Veldu lit

Aðlagaðu Mazda MX-30 að þínum stíl með flottum litum.

Heillandi, rafmagnaður og sem klæðskerasniðinn að þínum þörfum

Mazda MX-30 er einstaklega skemmtilegur rafbíll, hannaður í skemmtilegum og spennandi hlutföllum eins og allir Mazda bílar eru. Ytra byrði hans er stílhreint og slétt, hannað samkvæmd Kodo-hugmyndafræði Mazda. Mazda MX-30 er með allt að 200 km drægni skv. WLTP staðlinum.

Þú færð 900.000 rafbílastyrk með Mazda MX-30 rafbílnum.

content image

SPARAÐU OG KEYRÐU Á ÍSLENSKRI ORKU

Mazda MX-30 er 100% hreinn rafbíll sem gerir þér kleift að njóta þeirra þæginda, sparnaðar og jákvæðra umhverfisáhrifa sem rafbílar veita í bæjarsnattinu. Einfaldaðu líf þitt, njóttu allra þeirra þæginda sem Mazda MX-30 rafbíllinn veitir með eldsnöggri, ódýrri, orkuáfyllingu heima eða í vinnu og lægri rekstrarkostnaði með umhverfisvænni, íslenskri orku. 

content image

RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR Í MAZDA MX-30

Mazda bílar eru þekktir fyrir ríkulegan staðalbúnað og þar er rafbíllinn MX-30 engin undantekning. Í PRIME-LINE grunnbúnaði MX-30 er meðal annars að finna bakkmyndavél, forhitun sem tryggir alltaf heitan bíl, fjarlægðarstillanlegan hraðastilli (Mazda Radar Cruise Control) og GPS vegaleiðsögn ásamt umferðaskiltalesara.

content image

LÉTT DRIFRAFHLAÐAN ER ELDSNÖGG Í HLEÐSLU

Mazda MX-30 100% rafbíll er með 11 kW hleðslustýringu og í þriggja fasa hleðslustöð (AC) heima eða á vinnustað er hægt að hlaða úr 20% í 80% drægni frá aðeins 1 klst og 50 mínútum. Tóma drifrafhlöðu má síðan fullhlaða yfir nótt á 4 klst. Fyrir lengri ferðir út á land þarf að bæta á rafmagni og í algengustu hraðhleðslustöðvum (DC) á Íslandi, 50 kW, tekur aðeins frá 26 mínútum að hlaða úr 20% í 80% drægni.

Útfærðu bílinn eftir þínu höfði

EXCLUSIVE-LINE
EXCLUSIVE-LINE
EXCLUSIVE-LINE

EXCLUSIVE-LINE

Exclusive-line útfærslan af Mazda MX-30 býður aukin þægindi með upphituðum framsætum, upphituðu stýri og lyklalaust aðgengi.

content image

FIMM ÁRA ÁBYRGÐ OG ÁTTA ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU

Við hönnun Mazda MX-30 var ekkert slakað á gæðakröfum japanska bílaframleiðandans sem endurspeglast í fimm ára víðtækri ábyrgð á bílnum og átta ára (160.000 km) ábyrgð á drifrafhlöðu. Framlengd verksmiðjuábyrgð gildir aðeins um bíla sem eru keyptir hjá Mazda á Íslandi | Brimborg og er lengri ábyrgð háð því að bíllinn komi í þjónustu skv. skilmálum Mazda Motor Corporation og Brimborgar.

content image
content image
content image

HRAÐHLEÐSLUNET BRIMBORGAR

Fyrir utan að bjóða lægra almennt raforkuverð í hraðhleðslu býður Brimborg bílorka sérkjör á hraðhleðslu fyrir eigendur rafbíla frá Mazda.


Staðsetningar

  • Jafnasel í Breiðholti
  • Hádegismóar 8 í Árbæ
  • Bíldshöfði 6 á Höfða
  • Breiðhöfði 1 á Höfða
  • Axarhöfði á Höfða
  • Flugvellir 8 í Reykjanesbæ

STÖÐUG TENGING MEÐ MYMAZDA APPINU

Smelltu hér til að lesa meira um MyMazda appið og sækja íslenskar leiðbeiningar

Með MyMazda appinu getur þú tengst Mazda bílnum þínum hvar sem er. Appið er einfalt og þægilegt í  notkun.

content image

ALGENGAR SPURNINGAR

Er gott að rafbílar séu með varmadælu?

Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi, því hún nýtist best í hitastigi sem er frá -5 til +15. Varmadælan endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir miðstöð og drifrafhlöðu bílsins sem gerir því kleift að ekki þarf að nota eins mikla orku frá drifrafhlöðunni til að hita eða kæla bílinn.

Það getur munað allt að 50 km eða um 15% af drægni bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki. Rafbílar án varmadælu þurfa annars að nota hluta af orku rafhlöðunnar fyrir miðstöðina.

Hvað hefur áhrif á drægni rafbíla?

Drægni bíla sem seldir eru í Evrópu (á EES svæðinu) er reiknuð og gefinn upp skv. WLTP staðli. Raunveruleg drægni fer síðan eftir mörgum ytri þáttum eins og hitastigi, vindi, ástandi vega, aksturslagi, o.s.frv.

HRAÐI

Hraði hefur áhrif á drægni, orkunotkun er minni á lægri hraða.

AKSTURSLAG OG AKSTURSSKILYRÐI

Aksturslag og aksturskilyrði hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu eykur drægni og sparar orku. 

ÚTIHITASTIG, MIÐSTÖÐ OG LOFTKÆLING

Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs.

FARÞEGAR OG FARANGUR

Fjöldi farþega og farangur getur haft áhrif á drægni. Búnaður á toppi t.d. skíða eða hjólafestingar.

Hvað kostar að setja upp hleðslustöð?

Kostnaður getur verið nokkuð breytilegur eftir aðstæðum og fer eftir ýmsu, t.d. er kostnaður við kaup á hleðslustöðinni og uppsetningu hennar. Algengar hleðslustöðvar sem uppfylla lágmarkskröfur kosta frá 79.900 kr. og upp í 200.000 kr. Fyrir einfalda heimilisnotkun getur sú ódýrasta dugað vel. Við mælum með Gresgying stöðvum frá Bílorku.

Uppsetning fer eftir aðstæðum á hverjum stað, t.d. hversu langt er í rafmagn, stærð töflu, gerð tengla og leklaliða á greinum í töflu eða hvort hleðslustöðin sé með lekavörn. Uppsetning er því háð bæði efni sem þarf að kaupa og vinnu rafvirkjameistara. Sá kostnaður er líklega ekki lægri en 50.000 kr. þar sem aðstæður eru bestar en gæti numið allt að 200.000 kr. þar sem aðstæður eru flóknari.

Ekki er ólíklega að algengur heildarkostnaður gæti verið í kringum 130.000 kr. til 250.000 kr. 

KYNNTU ÞÉR ALLT UM BÍLINN

Skoðaðu verðlistann eða hafðu samband. Við tökum líka vel á móti þér í reynsluakstur í Reykjavík eða á Akureyri.