Hágæðahönnun í öllum smáatriðum

Mazda CX-80 er glænýr tengiltvinnjeppi sem sameinar glæsilega hönnun, háþróaða tækni og óviðjafnanlega akstursupplifun. Með japanskri fagurfræði og nýjustu afköstum er CX-80 fullkominn fyrir þá sem leita eftir bæði þægindum og krafti í einum bíl.

Drægni á rafmagni er allt að 61 km skv. WLTP staðlinum.

Hvort sem þú ert í borginni eða á þjóðveginum, mun CX-80 veita þér einstaka akstursgleði og fágun í hverri ferð.

content image

Fágaðir litir

Mazda CX-80 býður upp á fjölbreytt úrval nýrra lita sem bæta við glæsibrag og dýpka fegurð bílsins. Nýir litir eins og ‘Artisan Red’ og ‘Melting Copper’ gera CX-80 enn meira áberandi og einstakan á veginum.

Skoðaðu fimm mismunandi og virkilega vandaðar útfærslur

Exclusive-Line
Exclusive-Line
Homura
Takumi
Homura Plus
Takumi Plus
Exclusive-Line
Homura
Takumi
Homura Plus
Takumi Plus

Exclusive-Line

Staðalbúnaður í nýju Mazda CX-80 er sannarlega glæsilegur og inniheldur fjölbreytta háþróaða öryggistækni, þriggja svæða loftkælingu og stóran 12,3 tommu snertiskjá. Upplýsinga- og afþreyingarkerfið mætir þínum þörfum með þráðlausu Android Auto og Apple CarPlay, auk raddstýringu með Amazon Alexa.

content image

Homura

Auk staðalbúnaðarins veitir Homura þér auka spennu í hverri ökuferð með sportlegum svörtum hönnunaratriðum, eins og 20 tommu álfelgum í Black Metallic og svörtu nappa leðri í innanrýminu. Láttu Homura vekja ævintýraþrána í þér.

content image

Takumi

Í Takumi útfærslunni sameinast óviðjafnanlegt handverk og nákvæmni við smáatriði í nýjum Mazda CX-80. Bjarta og loftgóða innanrýmið með hvítu nappa leðri og ekta hlyn skapar fágaðan og vandaðan glæsileika fyrir þá sem kunna að meta hógværa fegurð.

content image

Homura Plus

Homura Plus bætir glæsilegum búnaði við sportlega Homura útfærslu nýja Mazda CX-80, þar á meðal stóru panorama sólþaki, fyrsta flokks Bose® hljóðkerfi og 360° myndavél.

content image

Takumi Plus

Takumi Plus hefur glæsilega innréttað innanrými með hvítu nappa leðri og úrvals handverki, auk ríkulegs búnaðar. Sjáðu hvernig bjarta og loftgóða innanrýmið opnast með stóra panorama sólþakinu, á meðan þú slakar á við tónlistina þína í fyrsta flokks Bose® hljóðkerfi.

content image

Allar gerðir CX-80

EXCLUSIVE-LINE
Sérpöntun, hafðu samband
Búnaður
  • 10 öryggisloftpúðar
  • 12,3" margmiðlunarskjár, HMI Commander stjórnborð milli framsæta
  • 12,3" stafrænt mælaborð og framrúðuskjár
  • 12V tengi að framan og í farangursrými
  • 20" silfur álfelgur – 235/50 R20
  • 3 svæða sjálfvirk miðstöð með loftkælingu
  • Bakkmyndavél
  • Brekkuaðstoð
  • Rafdrifin handbremsa
  • Sjálfvirk neyðarhemlun
Nánar
HOMURA
Til afgreiðslu 02.2025
Búnaður sem bætist við
  • 20" svartar álfelgur – 235/50 R20
  • Aðlögunarhæf LED framljós (20 svæða)
  • Akstursstöðuaðstoð (Driving Position Guide)
  • Andlitsauðkenning fyrir minni framsæta, spegla og framrúðuskjá
  • Fjarlægðarstillanlegur hraðastillir – getur einnig fylgt hraðatakmörkunum (MRCC)
  • Fóthvelfingar upplýstar að framan og aftan
Nánar
TAKUMI
Sérpöntun, hafðu samband
Búnaður sem bætist við
  • 20" svartar og silfur (Diamond Cut) álfelgur - 235/50 R20
  • Aðlögunarhæf LED framljós (20 svæða)
  • Akstursstöðuaðstoð (Driving Position Guide)
  • Andlitsauðkenning fyrir minni framsæta, spegla og framrúðuskjá
  • Einstakur japanskur textíll í hurðarspjöldum og þvert á mælaborð
  • Fjarlægðarstillanlegur hraðastillir – getur einnig fylgt hraðatakmörkunum (MRCC)
Nánar
TAKUMI PLUS
Til afgreiðslu 02.2025
Búnaður sem bætist við
  • 220V tengi (1500W)
  • 220V tengi (150W)
  • 360° Bakkmyndavél
  • Bose hljóðkerfi með 12 hátölurum
  • Ljós í geymsluhólfi milli framsæta
  • Panorama sólþak
Nánar
Tilboðsbíll
HOMURA PLUS
Til afgreiðslu strax
Búnaður sem bætist við
  • 220V tengi (1500W)
  • 220V tengi (150W)
  • 360° Bakkmyndavél
  • Bose hljóðkerfi með 12 hátölurum
  • Ljós í geymsluhólfi milli framsæta
  • Panorama sólþak
Nánar

RÝMI OG ÞÆGINDI

Þriggja raða sætisrými Mazda CX-80 býður upp á sveigjanlega sætauppröðun með þremur valkostum fyrir miðjuröðina.

content image

Hefðbundin sjö sæta útfærsla þar sem miðjuröðin er þriggja sæta bekkur.

content image

Sex sæta útfærsla þar sem miðjuröðin er með tvö sérsæti og göngurými í miðjunni.

content image

Sex sæta útfærsla þar sem miðjuröðin er með tvö sérsæti og miðjustokk.

content image
content image

KYNNTU ÞÉR ALLT UM BÍLINN

Skoðaðu verðlistann eða hafðu samband. Þú getur svo bókað reynsluakstur bæði í Reykjavík og á Akureyri.