri hjá Daily News Auto.

Fádæma lágar eyðslutölur

Hönnun Mazda6 byggir á KODO hugmyndafræði Mazda og hann býður uppá framúrskarandi aksturseiginleika. Mazda6 er fullkomin blanda af þörfum fjölskyldunnar og þörfum þeirra sem elska að keyra. Mazda6 hefur
skorað hátt í öryggisprófunum og er með fádæma lágar eyðslutölur þökk sé
SKYACTIV tækni Mazda sem gefur honum forskot á keppninauta sína.