Félagi þinn til framtíðar

Mazda2 Hybrid er fullkominn félagi fyrir umhverfismeðvitaða borgarbúa sem vilja ekki fórna neinu þegar kemur að akstursupplifun. Nútíma tvinntæknin gefur þér það besta úr heimi bæði bensín- og rafmótora. Leiðin til framtíðar hefst hér.

content image

AKTU INN Í NÝJA ÖLD

Framleiddu minni útblástur þegar þú keyrir um bæinn og sinnir daglegum verkefnum. Hybrid kerfið sendir orku til baka til rafhlöðunnar þegar þú bremsar, þannig að þú framleiðir minni útblástur þegar ekið er að hluta til á rafmagni.

content image

ÓÞARFI AÐ BREGÐA ÚT AF VANANUM

Þar sem þú þarft ekki að stinga í samband til að hlaða drifrafhlöðuna geturðu keyrt nýja tvinnbíl Mazda alveg eins og hefðbundinn bensínknúinn bíl, en þú getur samt notið tilfinningarinnar að keyra stuttar vegalengdir á rafmagni.

content image

TVINNTÆKNIDRIFIN AKSTURSUPPLIFUN

Mazda2 Hybrid notar snjalla tvinntækni til að skipta á milli rafmagns-, bensíns- og tvinnaflgjafa. Fyrir vikið nærðu betri eldsneytisnýtingu við allar aðstæður.

Fallegir litir

Litirnir gera það að verkum að MAZDA2 HYBRID sker sig úr. Bíllinn er fáanlegur í ýmsum spennandi litum sem munu örugglega vekja athygli.

Útfærslurnar eru hver annarri flottari

PRIME-LINE
PRIME-LINE
CENTRE-LINE
EXCLUSIVE-LINE
HOMURA
HOMURA-PLUS
PRIME-LINE
CENTRE-LINE
EXCLUSIVE-LINE
HOMURA
HOMURA-PLUS

PRIME-LINE ÚTFÆRSLAN

Prime-line útfærslan af Mazda2 Hybrid er með mjög góðan staðalbúnað, til að mynda 9" margmiðlunarskjá sem tengist Apple CarPlay og Android Auto, loftkælingu, fjarlægðarstillanlegan hraðastilli, rafdrifna og upphitaða hliðarspegla og margt fleira. Ítarlegri búnaðarlista og upplýsingar um aukabúnað má finna í verðlistanum.

content image

CENTRE-LINE ÚTFÆRSLAN

Centre-line útfærslan af Mazda2 Hybrid hefur ýmsan búnað umfram Prime-line útfærsluna. Til dæmis vindskeið að aftan, leðurklætt stýri og gírstangahnúð, upphitanleg sæti að framan og regnskynjara fyrir rúðuþurrkur. Þú finnur nánari upplýsingar um útbúnaðinn í verðlistanum.

content image

EXCLUSIVE-LINE ÚTFÆRSLAN

Í Exclusive-line útfærslunni af Mazda2 Hybrid eru ýmsar flottar uppfærslur umfram hinar útfærslunar. Til dæmis 16" álfelgur, raffellanlegir hliðarspeglar, hiti í stýri, lyklalaus startrofi og aðgengi, svo eitthvað sé nefnt. Allar upplýsingar um staðalbúnað og aukabúnað er að finna í verðlistanum.

content image

HOMURA ÚTFÆRSLAN

Homura útfærslan er stórglæsileg, með 17" álfelgum, skyggðum afturrúðum, sportsætum að framan og 7" stafrænu mælaborði. Allar upplýsingar um staðalbúnað og aukabúnað er að finna í verðlistanum.

content image

HOMURA-PLUS ÚTFÆRSLAN

Homura-plus er með ýmsan búnað umfram hefðbundnu Homura útfærsluna, til dæmis framrúðuskjá, 10" margmiðlunarskjá, 12,3" stafrænt mælaborð og panorama sólþak. Allar upplýsingar um staðalbúnað og aukabúnað er að finna í verðlistanum.

content image
content image

KYNNTU ÞÉR BÍLINN NÁNAR

Við tökum vel á móti þér hjá Mazda á Íslandi.