Skýrsla um eldsneytiseyðslu og losunarprófanir.

Í kjölfar beiðni sem innanríkis-, samgöngu- og ferðamálaráðuneytis Japans sendi japönskum bílaframleiðendum 9. júlí 2018 vegna uppljóstrana um sviksamlegt hátterni annarra bílaframleiðenda lagði Mazda Motor Corporation fram skýrslu með niðurstöðum rannsóknar á eldsneytisnotkunar- og útblástursprófunum fyrirtækisins í lokaskoðun ökutækja. Skýrslan staðfestir að engar óviðeigandi breytingar eða falsanir voru á prófunargögnum Mazda.

 Rannsóknin tók til JC081- og WLTC2-prófana og helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi:

 1. Í hvorugum prófunarham var prófunargögnum breytt eða þau fölsuð.

 2. Prófunargögn sem innihéldu villur í hraðarakningu* fundust í 72 tilfellum af þeim 1.472 ökutækjum sem prófuð voru með JC08-ham.  Að mati Mazda eru tvær ástæður fyrir þessum villum. Í fyrsta lagi var kerfið ekki stillt þannig að niðurstöður ógiltust sjálfkrafa þegar villa í hraðarakningu kom upp. Í öðru lagi var það undir hverjum skoðunarmanni komið, samkvæmt prófunaraðferðunum, að ákvarða villur í hraðarakningu.

 3. Öll prófunargögn hafa verið endurmetin og niðurstöðurnar sýna að þetta hafði engin áhrif á tilgreindar tölur um eldsneytisnotkun og útblástur. Engin slík tilfelli fundust í prófunum í WLTC-ham.

Mazda hefur ákveðið að grípa til eftirfarandi ráðstafana til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig:

  • Kerfið verður uppfært þannig að prófunarniðurstöður ógildast sjálfkrafa ef upp kemur villa í hraðarakningu.
  • Mazda hefur fjölgað starfsfólki sem kannar skoðunargögn, þar á meðal um villur í hraðarakningu.

Mazda viðurkennir að sumar prófananna innihéldu villur. Komið var auga á vandamálið hið snarasta og gripið var til aðgerða svo það endurtæki sig ekki.

* Það er þegar frávik í hraða ökutækisins eru meiri en hraðamynstur prófunarhamsins segir til um

1 JCO8: Árið 2005 tók gildi ný mengunarlöggjöf í Japan þar sem innleidd var ný JC08-aflmælisprófunarlota á undirvagni í léttum ökutækjum (< 3500 kg GVW). Í prófuninni er líkt eftir akstri í umferðarþungu borgarumhverfi, m.a. lausagangi og tíðri hröðun og hraðaminnkun. Mælt er tvisvar, í annað skiptið með kaldræsingu. Prófunin er notuð til að mæla útblástur og ákvarða eldsneytisnotkun fyrir bensín- og dísilbíla.

 

2 WLTC: Skammstöfunin WLTC (Worldwide harmonized Light vehicles Test Cycles) vísar til aflmælisprófana á undirvagni til að ákvarða útblástur og eldsneytisnotkun léttra ökutækja. Starfshópur um mengun og orkumál (GRPE) á vegum efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (UNECE) þróaði þessi próf. WLTC-loturnar eru hluti af WLTP-prófunaraðferðunum (Worldwide harmonized Light vehicles Test Procedures), sem birtar voru sem alþjóðleg tæknireglugerð UNECE nr. 15 (GTR 15). Ekki er alltaf gerður greinarmunur á skammstöfununum WLTP og WLTC, en í WLTP-aðferðunum eru tilgreindar margar aðrar aðferðir, auk WLTC-prófunarlotanna, sem nauðsynlegar eru til að samþykkja ökutæki.