Verð frá | 5.690.000 kr. |
---|---|
Eyðsla frá | 6,5 l/100 |
CO₂ losun frá | 164 g/km |
Mazda CX-5 er fjórhjóladrifinn, fallegur jafnt að innan sem utan, rúmgóður með nóg plássi fyrir alla fjölskylduna og fullt af farangri. Mazda CX-5 er með 2.000-2.100 kg dráttargetu og dregur auðveldlega ferðavagninn. Nýr Mazda CX-5 kemur í mörgum útfærslum og þar af þremur nýjum: Newground, Cosmo með Luxury Pack og Homura. Fjórhjóladrifinn Mazda CX-5 kostar frá 6.290.000 kr.
Mazda CX-5 er ríkulega búinn og má þar nefna GPS vegaleiðsögn, 360°myndavélakerfi, blindapunktsaðvörun, upphitað stýri, veglínustýringu með hjálparátaki, lyklalaust aðgengi, rafdrifinn afturhlera og þráðlaus hleðsla fyrir síma. Mazda kynnir þrjár nýjar útfærslur: Newground, Cosmo með Luxury Pack og Homura. Newground er m.a. með fallegu rússkins- og leðurlíki áklæðum, rafdrifnu bílstjórasæti og snúanlegri mottu í skotti. Grillið að framan er með gulgrænni innsetningu og saumar í sætum eru í sama lit. Homura er sportlegur í útliti með svarti innréttingu og loftklæðningu, svörtum hjólbogum, útispeglum og listar á framgrilli og afturstuðara er svartir. Auk þess er bílstjórasætið rafdrifið á 6 vegu. Cosmo með Luxury Pack er með frábærum sætapakka sem inniheldur: Nappa brúnt leðuráklæði, rafdrifið bílstjóra- og farþegasæti sem eru að auki mæli kælingu, hita í aftursætum ( ekki í miðju). Að utan er nýtt grill sem er svart háglans og hjólabogarnir eru samlitir bílnum.
KODO hönnun bílsins hefur verið betrumbætt og áhersla lögð á kraft og fágun. Nýr Mazda CX-5 er með stórglæsilegum nýjum framenda þar sem nýtt grill með LED aðalljósum með háuljósaaðstoð og LED þokuljós leika aðalhutverk. Afturstuðarinn er einnig nýr með nýjum ljósum og nýtt útlit er á 19" álfelgum. Komdu og skoðaðu!
Góð veghæð og há sætisstaða einkenna Mazda CX-5. Þétt og vel einangrað innra rými hefur verið bætt enn frekar og veghljóð í Mazda CX-5 er með minnsta móti. Það ásamt fallegum litatónum og hágæða japönsku handverki með gæðaefnisvali stuðlar að einstökum þægindum við akstur.
Aksturseiginleikar án málamiðlana einkenna Mazda CX-5. Í nýjum Mazda CX-5 er hin nýja Mazda Intelligent Drive Select tækni og snjallvætt fjórhjóladrif i-ACTIV AWD. Með þessu verður hvaða akstursáskorun eins og skemmtilegt ævintýri.
Mazda CX-5 AWD er í boði með SkyActiv bensín- eða dísilvélum. SkyActiv D 184 hö dísilvélin skilar miklu togi eða 445Nm og dráttargetan er allt að 2.100 kg. Bensínvélin er sparneytinn með 2.000 kg dráttargetu. Mazda CX-5 hentar einstaklega vel til að draga hjólhýsi eða ferðavaginn. Komdu og prófaðu öflugan Mazda CX-5.
Að upplifa sig öruggan er hluti af akstursánægju. Með háþróaðri i-Activsense árekstrarvarnartækni Mazda CX-5 eykst öryggi margfalt. Háþróaðir skynjarar, laser- og radartækni aðstoða ökumanninn við að hindra alvarlega árekstra og slys meðal annars með aðstoð blindpunkts- og veglínuskynjunar.
Nýir Mazda bílar eru með 5 ára ábyrgð. Kaupandi hefur rétt samkvæmt íslenskum lögum til að bera fram kvörtun um galla í allt að tvö ár frá afhendingu bifreiðarinnar. Að auki býður Brimborg kaupanda 3 ára framlengda verksmiðjuábyrgð eða samtals 5 ár gegn sérstökum skilmálum. Forsendur framlengdrar verksmiðjuábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit samkvæmt staðli framleiðenda frá nýskráningardegi bifreiðar og ber kaupandi kostnað af þjónustunni. Upplýsingar um þjónustueftirlit er að finna í eigenda- og þjónustuhandbók bílsins.
Í Vefsýningarsal Brimborgar finnur þú Mazda CX-5 bíla á lager og í pöntun, finnur draumabílinn, sendir fyrirspurn og færð svar um hæl. Einn af mörgum kostum forpöntunar er að þú getur sett þinn draumabíl saman með aðstoð söluráðgjafa Mazda.
Skoða Mazda CX-5 í Vefsýningarsal
Komdu, reynsluaktu & upplifðu Mazda CX-5!