Mazda MX-5 frumsýndur 2. apríl

Það gleður okkur að segja frá því að Mazda MX-5, vinsælasti blæjubíll heims, verður frumsýndur á Íslandi laugardaginn 2. apríl milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Mazda að Bíldshöfða 8.

Fyrsti Mazda MX-5 bíllinn kom á markað árið 1989 og sló strax í gegn. Um er að ræða fjórðu kynslóð af þessum goðsagnakennda bíl sem við frumsýnum nú.

Mazda MX-5 var valinn heimsbíll ársins World Car of the Year 2016 og einnig hlaut hann hönnunarverðlaunin World Car design of the Year. Sá fyrsti sem hlýtur báða titlana.

Komdu í Brimborg laugardaginn 2. apríl og skoðaðu goðsögnina. Einnig verða til sýnis sérstakar sportútfærslur af öðrum Mazda bílum.