Mazda MX-30, fyrsti 100% rafbíllinn frá Mazda með 5 stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP!

Mazda MX-30 með 5 stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP!
Mazda MX-30 með 5 stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP!

Nýi rafbíllinn Mazda MX-30, fær 5 stjörnur í nýjasta árekstrarprófi Euro NCAP.

Euro NCAP öryggisstofnunin kynnti nýverið til sögunnar nýjar prófunaraðferðir þar sem auknar kröfur eru gerðar til öryggisbúnaðar og aðstoðarkerfa bíla. Mazda MX-30 rafbíllinn undirgekkst nýjasta prófið og hlaut frábæra einkunn eða 91 stig fyrir öryggi bílstjóra og farþega þegar kemur að öryggi í árekstri að framan og á hlið. Þetta er besti árangur hingað til í þessum flokki, eftir að nýir prófunarstaðlar voru kynntir. Á sama tíma hlaut Mazda MX-30, 87 stig fyrir getu sína til að vernda börn í bílnum.

Umfang öryggiskerfa og virkni þeirra skipta ótrúlega miklu máli þegar bílar eru öryggisprófaðir og hvort bíll geti náð 5 stjörnum. Mazda MX-30 er ótrúlega vel búinn fjölda virkra öryggiskerfa til að koma í veg fyrir árekstur við aðra vegfarendur - hvort sem það eru bílar í umferðinni eða gangandi eða hjólandi vegfarendur. Kerfið er útbúið skynjurum sem aðstoða ökumann við að greina aðkallandi hættur í umhverfinu og láta ökumann vita um leið. Daglegur akstur í Mazda MX-30 verður enn auðveldari með framrúðuskjánum og bakkmyndavélinni. Einnig má nefna Smart City Brake stuðning sem er stöðugt að fylgjast með hraða bílsins og fjarlægð í næstu hindrun og bregst við óvæntum hindrunum. Mazda MX-30 rafbíll er búinn 10 loftpúðum, sem er nýtt hjá Mazda, öryggispúðar eru t.a.m staðsettir milli ökumanns og farþega að framan auk hliðarpúða í aftursæti.

Nýr Mazda MX-30 er 100% hreinn rafbíll á einstaklega hagstæðu verði sem gerir fleirum kleift að njóta þeirra þæginda, sparnaðar og jákvæðra umhverfisáhrifa sem rafbílar veita í bæjarsnattinu. Glænýr Mazda MX-30 er búinn ríkulegum staðalbúnaði t.a.m bakkmyndavél, forhitun sem tryggir alltaf heitan bíl, vegaleiðsögn, hárri sætisstöðu og japönskum Mazda gæðum með víðtækri ábyrgð og innbyggðri varmadælu á einstöku verði frá 4.090.000 kr.

Mazda gæði með 5 ára víðtækri ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.
Við hönnun Mazda MX-30 var ekkert slakað á gæðakröfum japanska bílaframleiðandans sem endurspeglast í 5 ára víðtækri ábyrgð á bílnum og 8 ára (160.000 km.) ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðarskilmálar gilda aðeins um bíla sem eru keyptir hjá Brimborg og eru háðir því að bíllinn komi í þjónustu skv. skilmálum Mazda Motor Corporation og Brimborgar.

Mazda var stofnað árið 1920 í Japan og er fjölþjóðlegt fyrirtæki undir áhrifum ólíkra menningarheima en með mikla virðingu fyrir japanskri arfleifð sinni. Við hjá Mazda trúum á að ögra sjálfum okkur til að gera hlutina betri. Sá hugsunarháttur hefur leitt okkur til þróunar á nýjustu tæknilausnum og bílum sem eru fallegir, hvetjandi og ekki síst skemmtilegir í akstri.

SMELLTU HÉR TIL KYNNA ÞÉR MAZDA MX-30 100% RAFBÍL