Mazda2
- Mazda2 með M-Hybrid tækni

Mazda2

Verð frá 2.820.000 kr.
Eyðsla frá 5,3 l/100
CO₂ losun frá 120 g/km

Nýr og uppfærður Mazda2 er með nýrri M-Hybrid tækni sem minnkar eldsneytisnotkun, dregur úr losun CO2 og eykur afl. Mazda2 er gríðarlega vel búinn af bíl í sínum flokki. Komdu og upplifðu einstaka Mazda tilfinningu. Hér fyrir neðan getur þú lesið allt um nýjan og uppfærðan Mazda2 og skoðað myndir. Smelltu á verðlistann til að sjá ítarlega upptalningu á ríkulegum staðalbúnaði og tæknilýsingu og verði.

Nýr  Mazda2 er einn sá allra glæsilegsti í sínum flokki. Sportlegt útlit og spennandi akstureiginleikar spila þar stórt hlutverk. Hann sannar að margur er knár þó hann sé smár, einstaklega lipur og skemmtilegur í akstri. Mazda2 er búinn hinni byltingakenndu SkyActiv tækni Mazda sem nær fram hámarks nýtingu á eldsneyti án þess að fórna afli eða góðum akstureiginileikum. Hönnun hans er í anda ' KODO - Soul of Motion' og þykir útlit hans vel heppnað. Í Mazda2 er þar að auki háþróaður öryggisbúnaður sem stuðlar að áhyggjulausum og öruggum akstri. Komdu og prófaðu.

Mazda2 akstur

Einstök aksturupplifun

Mazda er hannaður með hegðun og hreyfingu mannsins að leiðarljósi svo þú upplifir afburða akstur. Með SkyActiv -bíltækninni bregst Mazda2 við öllum fyrirætlunum þínum með fyrirsjáanlegum viðbrögðum. Innra rýmið hefur verið hannað með gæðaefnum og með alla farþega bílsins í fyrirrúmi. Þú finnur strax í fyrsta akstri hvernig dregið hefur verið úr óþarfa hávaða og titringi til að skapa afburða akstursupplifun.

Nýr Mazda2

Kraftmikill með lága eldsneytiseyðslu

Mazda2 2020 er bæði sportlegur og stílhrein og með M-Hybrid tækni Mazda minnkar þú eldsneytisnotkun og dregur úr losun CO2. Markmið verkfræðinga Mazda er að gera mann og bíl að einu við aksturinn en á japönsku útleggst það sem Jinba Ittai, forn japönsk hugmyndafræði, eða „maður og hestur verða eitt“. Nýjasta SkyActiv bíltækni Mazda2 leysir þetta á magnaðan hátt sem þú upplifir strax í fyrsta akstri. G-VECTORING PLUS akstursstjórnunartæknin er önnur kynslóð þessa afar fullkomna kerfis. Kerfið skynjar fyrirætlanir ökumannsins eins og hesturinn skynjar knapann sem leiðir til einstakrar upplifunar ökumanns og farþega.Mazda2 2020 er bíll sem hreyfir við þér, einstaklega lipur í akstri hvort sem það er í borg eða úti á þjóðveginum. Upplifðu kraft og lipurð.

Nýr Mazda2.aksturseiginleikar

Háþróaður öryggisbúnaður i-ACTIVSENCE

Öryggistækni Mazda i-ACTIVSENCE verndar þig og þína og það er eins og að hafa aðstoðarbílstjóra. Kerfið er útbúið átta skynjurum sem aðstoða og greina hættur í umhverfinu og láta ökumanninn vita. Daglegur akstur í Mazda2 verður enn auðveldari með framrúðuskjánum og bakkmyndavélinni. Einnig má nefna Smart City Brake stuðning sem er stöðugt að fylgjast með hraða bílsins og fjarlægð í næstu hindrun og bregst við óvæntum hindrunum. Nýr Mazda2 kemur með glamplausum baksýnisspegli til að auka enn öryggi og þægindi í akstri. Þú getur haft augun á veginum því þú þarft ekki að stilla spegilinn. Spegillinn aðlagast sjálfkrafa og þegar það er dimmt úti blindast þú síður af töfrandi af framljósum bíla fyrir aftan. Veldu öryggi.

Nýr Mazda2 tækni

M Hybrid fyrir umhverfið

M Hybrid tækni Mazda skilar framúrskarandi afköstum og eldsneytisnýtingu án málamiðlana. M-Hybrid kerfið er alsjálfvirkt en það nýtir hreyfiorkuna sem verður til við hemlun og nýtir þegar á meira rafmagni þarf á að halda eins og t.d við að ná aukni afli við upptak.  Með því að nýta þessa orku þarf vélin ekki að framleiða eins mikið rafmagn og því sparast eldsneyti. Minnkaðu mengun með nýjum Mazda2. Vélarnar eru af nýjustu SkyActiv kynslóðinni 1,5 lítra að rúmtaki og sérlega þýðar og sparneytnar. Förum vel um umhverfið.

Nýr Mazda2 skyactiv

Þinn einstaki hjóðheimur

Stafrænt mælaborð auðveldar aksturinn ásamt uppfærðum 8,8” skjánum sem er vel staðsettur til að trufla ekki aksturinn. Ný samskiptatækni Mazda-Connect er hraðvirk og hjálpar þér að fylgjast með umferðinni. Mazda2 er með Apple CarPlay® og Android Auto™ svo þú getur hlustað á uppáhalds tónlistina eða podcast beint í gegnum Mazda-Connect. Vertu í sambandi.

Mazda2 stafrænt mælaborð

Áreynslulaus akstur

Daglegur akstur í Mazda2 verður enn auðveldari með framrúðuskjánum (Head up display) og bakkmyndavélinni. Með nýjustu öryggistækni Mazda sem greinir umferðarmerki á veginum. Allar viðeigandi upplýsingar koma á framrúðuskjánum sem heldur þér upplýstum um og gerir aksturinn enn öruggari. Aðlögunarhæf LED framjós Mazda2 létta þér aksturinn í myrkrinu. Snjallhemlunarkerfi sem greinir gangandi vegfarendur (Smart City Break Support). Sjálfvirka hemlakerfið virkjar hemla til að forðast árekstra og getur jafnvel greint hindranir og gangandi vegfarendur í myrkri. Fyrir enn öruggari akstur getur þú fengið Mazda2 með 360° bakkmyndavél sem skynjar hindranir frá öllum hliðum og nær bókstaflega á hverju horni. Fyrir áhyggjulausari akstur.

Mazda2 m-hybrid


Úrval aukabúnaðar

Hægt er að fá úrval aukabúnaðar í nýjan Mazda2. Má þar nefna álfelgur, GPS vegaleiðsögukerfi, skyggðar rúður, Nokian vetrar- eða heilsársdekk, vindskeið og mottu í farangursrými svo fátt eitt sé nefnt. 

Mazda2 ny útgáfa

Mazda 5 ára ábyrgð

Nýir Mazda bílar eru með 5 ára ábyrgð. Kaupandi hefur rétt samkvæmt íslenskum lögum til að bera fram kvörtun um galla í allt að tvö ár frá afhendingu bifreiðarinnar. Að auki býður Brimborg kaupanda 3 ára framlengda verksmiðjuábyrgð eða samtals 5 ár gegn sérstökum skilmálum. Forsendur framlengdrar verksmiðjuábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit samkvæmt staðli framleiðenda frá nýskráningardegi bifreiðar og ber kaupandi kostnað af þjónustunni. Upplýsingar um þjónustueftirlit er að finna í eigenda- og þjónustuhandbók bílsins. 

Nýr Mazda2 soul red

Einstök litapalletta Mazda

Mazda2 Arctic WhiteMazda2 Soul Red CrystalMazda2 Machine GrayMazda2 Sonic SilverMazda2 Jet BlackMazda2 Deep CrystalMazda2 Snowflake White PearlMazda2 CeramicMazda2 Eternal BlueMazda2 polymetal grayMazda2 titanum flash

 

Komdu og upplifðu einstaka tilfinningu. Upplifðu að keyra Mazda2 2020!

Berðu saman verð og búnað

Hér getur þú borið saman útfærslur, drif, vélar og skiptingar sem eru í boði.

Niðurstöður samanburðar birtast hér fyrir neðan.

mazda2_nytt_okt_yfirlit2
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
mazda2_nytt_okt_yfirlit2
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
mazda2_nytt_okt_yfirlit2
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð

Kynntu þér Mazda2 betur

[KODO] - Soul of Motion hönnun

KODO - Soul of Motion hönnun

Vöðvastæltur líkami með sterkan burðarás. Glæsilegt útlit sem gefur vísbendingu um ákveðinn karakter. Ásýnd full af sjarma og fágun –  sem heillar þig upp úr skónum á sekúndubroti. Svona má lýsa hönnun Mazda sem kallast KODO – Soul of Motion. Innblástur hennar kemur frá hreyfingu náttúrunnar og túlkar kraftinn og spennuna sem ökumaður upplifið við stýrið á Mazda bílum.

Mazda bílar eru þekktir fyrir framúrskarandi akstursgleði jafnt sem stórglæsilegt útlit sem byggt er á SHINARI og TAKERI hugmyndabílunum sem voru þeir fyrstu sem voru hannaðir eftir KODO – Soul of Motion hönnuninni. 

+ Lesa meira

Hér fyrir neðan má sjá myndir af SHINARI og TAKERI hugmyndabílunum.

 

- Loka grein
[SKYACTIV] tækni Mazda

SKYACTIV tækni Mazda

Með SKYACTIV tækninni hefur Mazda náð frábærum árangri í að draga úr eyðslu og mengun án þess að fórna afli né viðbragði – enda er framúrskarandi akstursupplifun eitt aðalsmerki Mazda.

SKYACTIV er regnhlífarheiti yfir nýja kynslóð af tæknilegum lausnum frá Mazda. Lausnum sem snúa að vél, gírskiptingu, undirvagni og yfirbyggingu bílsins.

Með því að ögra hefðbundnum aðferðum við bílaframleiðslu tókst verkfræðingum Mazda að skapa byltingarkennda tækni. Þeir hugsuðu hlutina upp á nýtt og byrjuðu frá byrjun. Markmið þessarar þróunar var að minnka eyðslu og mengun, auka enn frekar öryggið og jafnframt gera akstursánægjuna enn meiri.

Þessum háleitu markmiðum var náð og úr varð SKYACTIV tæknin. Þökk sé henni eru Mazda bílar sérstaklega skilvirkir og öflugir.

+ Lesa meira

Hér er SKYACTIV tæknin útskýrð í skemmtilegu myndband.

 

- Loka grein
SKYACTIV  [vélar]

SKYACTIV vélar

SKYACTIV vélar hafa aukið tog, lægri koltvísýringslosun og framúrskarandi eldsneytisnotkun.

SKYACTIV bensínvélar hafa hæsta þjöppunarhlutfall (14:1) sem finnst í fjöldaframleiddri bensínvél í dag sem skilar 15% betri eldsneytisnýtingu og togkrafti miðað við sambærilega stærð af hefðbundnum bensínvélum. Togkrafturinn er sérstaklega aukinn á lægri snúningssviðum vélarinnar.

SKYACTIV dísilvélar hafa lægsta þjöppunarhlutfall ( 14:1) allra fjöldaframleiddra dísilvéla í dag. Lægra þjöppunarhlutfall í dísilvélinni skilar um 20% lægri eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun en hefðbundnar „common rail“ dísilvélar.

+ Lesa meira

SKYACTIV vélarnar setja ný viðmið. Skoðaðu myndbandið hér fyrir neðan og þú munt skilja hvernig á því stendur.

 

- Loka grein
 SKYACTIV [yfirbygging og undirvagn]

SKYACTIV yfirbygging og undirvagn

SKYACTIV yfirbygging Mazda er bæði létt og nautsterk. Hún skapar betri eldsneytisnýtingu (af því hún er létt) og framúrskarandi öryggi þökk sé meiri notkun á hástyrktarstáli (high-tensile) sem er sterkara og léttara en hefðbundið stál.

SKYACTIV undirvagninn veitir fullkomið jafnvægi nákvæmrar meðhöndlunar og akstursþæginda. Aksturseiginleikar Mazda gera það að verkum að ökumaður finnur fyrir trausti og öryggi.

Með léttri byggingu, fimri frammistöðu og bættum stöðugleika skilar SKYACTIV undirvagninn framúrskarandi meðhöndlun, heimsklassa öryggi og skilvirkri hönnun.

+ Lesa meira

Hér er myndband um SKYACTIV yfirbyggingu og undirvagn Mazda.

 

- Loka grein
 SKYACTIV [i-stop]

SKYACTIV i-stop

i-stop búnaðurinn slekkur sjálfkrafa á bílnum þegar bíllinn er stopp (til dæmis á umferðarljósum eða í hægri umferð) og endurræsir svo bílinn til að taka aftur af stað. i- stop búnaðurinn minnkar eyðslu, mengun og hljóð frá vél þegar bíll er í lausagangi. Hægt er að afvirkja i-stop búnaðinn með því að ýta á takka í mælaborði.

i-stop búnaðurinn er frábrugðinn samskonar búnaði að því leyti að hann er ekki með hefðbundinn rafal. Þess í stað er vélin endurræst með hjálp brunaorku og DISI innspýtingarkerfi Mazda. Með þessu móti endurræsist vélin nánast samstundis, eða á einungis 0,35 sekúndum og eldsneytisnýtingin verður betri.

+ Lesa meira

Hér er myndband um SKYACTIV i-stop:

 

- Loka grein
 [MZD] margmiðlunarkerfi Mazda

MZD margmiðlunarkerfi Mazda

Reynslan af því að aka Mazda er svipuð og tengslin milli hests og knapa. Því betri sem tengingin er á milli þeirra, því meira er hægt að njóta ferðarinnar. Þessi tenging næst með því gera ökumanni kleift að framkvæma skipanir með sem minnstu fyrirhöfn, þannig hægt sé að gera breytingar á til dæmis margmiðlunarkerfinu og njóta akstursins um leið. Þannig er hægt að njóta alls þess besta í nútímatækni og vera örugg/ur á veginum á sama tíma.

+ Lesa meira

 

 

 

- Loka grein
 [i-ACTIVSENSE] öryggisbúnaður

i-ACTIVSENSE öryggisbúnaður

i-ACTIVSENSE er regnhlífarheiti yfir háþróaðan öryggisbúnað Mazda sem notast við nema og myndavélar. Um er að ræða annars vegar búnað sem stuðlar að öruggari akstri með því að hjálpa ökumanni að nema mögulegar hættur og hins vegar búnað sem aðstoðar við að koma í veg fyrir árekstur eða dregur úr alvarleika slysa í tilvikum þar sem árekstur er óhjákvæmilegur.

Mismunandi er eftir bílum og útfærslum hvort i-ACTIVSENSE sé hluti af staðalbúnaði bílsins eða hvort i-ACTIVSENSE sé fáanlegur sem aukabúnaður. Hægt er að sjá það í samanburðinum hér fyrir ofan eða með því að hafa samband við ráðgjafa.

 [Veglínuskynjari]  \- Lane Keep Assist

Veglínuskynjari
- Lane Keep Assist

Veglínuskynjarinn lætur ökumann vita ef bíllinn fer yfir á rangan vegarhelming eða ef hann fer til hægri (semsagt út í kant). Kerfið virkar á hraða yfir 60 km/klst.

Veglínuskynjarinn er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Veglínuskynjari - myndband:

 

 

- Loka grein