Frábærar viðtökur hafa verið við magnkaupatilboði Brimborgar á Mazda MX-30 First Edition rafbílnum og á aðeins þremur vikum eru yfir 50 Mazda rafbílar seldir.
Mazda MX-30 First Edition rafbíll fæst nú á ótrúlega hagstæðu verði eða aðeins 3.870.000 kr. með inniföldum málmlit en verðlistaverð er 4.370.000 kr. Þetta sérstaka tilboð er tilkomið vegna magnkaupasamnings Brimborgar við Mazda Motor Company.
Á hverju ári velur Consumer Reports áreiðanlegustu nýju bíla ársins og í ár var það Mazda sem er áreiðanlegasti nýji bílinn með 83 stig. Þetta eru frábærar fréttir og staðfesta enn og aftur framúrskarandi gæði Mazda. Í öðru sæti var Toyota með 74 stig og í því þriðja Lexus með 71 stig.