MAZDA6 FRUMSÝNING LAUGARDAGINN 25. ÁGÚST!

Þú einfaldlega verður að upplifa fegurð, gæði & lúxus Mazda6!
Þú einfaldlega verður að upplifa fegurð, gæði & lúxus Mazda6!


Við frumsýnum nýjan Mazda6 á laugardaginn 25. ágúst milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Mazda við Bíldshöfða 8 í Reykjavík og að Tryggvabraut 5 á Akureyri. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að skoða nýju Mazda6 bílana í glæsilegum nýjum búnaðarútfærslum . Boðið verður uppá á léttar veitingar frá Brauð & Co. Komdu og sjáðu þennan einstaka bíl!

Nýr Mazda6 hefur verið endurhannaður að utan sem innan.  Hann er  þægilegur jafnt fyrir ökumann sem og farþega. Mazda6 er hannaður og smíðaður til þess að njóta akstursins.

FRAMMISTAÐA

Markmið okkar með nýja Mazda6 var að veita ökumanni nýja spennandi upplifun við stýrið en jafnframt hefur ökumaður stjórn á öllum aðstæðum. Ný háþróuð tækni hefur verið kynnt í nýjustu SKYACTIV vélinni, sem tryggir fljót og nákvæm viðbrögð í akstri. 

FIMM STJÖRNU ÖRYGGI

Fimm stjörnu öryggi fyrir þig og þína. i-ACTIVSENSE er staðalbúnaður í Mazda6 og eykur svo sannarlega á öryggi allra. Það er nánast eins og að hafa aðstoðarbílstjóra. Kerfið er útbúið átta skynjurum sem aðstoða og greina aðkallandi hættur í umhverfinu og láta vita og bregst jafnvel sjálfkrafa við. Daglegur akstur í Mazda6 verður enn auðveldari með framrúðuskjánum og bakkmyndavélinni sem nú er með 360 gráðu vöktun.

I-ACTIVSENSE ÁREKSTRARVÖRN

Að upplifa sig öruggan er hluti af akstursánægju. Með háþróaðri i-Activsense árekstrarvarnartækni Mazda6 eykst öryggi margfalt. Háþróaðir skynjarar, laser- og radartækni aðstoða ökumanninn við að hindra alvarlega árekstra og slys meðal annars með aðstoð blindpunkts- og veglínuskynjunar.

G-VECTORING AKSTURSSTJÓRN

G-Vectoring akstursstjórn er afar fullkomið kerfi sem hannað var í anda fornrar japanskrar hugmyndafræði, Jinba Ittai, eða þegar„maður og hestur verða sem eitt“. Kerfið skynjar stöðu bílsins út frá mörgum þáttum eins og hesturinn skynjar knapann. Kerfi bílsins undirbúa hann fyrir akstur inn í og út úr beygjum með því að að flytja þyngdarpunkt og breyta afli eftir aðstæðum. Niðurstaðan er fádæma þægindi fyrir ökumann og farþega.

I-ACTIVE FJÓRHJÓLADRIF

Nýr Mazda6 er búinn notendavænni og leiðandi tækni sem hjálpar og aðstoðar þig í akstri. Hann vinnur á móti óæskilegum hreyfingum og gerir þér kleift með hinu öfluga og snjalla i-Activ fjórhjóladrifi Mazda6 station að komast hvert á land sem er í hvaða veðri sem er. Niðurstaðan er einstök akstursupplifun þar sem algjör samhljómur er á milli þín, ökumannsins og bílsins.

Komdu á frumsýningu Mazda6 á laugardaginn 25. ágúst milli kl. 12 og 16.

Mazda bílar eru hannaðir af ástríðu, hvert einasta smáatriði vel ígrundað og úthugsað. Hönnuðir Mazda leggja hjarta sitt og sál í að hanna bíla sem uppfylla ströngustu kröfur þínar um þægindi, akstursupplifun, gæði og öryggi. #ElskaðuAðKeyra