Nýr Mazda MX-5 er heimsbíll ársins World Car of the Year 2016

Mazda MX-5 sópar að sér verðlaunum og hefur nú þegar unnið yfir 30 verðlaun og þar meðtalið Bíll ársins í Japan 2015-2016 og Bíll ársins 2016 í Bretlandi.

Nú nýlega gerði MX-5 enn betur og var fyrsti bíllinn í sögu verðlaunanna til að hljóta bæði titilinn heimsbíll ársins World Car of the Year 2016 og hönnunarverðlaunin World Car Design of the Year 2016. Þetta er í annað sinn sem Mazda hlýtur hinn eftirsótta titil World Car of the Year, Mazda2 hlaut sama titil árið 2008.

 „Það er stórkostlegur heiður að Mazda MX-5 skuli bæði hafa hlotið World Car of the Year og World Car Design of the Year“ sagði Masahiro Moro frá Mazda við afhendingu verðlaunanna. Hann sagði jafnframt að þar sem að nú nálgaðist framleiðsla MX-5 milljón bíla þá væru þessu verðlaun staðfesting á öllu því sem Mazda MX-5 stendur fyrir.

 Kynntu þér verðlaunahafann Mazda MX-5 hér