Mazda afhjúpar nýja kynslóð Mazda3

 

 

Það er mikil spenna og dulúð yfir nýjum Mazda3 sem verður afhjúpaður á Los Angeles Auto Show í lok nóvember.  Nýr Mazda3 er fyrsti bílinn sem er kynntur er af nýrri kynslóð KODO - Soul of Motion hönnunarþema Mazda sem nú er lyft á enn hærra stig japanskrar fagurfræði. Fjölmargar tækninýjungar verða kynntar með nýjum Mazda3, m.a nýja SkyActivX sparneytna bensínvélin sem bílheimurinn heldur vart vatni yfir. 

Afhjúpun á Mazda3 er upphaf af nýrri kynslóð Mazda bíla, þar sem markmiðið er að bjóða upp á nýja vídd í akstursánægju fyrir viðskiptavini Mazda um allan heim.

Við bíðum spennt eftir 28.11.2018.