Rými fyrir nýjar upplifanir

Glænýr Mazda6e sameinar hágæðaefni og háþróaða tækni. Hann er rafbíll sem er hannaður til að skila bæði kraftmikilli og sparneytinni akstursupplifun. Bíllinn býður upp á allt að 552 km drægni og eldsnögga hraðhleðslu. Farþegarýmið byggir á japanska hugtakinu „Ma“, fegurð tómsins, og er með opnu panorama glerþaki sem skapar róandi andrúmsloft.

content image

Kynntu þér Mazda6e

Sportlegt útlit með japanskri fagurfræði

Straumlínulagað form Mazda6e fangar fegurð hreyfingar í anda „Kodo – Soul of Motion“ hönnunar Mazda. Rafdrifið vindskeið, nýtt framljósakerfi og skarpar hliðarlínur undirstrika sportlegt yfirbragð bílsins.

Tvær fallegar og virkilega vandaðar útfærslur

Takumi
Takumi
Takumi Plus
Takumi
Takumi Plus

Takumi

Takumi er með fágað yfirbragð og mikil þægindi. Panorama sólþakið sem er með skyggðu gleri og hitaeinangrun, sem er staðalbúnaður, fyllir farþegarýmið náttúrulegu ljósi og eykur tilfinningu fyrir rými og léttu andrúmslofti.

Framsætin í Takumi eru „mono-form“ með samþættum höfuðpúðum sem skapa fágaðan og stílhreinan stíl. Sætin sameina handsaumuð efni með látlausum krómáherslum, sem gefa þeim nútímalegt og vandað yfirbragð.

Innréttingin í Takumi er fáanleg í tveimur litum: hlýju beige eða klassísku svörtu áklæði úr gervileðri, sem gefur glæsilegt og látlaust útlit.

Takumi Plus

Takumi Plus útfærslan býður hámarks lúxus og sérsniðna upplifun.

Panorama sólþakið í Takumi Plus er rafknúið og veitir því fullkomna stjórn á birtu og skuggum, sem eykur bæði þægindi og aðlögunarhæfni.

Í myrkri tekur háþróað stemningsljósakerfi Mazda við, sem notar eingöngu óbein ljós til að skapa einstakt andrúmsloft. Kerfið býður upp á 64 sérsniðna litavalkosti, sem auðvelt er að aðlaga að hverju tilefni.

Sætin í Takumi Plus eru klædd elegant Tan Nappa leðri með rúskinnsáferð, sem eykur bæði glæsileika og þægindi. Þessi hönnun sameinar smekklegt handverk og fágaðan stíl fyrir einstaka akstursupplifun.

content image

Tæknilegar upplýsingar

Mazda6e:

  • 68.8 kWh drifrafhlaða
  • Afl:190 kW
  • Allt að 479 km drægni
  • 200 kW DC hleðslustýring
  • Hleður frá 10-80% á u.þ.b. 22 mínútum
  • Orkunotkun: 16.6 kWh/100 km

Mazda6e Long Range

  • 80 kWh drifrafhlaða
  • Afl: 180 kW
  • Allt að 552 km drægni
  • 95 kW DC hleðslustýring
  • Hleður frá 10-80% á u.þ.b. 45 mínútum
  • Orkunotkun: 16.5 kWh/100 km
content image

VÆNTANLEGUR

Mazda6e er væntanlegur sumarið 2025. Hafðu samband til að fá nánari fregnir af bílnum og verðupplýsingar þegar nær dregur! Upplýsingar um verð eru væntanlegar í apríl.