Laus eintök í vefsýningarsal

Glæsilegi sportjeppinn Mazda CX-30

Hvort sem þú ert að fara að keyra á líflegum borgargötum eða kyrrlátum sveitavegum þá aðlagast Mazda CX-30 óaðfinnalega inn í ferðalagið. Hann umvefur þig algjörum þægindum og dekrar við þig eins og sæmir Jinba Ittai hönnunarstefnu Mazda sem sameinar ökumann og bíl í eina heild. Mazda CX-30 breytir hverri ferð í spennandi ævintýri með óviðjafnanlegum öryggiseiginleikum og framúrskarandi ökumannsaðstoð. 

Veldu lit

Það getur verið erfið ákvörðun að ákveða lit á nýja bílinn. Verður það nýi Ceramic White eða ferðu í tímalausa Soul Red Crystal? Hvað sem þú ákveður geturðu verið viss um að allir bílar okkar eru málaðir með okkar einstöku Takuminuri tækni sem gefur fullkomna áferð.

KODO HÖNNUN

Hugmyndafræðin á bak við Kodo hönnun Mazda er einföld: að glæða bílana lífi. Þess vegna er Mazda CX-30 auðþekkjanlegur um leið og þú lítur hann augum, sem unglegur og kraftmikill sportjeppi. Hann hreyfist glæsilega með afgerandi S-laga yfirborði sem endurspeglar landslag sem líður hjá. Grípandi farartæki sem hefur kraftmikla nærveru á veginum.

Kynntu þér útfærslurnar

PRIME-LINE
PRIME-LINE
HOMURA
EXCLUSIVE-LINE
CENTRE-LINE
NAGISA
PRIME-LINE
HOMURA
EXCLUSIVE-LINE
CENTRE-LINE
NAGISA

PRIME-LINE

Skerðu þig úr fjöldanum með Prime-Line útfærslunni okkar. Þú verður meðvitaðri um umhverfið með framrúðuskjánum og LED framljósum. Aukin þægindi fylgja fjarlægðarstillanlega hraðastillinum, þráðlausu Apple CarPlay® og Android Auto™.

content image

HOMURA

Við kynnum Mazda CX-30 í Homura útfærslunni. Komdu þér þægilega fyrir í glæsilegu svörtu sæti með rauðum saumum. Njóttu svo næðisins sem fylgir skyggðum afturrúðum og þess að hafa rafdrifinn afturhlera og lyklalaust aðgengi. 

content image

EXCLUSIVE-LINE

Exclusive-line útfærslan sker sig úr hópnum með 18 tommu álfelgum, áberandi LED lýsingu og tveggja svæða tölvustýrðri miðstöð. Þú munt svo klárlega njóta stórkostlega hljóðkerfisins í ökuferðinni.

content image

CENTRE-LINE

Mazda CX-30 Centre-Line er án nokkurs vafa glæsilegur og vel búinn bíll sem býður upp á einstaka akstursupplifun. Hann sameinar nýstárlega tækni og þægindi í hverju smáatriði. Með sjálfvirkri dimmingu á hliðarspeglum og framrúðuskynjara fyrir rigningu er útbúnaður bílsins í hæsta gæðaflokki. Hljómtæki bílsins eru ekki eftirbátar annarra búnaðarútfærslna með átta hátölurum sem skila tærum og kraftmiklum hljómi fyrir frábæra hlustunarupplifun á ferðinni. Mazda CX-30 Centre-Line er hágæða valkostur fyrir þá sem leita að fáguðum og tæknivæddum bíl.

content image

NAGISA

Án nokkurs vafa er sérútgáfan Mazda CX-30 Nagisa tignarleg og ímynd glæsileikans. Hún er smíðuð í Japan og ber þess merki í öllum atriðum, með fágaðri hönnun og búnaði sem veitir einstaka akstursupplifun. Fægð svört og „gunmetal“ hönnunaratriði fullkomna stjórnklefann með glæsibrag. En fyrir utan áberandi hönnunarbætur, nýtir CX-30 Nagisa nýstárlega tækni til að bæta akstursupplifunina. Rafdrifna bílstjórasætið, framrúðuskjárinn og minnisstillingar fyrir útispegla má sérsníða eftir þörfum hvers og eins. BOSE® hljóðkerfið með einstöku BassMatch tækninni skilar ákafri og öflugri hlustunarupplifun. Að utan samræmist svarta framgrillið svörtu hliðarspeglunum og 18 tommu felgunum fyrir straumlínulagað útlit sem geislar af sportlegra yfirbragði.

content image
content image

Fáguð innrétting

Innréttingin í Nagisa er sannkölluð listaverk með fáguðum svörtum rússkins- og leirlitum leðurlíkissætum, ásamt svörtu Leganu® gervirússkinni á mælaborðinu, allt með leirlitum saumum.

Allar gerðir CX-30

Prime-line
Sérpöntun, hafðu samband
Búnaður
  • 10,25" margmiðlunarskjár (Split Screen), HMI Commander stjórnborð milli framsæta og raddstýring
  • 16" Álfelgur 215/65 R16
  • 7" stafrænn skjár í mælaborði
  • Alexa raddstýring fyrir t.d. loftkælingu, hita í sætum, bluetooth og GPS vegaleiðsögn (á ensku)
  • Birtuskynjari
  • Blindpunktsaðvörun (Blind Spot Monitoring)
  • Bakkmyndavél
  • LED afturljós
  • Rafdrifin handbremsa
Nánar
Homura
Sérpöntun, hafðu samband
Búnaður sem bætist við
  • 18" svartar álfelgur, 215/55 R18
  • Hiti í framsætum – stigstilltur
  • Miðjustólpi í Piano black
  • Nálægðarskynjarar að framan og aftan
  • Regnskynjar
  • Sjálfvirk dimming í baksýnisspegli
  • 8 hátalarar
  • Lyklalaust aðgengi
  • Rafdrifinn afturhleri
Nánar
Centre-line
Afhending fljótlega
Búnaður sem bætist við
  • 18" álfelgur 215/55 R18
  • Hiti í framsætum - stigstilltur
  • Hiti undir rúðuþurrkum
  • Nálægðarskynjarar að framan og aftan
  • Sjálfvirk dimming í baksýnisspegli
  • Tölvustýrð miðstöð "Tveggja svæða"
  • 8 hátalarar
  • Lyklalaust aðgengi
  • Regnskynjari
Nánar
Nagisa
Til afgreiðslu strax
Búnaður sem bætist við
  • Áklæði með svörtu rússkinnslíki og Terracotta brúnt leðurlíki
  • Bose hljóðkerfi með 12 hátölurum
  • Hliðarspeglar og framrúðuskjár með minnisstillingum
  • Rafdrifið ökumannssæti með minnisstillingum
  • Terracotta saumar í mælaborði, armhvílum og hurðarspjöldum.
Nánar
Takumi
Sérpöntun, hafðu samband
Búnaður sem bætist við
  • 360° bakkmyndavél
  • Aðlögunarhæf LED aðalljós með skiptingu ásamt Signature ljósum að framan og aftan
  • Aðvörun á hliðarumferð að framan (Front Cross Traffic Alert)
  • Bose hljóðkerfi með 12 hátölurum
  • Gírskiptiflipar í stýri (sjálfskiptum)
  • Hliðarspeglar og framrúðuskjár með minnisstillingum
  • Rafdrifinn afturhleri
Nánar
content image
content image

Þægilegar tengingar

10,25 tommu skjárinn í Mazda CX-30 sýnir þér upplýsinga- og afþreyingarvalkosti og áhugaverða staði sem eru nálægt þér hverju sinni. Tengdu bílinn við símann þinn með þráðlausu Apple Car Play og Android Auto.

Þú hefur aðgang að Mazda Connected Services með MyMazda appinu.

content image

KYNNTU ÞÉR ALLT UM BÍLINN

Skoðaðu verðlistann eða hafðu samband. Við tökum líka vel á móti þér í reynsluakstur í Reykjavík og á Akureyri.