Mazda SKYACTIV-X markar straumhvörf fyrir bílaiðnaðinn!

SKYACTIV-X er byltingarkennd vél
SKYACTIV-X er byltingarkennd vél

 

SKYACTIV-X styðst á árangursríkan hátt við brunaaðferð sem bílaiðnaðinum hefur mistekist að ná tökum á síðustu tvo áratugi!

Mazda SKYACTIV-X markar straumhvörf fyrir bílaiðnaðinn
Við leysum ekki aðkallandi umhverfismál samtímans með því einu að rafvæða allan bílaflotann í einum vetfangi því huga þarf að mörgum þáttum í ferlinu frá framleiðslu til förgunar. Einmitt þess vegna notar Mazda “well-to-wheel” aðferðina til að minnka álagið á umhverfið og draga úr losun og uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda með því að taka tillit til úrvinnslu eldsneytis, framleiðslu, flutnings og aksturs bifreiða.  Einn þáttur í þessari djörfu áætlun er ný og byltingarkennd brunavél. Mazda nefnir hana SKYACTIV-X.

Hvað er SKYACTIV-X?
SKYACTIV-X er byltingarkennd vél, sú fyrsta sinnar tegundar í fjöldaframleiddum bíl. Hún styðst við brunaferli – þjöppukveikingu (compression ignition) sem bílaiðnaðurinn er búinn að reyna að ná tökum á undanfarna tvo áratugi.

Hvers vegna markar SKYACTIV-X straumhvörf fyrir bílaiðnaðinn?
Við þróun á SKYACTIV-X tækninni var horft til magns koltvísýrings (CO2) í útblæstri allan líftíma bifreiðar, frá framleiðslu til förgunar. Mazda hyggst  kynna hreinræktaðan rafmagnsbíl árið 2020 á markaðssvæðum sem hafa aðgang að hreinni orku og einnig “Mild-Hybrid” sama ár. Bílvélar með brunahreyfli munu áfram knýja 85% bílaflotans allt til ársins 2035. SKYACTIV-X gegnir lykilhlutverki í að draga úr “well-to-wheel” magni koltvísýrings í útblæstri um eða um 50% á milli áranna 2010 og 2030 og um 90% fyrir árið 2050.

Svona virkar SKYACTIV-X...
Í bensínvélum er loft- og bensínblanda dregin inn um soggrein og kveikt í blöndunni með kertaneista. Í dísilvélum er hreinu lofti þjappað saman af stimpli og hráolíu síðan sprautað inn í samanþjappaða heita loftið og kviknar þá í eldsneytisblöndunni vegna þrýstings og hita.

Dísil eldsneyti hefur meiri orkurýmd en bensín sem merkir einnig að eldsneytisblandan samanstendur af meira lofti en eldsneyti sem skilar sér í betri eldsneytisnýtingu. Og þó að magn koltvísýrings (CO2) í útblæstri dísilvéla sé að öllu jöfnu minna en í útblæstri bensínvéla þá losa dísilvélar sótagnir út í andrúmsloftið sem geta valdið mengun og sjúkdómum í öndunarfærum. Hægt er að draga úr myndun sótagna með þar tilgerðum sótagnasíum. Dísilvélar sem notast oft við forþjöppur sem aflauka eru þekktar fyrir hátt snúningsvægi, jafnvel við lágan snúningshraða vélar. Bensínvélar ná meiri snúningshraða og fleiri hestöflum með því að nýta hærri snúningshraða vélarinnar.

SKYACTIV-X tengir saman bestu eiginleika dísil- og bensínvéla án ókostanna. Tækninýjungin sem gerir þetta kleift nefnist SPCCI (Spark Controlled Compression Ignition) eða neistastýrð þjöppukveiking. SPCCI þjappar saman mjög þunnri eldsneytisblöndu og loftblöndu við mjög hátt þjöppuhlutfall en orkunýtni ræðst fyrst og fremst af þjöppunarhlutfalli og er hærri eftir því sem þjöppunarhlutfallið er hærra.

SKYACTIV-X vélin notar neista til að kveikja í þeim hluta eldsneytisblöndunnar í strokknum þar sem hún er sterkust. Þegar hiti og þrýstingur í brunahólfinu vex brennur afgangurinn af blöndunni undir þrýstingi (eins og í dísilvél). Loft- og eldsneytisblandan brennur síðan hraðar og betur en í hefðbundnum vélum sem skilar sér í lægri eldsneytiseyðslu og kolefnislosun.