LIPUR OG ÞÉTTUR SMÁBÍLL

Frábær hönnun og skemmtileg virkni eru einkennandi fyrir fyrirferðalitla og lipra Mazda2. Bíllinn er með flæðandi línur og falleg hlutföll sem einkenna hönnun Mazda bíla. Stórskemmtilegur bíll sem fæst í ýmsum litum sem ýta undir hönnunarheimspeki Mazda, Kodo: Soul of motion.

content image

TJÁÐU ÞIG

Þú finnur auðveldlega þinn stíl með Mazda2. Í bæði Centre-Line og Exclusive-Line útfærslunum er úrval af litum, að innan og utan, og þú getur valið litasamsetningu með aðlaðandi Kodo-hönnun og er í anda japanskrar fagurfræði. Hvaða lit viltu?

content image

EINSTAKUR PERSÓNULEIKI

Mazda2 gefur þér nákvæmlega það sem þú þarft: spennandi bíl sem er skemmtilegur í akstri, með einstakan anda og persónuleika. Þú munt elska akstursupplifunina þökk sé 'Jinba Ittai' akstursandanum sem sameinar ökumann og bíl.

LÁTTU LJÓS ÞITT SKÍNA

Mazda2 fæst í ýmsum útfærslum og litum og þess vegna getur þú aldeilis tjáð þinn einstaka stíl. Nýir litir á ytra byrði eru meðal annars Aero Grey og Air stream blue. Að innan fær ökumannsmiðuð innréttingin að njóta sín í botn með nýjum lita- og efnissamsetningum.

Veldu lit

Mazda2 fæst í ýmsum skemmtilegum litum, sumir eru nýir eins og Aero grey og Air stream blue. 

content image

NÝIR LITIR

Nýju litirnir, Aero grey og Air stream blue, eru innblásnir af náttúrunni og tjá á kraftmikinn hátt hönnunarstefnu Mazda, Kodo: Soul og Motion.

content image

LITAGLEÐI Á GRILLINU

Centre-Line og Exclusive-Line útfærslur Mazda2 eru með mismunandi hönnun á grillinu sem undirstrikar hönnunaratriði eins og skugga og spegilmyndir ytra byrðis bílsins. Allt er þetta samhljóma Kodo: Soul of motion.

content image

LED FRAMLJÓS

Áberandi heillandi LED framljós vekja athygli fyrir ferska og nútímalega hönnun, en aðalatriðið er að sjálfsögðu að þau veita þér frábæra yfirsýn yfir veginn framundan.

Veldu útfærslu

Centre-Line
Centre-Line
Exclusive-Line
Centre-Line
Exclusive-Line

Centre-Line

Mazda2 Centre-Line er með ríkulegan staðalbúnað, þar á meðal loftkælingu, leiðsögukerfi með Apple CarPlay og Android Auto, auk bættrar öryggistækni eins og G-Vectoring Control Plus og brekkuaðstoð.

content image

Exclusive-Line

Mazda2 Exclusive-Line útfærslan er með 16" álfelgum, skyggðum rúðum að aftan og bakkmyndavél. Hurðir aflæsast auðveldlega með lyklalausu aðgengi og þú nýtur þess í köldu veðri að vera með upphitanlegt stýri.

content image
content image
content image
content image

KYNNTU ÞÉR ALLT UM BÍLINN

Skoðaðu verðlistann eða hafðu samband. Við tökum líka vel á móti þér í reynsluakstur í Reykjavík og á Akureyri.