Mazda CX-60 PHEV: Dráttargeta í sérflokki

Keyrir þú stundum með eftirvagn? Þá skaltu lesa lengra!

Fjórhjóladrifni jeppinn Mazda CX-60 PHEV kom nýverið á götuna á Íslandi og hefur vakið mikla lukku hjá eigendum og þeim sem reynsluaka honum. Það sem við heyrum einna helst hrósað er meðal annars hversu öfluga dráttargetu bíllinn hefur og hvað það sé þægilegt að keyra eftirvagn með bílinn stilltan á sérstaka dráttarstillingu (e. towing mode).

Mazda er sífellt að bæta akstursupplifun ökumanna

Eitt aðalsmerki Mazda bílaframleiðandans er stanslaus viðleitni þess við að bæta upplifun ökumanna í akstri, enda er akstursupplifun margrómuð í Mazda og tryggð viðskiptavina við merkið mikil.

Það á það til að gleymast að upplifun ökumanna sem keyra með eftirvagn er oft ansi frábrugðin því sem gengur og gerist í venjulegum akstri. Sumir eru óöruggir að keyra með eftirvagn og finnst stöðugleiki bílsins ekki endilega góður í slíkum akstri.

Mazda, með þægindi ökumanns í huga, býður þess vegna upp á sérstaka dráttarstillingu í Mazda CX-60 PHEV. Bíllinn hefur þar að auki talsverða dráttargetu, eða 2.500 kg. sem er gríðarlega gott miðað við stærð bílsins og sjaldséð í tengiltvinnbílum. Þetta gerir bílinn að fullkomnum ferðafélaga, hvort sem þú ert á leiðinni úr bænum með lítinn bát eða fjórhjól í eftirdragi eða ætlar að bruna hringinn í kringum landið með hjólhýsið og fullan bíl af farþegum.

Dráttarstillingin (towing mode)

Þegar eftirvagn er tengdur við bílinn og dráttarstillingin er virkjuð, stillir hugbúnaður Mazda CX-60 PHEV vél, drif og stöðugleikastýringu ökutækisins til að hámarka frammistöðu undir auknu álagi. Gírskiptingar breytast til að gefa meira afl á lægri hraða, sem er fullkomið þegar þarf að draga eitthvað þungt. Einnig veitir rafræna stöðugleikastýringin (ESC) betra grip og eins og nafnið gefur til kynna, meiri stöðuglega. Þannig upplifir ökumaður að bíllinn og eftirvagninn séu stöðugir á veginum, jafnvel við krefjandi akstursskilyrði.

Öryggiseiginleikar

Mazda skerðir að sjálfsögðu ekki öryggi á kostnað afls. Mazda CX-60 PHEV er búinn háþróuðum öryggiseiginleikum sem vinna vel með dráttarstillingunni. Innbygg bremsustýring veitir sjálfvirka hemlun fyrir eftirvagninn sem er dreginn. Auk þess er blindpunktseftirlitskerfið endurhannað til að reikna með lengd eftirvagnsins, en það tryggir öruggari akreinaskipti og hreyfingar á götunni.

Aðrir kostir Mazda CX-60

Dráttareiginleikar bílsins eru bara hluti af heildarupplifuninni þegar þú keyrir Mazda CX-60. Gríðarlega mikið hefur verið lagt í lúxus og þægindi fyrir ökumann og farþega. Bíllinn er fjórhjóladrifinn, skemmtilega kraftmikill 327 hestafla tengiltvinnrafbíll með allt 63 km drægni samkvæmt WLTP. Bíllinn er með glænýrri tækni frá Mazda, 8 þrepa sjálfskiptingu, ríkulegum staðalbúnaði og stútfullur af nýrri tækni þar sem áhersla er á þægindi fyrir ökumanninn og hágæða japanska tækni og hönnun.

Áhrif Mazda CX-60 PHEV á umhverfið eru ákaflega mild og kolefnissporið við notkun mjög lágt þar sem losun koltvísýrings (CO2) er aðeins um 33 gr per 100 km. Í langkeyrslu kemur sparneytin en virkilega kraftmikil bensínvélin sér vel þar sem átta gíra sjálfskipting er hönnuð fyrir mjúkar skiptingar og sparneytni en meðaleyðsla á bensíni skv. WLTP staðlinum er aðeins frá 1,5 L / 100 km.

Veghæðin er einstaklega góð þar sem 17,5 cm eru undir lægsta punkt. Önnur nýjung í CX-60 er ný tækni í stillingu á stöðu bílsins, svokölluð Kinematic Posture Control (KPC), sem veitir enn meiri stöðugleika í beygjum og við hemlun. Stöðugleikanum er náð með tæknieiginleikum fjöðrunar og rauntímamælingum á hraðamismuni milli afturdekkja.

Að lokum

Mazda CX-60 PHEV er sönnun þess að farartæki getur verið fjölhæft án þess að skerða þægindi, öryggi eða akstursánægju. Hvort sem það er daglegur akstur á skrifstofuna eða ævintýraleg helgarferð, þá stenst Mazda CX-60 PHEV kröfur nútímafólks og gerir allar ferðir að eftirminnilegri upplifun.

Með háþróuðu, framúrskarandi dráttarstillingunni og 2.500 kg dráttargetunni hefur Mazda enn og aftur sett ný viðmið í flokki ferðabíla og sýnt að Mazda CX-60 PHEV er frábær valkostur fyrir fólk sem vill blöndu af hagkvæmni, afli og fágun.

Lestu meira um Mazda CX-60 tengiltvinnjeppann hér: https://www.mazda.is/is/bill/mazda-cx-60-phev

Skoðaðu laus eintök í vefsýningarsalnum:

Horfðu á umfjöllun um Mazda CX-60 hjá Tork gaur: https://www.visir.is/g/20232395220d/erfitt-ad-vinna-thjod-verja-i-thyskum-leik

Myndbönd