Bílar í vefsýningarsal

Falleg, japönsk hönnun

Mazda CX-60 er táknmynd alls sem Mazda hefur byggt inn í DNA sitt á síðustu 100 árum: frá frábærri hönnun, bæði að innan sem utan, til japansks handverks okkar og nýrrar tækni. Allt með það að markmiði að skapa frábæra upplifun fyrir ökumanninn og farþega. 

Mazda CX-60 er fyrsti tengiltvinnbíllinn okkar og með honum erum við að setja á markað fjöldann allan af nýrri og ökumannsmiðaðri tækni. Einnig er hægt að fá hann með dísilvél.

Veldu lit

Mazda CX-60 fæst í litum sem valdir eru af kostgæfni og eru hver öðrum fallegri. Leitast þú eftir ljósum lit eins og Rhodium White eða meira áberandi og klassískum Mazda lit, Soul Red Crystal? Valið er þitt.

Skoðaðu þrjár mismunandi og virkilega flottar útfærslur

Exclusive-Line
Exclusive-Line
Homura
Takumi
Exclusive-Line
Homura
Takumi

Exclusive-Line

Mazda CX-60 Exclusive-line er með breitt úrval af staðalbúnaði, þar á meðal lyklalaust aðgengi, 20" álfelgur og LED framljós. Að innan er 12,3” margmiðlunarskjár með Mazda Connect upplýsinga- og afþreyingarkerfi. Einnig er hiti í stýri, framrúðuskjár og bakkmyndavél.

content image
content image

Framrúðuskjár

Framrúðuskjárinn í Mazda CX-60 Exclusive-Line varpar mikilvægum upplýsingum á hentugt svæði á framrúðunni sem veldur ekki truflun. Þú getur valið á milli götuupplýsinga (núverandi hraða- og hámarkshraða) eða leiðarlýsingar frá leiðsögukerfinu.

content image

Snjallt lyklalaust aðgengi

Þú þarft aldrei að taka lykilinn úr vasanum því Mazda CX-60 er með snjöllu lyklalausu aðgengi. Þú ýtir bara á takka á bílhurðinni eða skotthleranum til að læsa og aflæsa bílnum. Þú getur líka notað takkana á lyklinum eins og venjulega. 

Homura

Homura útfærslan af Mazda CX-60 er með svörtum 20" álfelgum, svörtu leðurákæði, stemningsljósum í innréttingu og upphitanlegum aftursætum. Í honum er einnig stórsniðug andlitsauðkenning fyrir minnið í framsætum, speglum og framrúðuskjá. 

content image
content image

Sportlegt útlit

Sumt fólk kýs sportlegra útlit á bílnum sínum. Þar kemur Homura útfærslan af Mazda CX-60 sterk inn, enda með svörtum áherslum að innan og utan.

content image

Svört leðursæti og stemningslýsing

Svörtu leðursætin eru einstaklega þægileg og til að toppa upplifunina innandyra geturðu stillt stemningslýsinguna á skemmtilegan hátt.

Takumi

Upplifðu einstaka japanska hönnun með Takumi útfærslunni af bílnum. Hvítt nappa leður, króm að innan og utan undirstrika lúxusinn sem Mazda CX-60 býður upp á. Í Takumi snýst allt um að búa til þægilegt og ánægjulegt umhverfi fyrir ökumann og farþega.

content image
content image

Framúrskarandi, japönsk gæði

Upplifðu sannkallaðan japanskan lúxus. Mazda CX-60 Takumi snýst um hágæða efni sem eru smíðuð og unnin með hreinlegum og einföldum stíl. Þú hefur öll þægindi við höndina.

content image

Hvítt nappa leður og stemningslýsing

Fágunin í Takumi liggur meðal annars í hvítum nappa leðursætum sem taka vel á móti þér og þínum farþegum. Stemningslýsingin varpar svo ljósi á fínleg smáatriði og stílhreina hönnun innandyra. 

Framúrskarandi dráttargeta og stöðugleiki

Mazda CX-60 er hreint út sagt ótrúlega þægilegur með ferðavagn í eftirdragi enda lögð áhersla á mikla dráttargetu og öryggi við akstur með þungan eftirvagn. Dráttargetan er 2500 kg og til að auka öryggi getur ökumaður valið sérstaka Towing stillingu.

Önnur nýjung í CX-60 er ný tækni í stillingu á stöðu bílsins, svokölluð Kinematic Posture Control (KPC), sem veitir enn meiri stöðugleika í beygjum og við hemlun. Stöðugleikanum er náð með tæknieiginleikum fjöðrunnar og rauntímamælingum á hraðamismuni milli afturdekkja. KPC-stöðugleikakerfið ásamt sérstakri togstillingu CX-60 gerir bílinn einstaklega þægilegan í akstri með eftirvagn.

content image
content image

KYNNTU ÞÉR ALLT UM BÍLINN

Skoðaðu verðlistann eða hafðu samband. Þú getur svo bókað reynsluakstur bæði í Reykjavík og á Akureyri.