Á hverju ári velur Consumer Reports áreiðanlegustu nýju bíla ársins og í ár var það Mazda sem er áreiðanlegasti nýji bílinn með 83 stig. Þetta eru frábærar fréttir og staðfesta enn og aftur framúrskarandi gæði Mazda. Í öðru sæti var Toyota með 74 stig og í því þriðja Lexus með 71 stig.
Mazda MX-30, fyrsti 100% rafbíllinn frá Mazda kom gríðarlega vel út í öryggisprófun Euro NCAP, European New Car Assessment Programme. EuroNCAP er í eigu bifreiðaeigandafélaga í Evrópu og sér um árekstrarpróf og mat öryggis nýrra bíla.