Mazda setur nýtt met í öryggisprófun. Aldrei hefur jafn há einkunn verið gefin!

Mazda CX-30 fær hæstu mögulegu einkunn öryggisprófun
Mazda CX-30 fær hæstu mögulegu einkunn öryggisprófun

Mazda CX-30 hlaut hæstu einkunn, sem gefin hefur verið, í öryggisprófun Euro NCAP.

Glænýr Mazda CX-30 setti nýtt met í öryggisprófun Euro NCAP,  fékk 99 stig.  „Það eru fáir öruggari staðir til að vera á en í Mazda
CX-30“ segir í  niðurstöðu prófdómara.

Umfang öryggiskerfa og virkni þeirra skipta ótrúlega miklu máli þegar bílar eru öryggisprófaðir og hvort bíll geti náð 5 stjörnum. Mazda CX-30 er ótrúlega vel búinn fjölda virkra öryggiskerfa til að koma í veg fyrir árekstur við aðra vegfarendur - hvort sem það eru bílar í umferðinni eða gangandi eða hjólandi vegfarendur. Framúrskarandi öryggistækni Mazda, i-ACTIVSENCE  verndar þig og þína. Kerfið er útbúið átta skynjurum sem aðstoða ökumann við að greina aðkallandi hættur í umhverfinu og láta ökumann vita um leið. Daglegur akstur í Mazda CX-30 verður enn auðveldari með framrúðuskjánum og bakkmyndavélinni. Einnig má nefna Smart City Brake stuðning sem er stöðugt að fylgjast með hraða bílsins og fjarlægð í næstu hindrun og bregst við óvæntum hindrunum.

Það er mikil öryggistilfinning fyrir ökumann og farþega að keyra í bíl með fyrirmyndar öryggisstig. Michiel van Ratingen, framkvæmdastjóri Euro NCAP, segir: „Til hamingju Mazda með enn eina framúrskarandi niðurstöðu. Við eigum eftir að prófa nokkra bíla árið 2019 en við erum ekki líkleg til að sjá betri niðurstöðu. “

Niðurstaðan þýðir að CX-30 slær fyrri stigamet, m.a. Alfa Romeo Giulia, Mazda3, Volvo XC60 og Volvo V40,  sem hlutu 98 stig.

Mazda var stofnað árið 1920 í Japan og er fjölþjóðlegt fyrirtæki undir áhrifum ólíkra menningarheima en með mikla virðingu fyrir japanskri arfleifð sinni. Við hjá Mazda trúum á að ögra sjálfum okkur til að gera hlutina betri. Sá hugsunarháttur hefur leitt okkur til þróunar á nýjustu tæknilausnum og bílum sem eru fallegir, hvetjandi og ekki síst skemmtilegir í akstri.

Öryggisprófun Mazda CX-30_hæsta einkunn

Matthew Avery, forstöðumaður tryggingarrannsókna hjá Thatcham Research, sem annast öryggispróf hjá Euro NCAP, kallaði niðurstöðuna „svo sannarlega áhrifamikil“.

 Kynntu þér Mazda CX-30