Mazda CX-60 PHEV

Nýr Mazda CX-60 PHEV er fjórhjóladrifinn, skemmtilega kraftmikill 327 hestafla tengiltvinnrafbíll með allt 63 km drægni samkvæmt WLTP. Bíllinn er með glænýrri tækni frá Mazda, 2.500 kg dráttargetu, 8 þrepa sjálfskiptingu, ríkulegum staðalbúnaði og stútfullur af nýrri tækni þar sem áhersla er á þægindi fyrir ökumanninn og hágæða japanska tækni og hönnun.

Mazda CX-60

Nýr Mazda CX-60 PHEV stendur fyrir allt sem Mazda hefur lært á síðustu 100 árum: stórglæsilega hönnun, bæði að innan sem utan, japanskt handverk, framúrskarandi aksturseiginleika og nýja tækni, allt með áherslu á að skapa frábæra upplifun fyrir bæði ökumann og farþega.

Mazda CX-60 PHEV, eins og allir Mazda bílar, er frábær í akstri, öruggur, notendavænn og þægilegur. Hönnun Mazda CX-60 PHEV sameinar hágæða efni, japanskar hefðir og þá ástríðu sem reyndir Takumi-meistarar Mazda setja í hvern og einn Mazda bíl.

SENDA FYRIRSPURN

Mazda CX-60

Allt að 63 km drægni á 100% hreinu rafmagni

Mazda CX-60 PHEV er með stóra 17,8 kWst drifrafhlöðu sem auðvelt og hratt er að hlaða heima eða í vinnu og drægni á rafmagni samkvæmt WLTP staðli í 100% rafmagnsstillingu er allt að 63 km. Sú drægni hentar einstaklega vel í allan daglegan akstur þar sem meðalakstur Íslendinga er um 40 km á dag.

Áhrif Mazda CX-60 PHEV á umhverfið eru ákaflega mild og kolefnissporið við notkun mjög lágt þar sem losun koltvísýrings (CO2) er aðeins um 33 gr per 100 km. Í langkeyrslu kemur sparneytin en virkilega kraftmikil bensínvélin sér vel þar sem átta gíra sjálfskipting er hönnuð fyrir mjúkar skiptingar og sparneytni en meðaleyðsla á bensíni skv. WLTP staðlinum er aðeins frá 1,5 L / 100 km.

Mazda CX-60

Fjórhjóladrifinn, kraftmikill 327 hestafla tengiltvinnrafbíll, 5,8 sekúndur í hundrað

Mazda CX-60 PHEV er fjórhjóladrifinn, kraftmikill tengiltvinnrafbíll þar sem öflug drifrafhlaða og rafmótor og fjögurra strokka 2,5 lítra bensínvél skila samanlagt 327 hestöflum og 500 Nm togi. Upptakið er aðeins 5,8 sekúndur í 100 km hraða og veghæðin er einstaklega góð þar sem 17,6 cm eru undir lægsta punkt.

Mazda CX-60

Fullkominn ferðabíll með 2500 kg dráttargetu og KPC-stöðugleikakerfi

Nýr Mazda CX-60 PHEV er einstaklega þægilegur ferðabíll fyrir fjölskylduna. Rúmgóður með framúrskarandi fjöðrun, með kraftmikilli, sparneytinni vél og rafmótor og einstakri dráttargetu fyrir ferðavagna og aðra eftirvagna.

Mazda CX-60 PHEV er hreint út sagt ótrúlega þægilegur með ferðavagn í eftirdragi enda lögð áhersla á mikla dráttargetu og öryggi við akstur með þungan eftirvagn. Dráttargetan er 2500 kg og til að auka öryggi getur ökumaður valið sérstaka Towing stillingu. Önnur nýjung í CX-60 er ný tækni í stillingu á stöðu bílsins, svokölluð Kinematic Posture Control (KPC), sem veitir enn meiri stöðugleika í beygjum og við hemlun. Stöðugleikanum er náð með tæknieiginleikum fjöðrunnar og rauntímamælingum á hraðamismuni milli afturdekkja. KPC-stöðugleikakerfið ásamt sérstakri togstillingu CX-60 gerir bílinn einstaklega þægilegan í akstri með eftirvagn.

Mazda CX-60

Hágæða myndavélatækni eykur öryggi

Mazda CX-60 PHEV býður upp á fjölbreytta tækni sem gerir akstursupplifunina öruggari og þægilegri fyrir ökumann. Meðal nýjunga í Mazda CX-60 PHEV er háþróuð 360 gráðu myndavélartækni með fjórum myndavélum. Myndavélarnar bjóða upp á hefðbundna 360° sýn frá öllum hliðum bílsins og á stöðu hans séð ofan frá (Birds Eye View). En þar að auki er svokölluð gegnsæ stilling (See-Through View) sem birtir ökumanni mynd á skjánum af hverju horni, nánast eins og hann horfi í gegnum bílinn.

Fáanlegur í þremur búnaðarútfærslum, með veglegum aukabúnaðarpökkum

Mazda CX-60 PHEV er ríkulega búinn og má þar nefna 20“ álfelgur, GPS vegaleiðsögn, bakkmyndavél, nálægðarskynjurum að framan og aftan, blindapunktsaðvörun, lyklalaust aðgengi, þjófavörn, upphitanlegu stýri, framrúðuskjá og 12,3“ margmiðlunarskjá og tvískiptri tölvustýrðri miðstöð. Mazda CX-60 er með sjálfvirkri lækkun og hækkun á aðalljósum sem þýðir að bíllinn skynjar ef þú ert að mæta bíl með háu ljósin kveikt, lækkar þau sjálfkrafa og hækkar svo aftur þegar bíllinn er farinn fram hjá. Mazda er mjög umhugað um þægindi ökumanns og til að mynda er bílstjórasæti stillanlegt á átta vegu og farþegasætið á sex vegu.

Mazda CX-60 PHEV er fáanlegur í þremur útfærslum; Exclusive Line, Homura og Takumi og að auki er hægt að velja fjóra veglega aukabúnaðarpakka ofan á ríkulegan staðalbúnað. Mazda CX-60 PHEV er einnig fáanlegur með glæsilegu Panorama sólþaki þar sem fremri hlutinn er opnanlegur.

Kjörstillingakerfi til ómældra þæginda fyrir hvern ökumann bílsins

Kjörstillingakerfið (Driver Personalisation System) í Mazda CX-60 PHEV er frábær hágæðanýjung sem hægt er að fá í Comfort-pakkanum fyrir Takumi og Homura búnaðarútfærslurnar. Kerfið er þríþætt og hannað í takt við þá stefnu Mazda að fullkomna sambandið á milli bíls og ökumanns.

Ökumanni til þæginda og tímasparnaðar færir kerfið hann fyrst sjálfkrafa í sína kjöraksturstillingu með því að færa til stýrið, sætið, framrúðuskjáinn og speglana. Það er gert á snjallan hátt með aðstoð myndavélar sem greinir annars vegar augnhæð og nýtir hins vegar forstilltar upplýsingar um hæð ökumannsins.

Til að tryggja að fólk geti auðveldlega komist aftur í fullkomna akstursstillingu notar kerfið í öðru lagi sjálfkrafa andlitsauðkenningu til að bera kennsl á allt að sex ökumenn, auk gesta. Það vistar og aðlagar yfir 250 stillingaratriði fyrir hvern og einn þeirra, meðal annars akstursstöðu, stillingar á hljómtækjum og miðstöð.

Síðast en ekki síst sér svo kjörstillingakerfið til þess að sem auðveldast sé fyrir ökumann að stíga inn eða út úr bílnum með því að færa sætið og stýrið úr vegi rétt á meðan. 

Mazda CX-60

Mazda gæði með 5 ára víðtækri ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu

Gæði japanska bílaframleiðandans endurspeglast í 5 ára víðtækri ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Framlengd verksmiðjuábyrgð gildir aðeins um bíla sem eru keyptir hjá Brimborg og er lengri ábyrgð háð því að bíllinn komi í þjónustu samkvæmt skilmálum Mazda Motor Corporation og Brimborgar. Smelltu til að lesa meira um ábyrgð Brimborgar á Mazda bílum.

Einstök þægindi með MyMazda appinu

Dagleg umgengni og notkun á Mazda CX-60 PHEV er virkilega þægileg með aðstoð MyMazda appsins. Það er aðgengilegt Íslendingum í gegnum Apple App Store eða Google Play Store. Appið er framúrskarandi þægilegt í notkun og búið skemmtilegri virkni sem bætir upplifun eiganda Mazda CX-60 PHEV af bílnum.

Mazda CX-60

Úrval bíla í pöntun í Vefsýningarsal Brimborgar

Í Vefsýningarsal Brimborgar finnur þú Mazda CX-60 PHEV bíla á lager og í pöntun, finnur draumabílinn, sendir fyrirspurn og færð svar um hæl. Einn af mörgum kostum forpöntunar er að þú getur sett þinn draumabíl saman með aðstoð söluráðgjafa Mazda.

Mazda CX-60 PHEV er einnig fáanlegur í langtímaleigu hjá Brimborg.

Mazda CX-60

Einfaldaðu bílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum og græna fjármögnun!

Langtímaleiga Mazda bíla

Hægt er að fá alla nýja Mazda bíla í langtímaleigu hjá Brimborg. Nánari upplýsingar um langtímaleiguverð og skilmála er að finna í Vefsýningarsal Brimborgar.

Skoðaðu Mazda CX-60 í Vefsýningarsalnum

Hafðu samband eða pantaðu reynsluakstur