Fyrsta Mazda safn Evrópu opnað

Frey Mazda Classic Car var opnað núna nýlega í Augsburg í Þýskalandi, safnið er það fyrsta sinna tegundar í Evrópu tileinkað Mazda bílum. Mazda safnið er unnið í samstarfi við Mazda í Þýskalandi og þar er rakin saga bílaframleiðandans frá Hiroshima. Kjarni sýningarinnar eru 45 Mazda bifreiðar og þar á meðal nokkur sjaldgæf eintök í eigu Frey fjölskyldunnar sem safnið er nefnt eftir.

Ást Frey fjölskyldunnar á Mazda

Walter Frey  stofnaði Auto Frey í Gersthofen nærri Augsburg árið 1971 og rekur það nú ásamt sonum sínum, Joachim og Markus. Auto Frey hefur verið söluaðili fyrir Mazda síðan 1978 og var því meðal þeirra fyrstu til að selja Mazda í Þýskalandi. Það var engin tilviljun að Walter Frey vildi Mazda, það var ást hans á vélum og tækninýjungum Mazda sem hrifu hann og gera enn.

Draumar rætast 

„Einstaklega áhrifamikið, fyrsta Mazda safnið utan Japan er merki þess að draumar rætast. Það var draumur Frey fjölskyldunnar að deila einstöku safni sínu af Mazda bifreiðum með almenning og nú hefur draumurinn ræst,“ sagði framkvæmdarstjóri Mazda Motor Corporation Akira Marumoto. „Allir í höfuðstöðvum Mazda eru stoltir af því að Frey fjölskyldan skuli vera hluti af Mazda og að þau hafi skapað þetta einstaka safn.“ Á safninu má finna Mazda Cosmo Sport 1967 módel, Mazda Luce RX87 1969 módel og Mazda RX-7 1992 módel. Þar er einnig Mazda R360 1960 módel sem var fyrsti fjöldaframleiddi fólksbíll Mazda, 1962 módel af Mazda K360 sem var þriggja hjóla pallbíll, Mazda Familia 1000 coupé 1966 módel, 1976 módel af Mazda 616 og Mazda AZ-1 sportbíll frá 1992 svo eitthvað sé nefnt.

Alltaf eitthvað nýtt að sjá

Safnið mun koma til með að þróast og ný módel bætast við úr safni Frey fjölskyldunnar, sem eiga um 120 Mazda bíla sem verða settir inná sýningu hver á fætur öðrum. Vonast stjórnendur safnsins til að safnið verði vettvangur fyrir áhugafólk um fornbíla að hittast.

Kynntu þér Mazda safnið


Fleiri myndir frá safninu má finna inná Facebooksíðu Mazda á Íslandi

Hér er hægt að skoða heimasíðu Frey Mazda Classic Car safnsins