Mazda frumsýnir MX-30 R-EV tengiltvinnútgáfuna í Evrópu
Mazda frumsýndi nýverið nýja tengiltvinnútgáfu af MX-30 bílnum, sem hefur hingað til verið fáanlegur sem rafbíll og vakið mikla lukku. Mazda MX-30 R-EV tengiltvinnbíllinn er búinn nýstárlegri tækni frá Mazda sem kynnt var á Brussels Motor Show. Nýjungin felst í fyrirferðarlítilli Wankel-vél (e. compact rotary engine) sem er staðsett við hliðina á rafmótornum og bætir drægni bílsins umtalsvert.