Með MyMazda appinu getur þú tengst Mazda bílnum þínum hvar sem er, haft yfirsýn yfir þjónustusögu bílsins, getur fundið næsta sölustað og/eða verkstæði og lesið handbók bílsins svo eitthvað sé nefnt. Appið er einfalt og þægilegt í notkun.
Í MyMazda appinu getur þú meðal annars:
- Fundið staðsetningar hleðslustöðva
- Stillt loftkælingu
- Virkjað og stöðvað hleðslu
- Læst bílnum og opnað bílinn
- Kannað þrýsting hjólbarða
- Fylgst með hleðslutíma
Í MyMazda app er staðsetningarmöguleiki sem kemur sér vel til að finna bílinn fljótt, hvort sem þú þarft að finna bílinn á stóru bílastæði eða í hliðargötu.
Fyrir utan slys er þjófnaður líklega það versta sem getur komið fyrir. Mazda appið lætur þig vita ef viðvörunarkerfi bílsins fer af stað. Í appinu getur þú einnig fundið allar viðeigandi upplýsingar um stöðu ökutækis þíns hvenær sem er. Ef breyting verður á kerfum bílsins færðu tilkynningu í snjallsímann þinn. Farsímaþjónusta er í boði allan sólarhringinn með MyMazda appinu og þar getur þú fengið neyðaraðstoð.
Þú getur sótt MyMazda appið í App Store hér eða Play store hér. Kynntu þér uppsettningu MyMazda app í þessu myndbandi.