Mazda CX-30
- Ein hæsta öryggiseinkunn sem bíll hefur fengið

Mazda CX-30

Verð frá 4.490.000 kr.
Eyðsla frá 6,0 l/100
CO₂ losun frá 134 g/km

Komdu og upplifðu einstaka tilfinningu í Mazda CX-30. Hér fyrir neðan getur þú lesið allt um Mazda CX-30, skoðað myndir og sent fyrirspurn á söluráðgjafa Mazda. Smelltu á verðlistann til að sjá ítarlega upptalningu á ríkulegum staðalbúnaði, tæknilýsingu og verði. 

Mazda CX-30 auðgar lífstíl þinn.  Stærðin er fullkomin og aksturseiginleikarnir framúrskarandi þar sem áherslan er á hegðun og hreyfingu mannsins. Hágæða innréttingar ásamt einstökum þægindum fyrir alla farþega. Hönnun Mazda CX-30 er einstök og dásömuð af sérfræðingum um allan heim. Mazda CX-30 er sannkallaður lúxus að utan sem innan. Lestu meira.

Mazda CX-30 hlaut eina hæstu einkunn sem gefin hefur verið, í öryggisprófun Euro NCAP

Mazda CX-30 setti nýtt met í öryggisprófun Euro NCAP, fékk 99 stig. „Það eru fáir öruggari staðir til að vera á en í Mazda CX-30“ segir í niðurstöðu prófdómara. Mazda CX-30 er ótrúlega vel búinn fjölda virkra öryggiskerfa til að koma í veg fyrir árekstur hvort sem það eru bílar í umferðinni eða gangandi eða hjólandi vegfarendur. Framúrskarandi öryggistækni Mazda, i-ACTIVSENCE verndar þig og þína. Kerfið er útbúið átta skynjurum sem aðstoða ökumann við að greina aðkallandi hættur í umhverfinu og láta ökumann vita um leið. Daglegur akstur í Mazda CX-30 verður enn auðveldari með framrúðuskjánum og bakkmyndavélinni. Einnig má nefna Smart City Brake stuðning sem er stöðugt að fylgjast með hraða bílsins og fjarlægð í næstu hindrun og bregst við óvæntum hindrunum

Mazda CX-30 hlýtur Red Dot hönnunarverðlaunin 2020

Hin virtu Red Dot hönnunarverðlaun eru veitt þeim sem að mati dómnefndar skara framúr í nýsköpun, hönnun og virkni. Það er svo sannarlega heiður fyrir nýja kynslóð Mazda að fá þessi verðlaun fyrir Mazda CX-30 sem er hannaður í anda Kodo:Soul of Motion. Mazda stóð uppi sem tvöfaldur sigurvegari á  Red Dot hönnunarverðlaununum. Mazda hlaut verðlaun fyrir bæði Mazda CX-30 og Mazda MX-30 rafbílinn.

Afburða aksturseiginleikar

Mazda CX-30 er bíll í jeppalínu Mazda og kemur sem viðbót við CX-3 og CX-5 sem hafa slegið í gegn á Íslandi.  Mazda CX-30 er búinn nýjustu tækni þar sem áherslan er á fádæma góða aksturseiginleika, sparneytni og áreiðanleika. Ítarlegar rannsóknir Mazda á hegðun og hreyfingu mannsins við akstur skilar sér í frábærri akstursupplifun. SkyActiv aksturstæknin heldur Mazda CX-30 sem límdum við götuna og bregst einstaklega vel við þínu aksturslagi eins og Mazda er einum lagið þar sem einstakt fjöðrunarkerfið og akstursstjórnunartæknin G-Vectoring Control Plus leika lykilhlutverk.

Hönnun Mazda CX-30 er innblásin af mannlegri hegðun og hreyfingu til að gera aksturinn eins áreynslulausan og mögulegt er. Innra rýmið hefur verið hannað með einstökum gæðaefnum og með notandann í fyrirrúmi. Þú finnur strax í fyrsta akstri hvernig dregið hefur verið úr óþarfa hávaða og titringi til að skapa afburða akstursupplifun. Komdu og prófaðu.

Mazda CX-30_öryggi

Ríkulegur búnaður

Ytri hönnun Mazda CX-30 er einstaklega fáguð þar sem flæðandi línur og efnisnotkun gæðaefna gefa bílnum einstaka lúxusásýnd. Þegar inn er komið upplifir þú magnaða hönnun innréttingar með samspili gæðaefna með einstakri áferð sem gælir við skynfærin. Mazda CX-30 býður upp á einstaklega hljóðlátt innra rými þar sem veghljóð hefur verið lágmarkað. Mazda CX-30 er ríkulega búin og má þar nefna bakkmyndavél, GPS vegaleiðsögn með Íslandskorti, fjarlægðarstillanlegur hraðastillir, blindpunktsaðvörun, lyklalaust aðgengi, 8,8“ skjá, stafrænt mælaborð, framrúðuskjár (head up display) og rafdrifinn afturhlera.  Komdu og skoðaðu.

Mazda Cx-30_par

Einstakur hljóðheimur

Hljóðkerfið í Mazda CX-30 er einstakt. Hvort sem þú velur Sense, Sky eða Cosmo útfærslu þá er hljóðheimurinn einstakur.  Í Cosmo útgáfu Mazda CX-30 er hljóðkerfi sem hefur verið hannað í samvinnu við Bose® til að búa til þinn fullkomna hljóðheim. Tólf Bose® hátalarar umlykja allt farþegarýmið og skila  einstökum hljóðheim – bæði  á lágum og háum hljóðstyrk. Hlustaðu.

M CX30 Bose

Mazda Connect samskiptatæknin

Nýtt stafrænt mælaborð auðveldar aksturinn ásamt 8,8” skjánum sem er vel staðsettur til að trufla ekki sjónlínu ökumanns við aksturinn. Ný samskiptatækni Mazda-Connect er hraðvirk og hjálpar þér að fylgjast með umferðinni. Bose hljómtækin skila einstökum hljómi með tólf hátölurum sem eru staðsettir á úthugsuðum stöðum í farþegarýminu.  Apple CarPlay, Android Auto og GPS vegaleiðsögn eru staðalbúnaður í nýjum Mazda CX-30. Vertu í sambandi.

Mazda cx-30 samskipti

Skapaður utan um þig

Markmið verkfræðinga Mazda er að gera mann og bíl að einu við aksturinn en á japönsku útleggst það sem Jinba Ittai, forn japönsk hugmyndafræði, eða „maður og hestur verða eitt“. Fegurðin liggur í einfaldleikanum.Hugmyndafræðin baki hönnun einstöku innra rými á nýju kynslóð Mazda er það er Japanir kalla „Yohaku“. Þægilegt rými fyrir ökumann og farþega, sem hafa meira frelsi til að hreyfa sig og njóta samverunnar og framúrskarandi útsýni yfir umheiminn. Nýjasta SkyActiv bíltækni Mazda CX-30 leysir þetta á magnaðan hátt sem þú upplifir strax í fyrsta akstri. G-Vectoring Control Plus akstursstjórnunartæknin er önnur kynslóð þessa afar fullkomna kerfis. Kerfið skynjar fyrirætlanir ökumannsins eins og hesturinn skynjar knapann sem leiðir til einstakrar upplifunar ökumanns og farþega. Mazda CX-30 býður upp á einstaklega hljóðlátt innra rými þar sem veghljóð hefur verið lágmarkað. Dregið hefur verið úr óþarfa hávaða og titringi til að skapa afburða akstursupplifun. Þú verður að prófa.

Mazda cx30 ökumannsrymi

Fram- eða fjórhjóladrif

i-Activ fjórhjóladrif Mazda er búið fjölda skynjara sem hjálpa þér að halda fullkomni stjórn og drifgetu. Hvort sem þú ert á þjóðveginum í myrkri og regni eða akandi upp snjóugan fjallveg er i-Activ fjórhjóladrif Mazda hannað til að veita öryggi og þægindi.  Verkfræðingar Mazda hafa endurhannað vélbúnað og hugbúnað kerfisins fullkomlega. Kerfið beitir fyrirbyggjandi nálgun til að stjórna akstri á öllum fjórum hjólum.

i-Activ fjórhjóladrifið er fáanlegt með nýju M Hybrid X vélinni. Tæknin sameinar framúrskarandi akstursgetu með framúrskarandi eldsneytiseyðslu.

Mazda CX-30 er einnig fáanlegur framdrifinn. 

Mazda CX-30 ytra

M-Hybrid tækni Mazda

M-Hybrid tækni Mazda skilar framúrskarandi afköstum og eldsneytisnýtingu án málamiðlana.  M-Hybrid kerfið er alsjálfvirkt en það nýtir hreyfiorkuna sem verður til við hemlun og nýtist þegar á meira rafmagni þarf á að halda eins og  t.d við að ná aukni afli við upptak.  Með því að nýta þessa orku þarf vélin ekki að framleiða eins mikið rafmagn og því sparast eldsneyti. SkyActiv - G bensínvélin skilar lágum eyðslutölum fyrir bíl í þessum stærðarflokki þökk sé SkyActiv spartækni Mazda.  SkyActiv vél Mazda CX-30  getur einnig slökkt á einum eða fleiri strokki í vélinni til að spara eldsneyti, hún er hönnuð til að skila þér krafti, framúrskarandi afköstum og stjórnun. SkyActiv - G 2,0 lítra bensínvélin er með hátt þjöppunarhlutfall eða 13:1  sem leiðir til minni losunar mengandi efna og betri eldsneytisnýtingu.

Mazda cx30 skyactiv

Byltingarkennd SKYACTIV-X vél

Mazda CX-30 verður einnig í boði með nýjasta tækniundri Mazda,  M-Hybrid X eða SkyActiv-X sem er byltingarkennd vél, sú fyrsta sinnar tegundar í fjöldaframleiddum bíl. Hún styðst við brunaferli – þjöppukveikingu (compression ignition) sem bílaiðnaðurinn er búinn að reyna að ná tökum á undanfarna tvo áratugi en eftir ítarlega rannsókna og þróunarvinnu hefur Mazda leyst gátuna. M-Hybrid X vélin er aflmikil en jafnframt sérlega eyðslugrönn og með litla koltvísýringslosun.

Minnkaðu eyðslu og mengun með nýjum Mazda

Mazda CX-30 samhljómur

Fullkominn samhljómur

Okkar markmið er að þú upplifir áreynslulausan akstur og einstaka akstursupplifun. Hvernig þér líður við akstur á Mazda CX-30 er okkar mælieining. Í okkar huga snýst akstur ekki bara um áfangastað, heldur líka að fá hjartað til að slá hraðar og að þú upplifir að elska að keyra.

Mazda 5 ára ábyrgð

Við hönnun Mazda CX-30 var ekkert slakað á gæðakröfum japanska bílaframleiðandans sem endurspeglast í 5 ára víðtækri ábyrgð. Framlengd verksmiðjuábyrgð gildir aðeins um bíla sem eru keyptir hjá Brimborg og er lengri ábyrgð háð því að bíllinn komi í þjónustu skv. skilmálum Mazda Motor Corporation og Brimborgar. Smelltu til að lesa meira um ábyrgð Brimborgar á Mazda bílum.

Skoðaðu úrvalið af Mazda CX-30 í Vefsýningarsal

Í Vefsýningarsal Brimborgar finnur þú Mazda CX-30 bíla á lager og í pöntun, finnur draumabílinn, sendir fyrirspurn og færð svar um hæl. Einn af mörgum kostum forpöntunar er að þú getur sett þinn draumabíl saman með aðstoð söluráðgjafa Mazda.

Einfaldaðu bílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum og hagstæða fjármögnun

Brimborg býður Mazda CX-30 frá aðeins frá 4.490.000 kr. Brimborg býður bílaskipti úr eldri bíl upp í nýjan Mazda CX-30 sem gildir sem útborgun og er mánaðargreiðslan aðeins 40.701  kr. á mánuði. Dæmi um mánaðargreiðslu miðast við uppítökubíl eða innborgun að upphæð 1.700.000 kr., 7 ára lán, vexti á útgáfudegi verðlista. Við tökum allar gerðir eldri bíla uppí.

Helstu mál og stærðir

Helstu mál og stærðir
Lengd: 4.395 m
Breidd: 1.795 m
Hæð: 1.545 m
Stærð á skotti 430lítrar
Veghæð: 17.5 sentimetrar
Eigin þyngd: 1.471 kg
Dráttageta: 1300 kg

Pantaðu núna | Tryggðu þér nýjan Mazda CX-30!

Viltu vita meira um Mazda CX-30? Smellu á hnappinn hér fyrir neðan, fylltu út formið og sendu á söluráðgjafa okkar sem svarar þér um hæl.

Elskaðu að keyra

Mazda bílar eru hannaðir af ástríðu, hvert einasta smáatriði vel ígrundað og úthugsað. Hönnuðir Mazda leggja hjarta sitt og sál í að hanna bíla sem uppfylla ströngustu kröfur þínar um þægindi, akstursupplifun, gæði og öryggi. Elskaðu að keyra Mazda.

 

Mazda cx-30_nyr

Mazda cx30 aftan

Úthugsuð og einstök litapalletta Mazda

Mazda CX-30 Poly Metal GrayMazda CX-30 Machine GrayMazda CX-30 Jet BlackMazda CX-30 Deep Crystal BlueMazda CX-30 Sonic SilverMazda CX-30 Snowflake White PearlMazda CX-30 Soul Red Crystal Mazda CX-30 Arcitc WhiteMazda CX-30 Titanium Flash

Viltu vita meira um CX-30?   Söluráðgjafi okkar svara þér um hæl.  Við viljum heyra í þér.

 

 

 

Kynntu þér Mazda betur

[KODO] - Soul of Motion hönnun

KODO - Soul of Motion hönnun

Vöðvastæltur líkami með sterkan burðarás. Glæsilegt útlit sem gefur vísbendingu um ákveðinn karakter. Ásýnd full af sjarma og fágun –  sem heillar þig upp úr skónum á sekúndubroti. Svona má lýsa hönnun Mazda sem kallast KODO – Soul of Motion. Innblástur hennar kemur frá hreyfingu náttúrunnar og túlkar kraftinn og spennuna sem ökumaður upplifið við stýrið á Mazda bílum.

Mazda bílar eru þekktir fyrir framúrskarandi akstursgleði jafnt sem stórglæsilegt útlit sem byggt er á SHINARI og TAKERI hugmyndabílunum sem voru þeir fyrstu sem voru hannaðir eftir KODO – Soul of Motion hönnuninni. 

+ Lesa meira

Hér fyrir neðan má sjá myndir af SHINARI og TAKERI hugmyndabílunum.

 

- Loka grein
[SKYACTIV] tækni Mazda

SKYACTIV tækni Mazda

Með SKYACTIV tækninni hefur Mazda náð frábærum árangri í að draga úr eyðslu og mengun án þess að fórna afli né viðbragði – enda er framúrskarandi akstursupplifun eitt aðalsmerki Mazda.

SKYACTIV er regnhlífarheiti yfir nýja kynslóð af tæknilegum lausnum frá Mazda. Lausnum sem snúa að vél, gírskiptingu, undirvagni og yfirbyggingu bílsins.

Með því að ögra hefðbundnum aðferðum við bílaframleiðslu tókst verkfræðingum Mazda að skapa byltingarkennda tækni. Þeir hugsuðu hlutina upp á nýtt og byrjuðu frá byrjun. Markmið þessarar þróunar var að minnka eyðslu og mengun, auka enn frekar öryggið og jafnframt gera akstursánægjuna enn meiri.

Þessum háleitu markmiðum var náð og úr varð SKYACTIV tæknin. Þökk sé henni eru Mazda bílar sérstaklega skilvirkir og öflugir.

+ Lesa meira

Hér er SKYACTIV tæknin útskýrð í skemmtilegu myndband.

 

- Loka grein
SKYACTIV X  [vélar]

SKYACTIV X vélar

Nýjasta tækniundur Mazda,  M Hybrid X eða SKYACTIV-X sem er byltingarkennd vél, sú fyrsta sinnar tegundar í fjöldaframleiddum bíl. Hún styðst við brunaferli – þjöppukveikingu (compression ignition) sem bílaiðnaðurinn er búinn að reyna að ná tökum á undanfarna tvo áratugi en eftir ítarlega rannsókna og þróunarvinnu hefur Mazda leyst gátuna. M Hybrid X vélin er aflmikil en jafnframt en jafnframt sérlega eyðslugrönn og með litla koltvísýringslosun.

 

+ Lesa meira

M Hybrid tækni Mazda skilar framúrskarandi afköstum og eldsneytisnýtingu án málamiðlana.  M-Hybrid kerfið er alsjálfvirkt en það nýtir hreyfiorkuna sem verður til við hemlun og nýtist þegar á meira rafmagni þarf á að halda eins og  t.d við að ná aukni afli við upptak.  Með því að nýta þessa orku þarf vélin ekki að framleiða eins mikið rafmagn og því sparast eldsneyti. SKYACTIV-G bensínvélin skilar lágum eyðslutölum fyrir bíl í þessum stærðarflokki þökk sé SKYACTIV spartækni Mazda.  SKYACTIV vél Mazda getur einnig slökkt á einum eða fleiri strokki í vélinni til að spara eldsneyti, hún er hönnuð til að skila þér krafti, framúrskarandi afköstum og stjórnun. SKYACTIV-G 2,0 lítra bensínvélin er með hátt þjöppunarhlutfall eða 13:1  sem leiðir til minni losunar mengandi efna og betri eldsneytisnýtingu.

SKYACTIV vélar hafa aukið tog, lægri koltvísýringslosun og framúrskarandi eldsneytisnotkun.

Minnkaðu eyðslu og mengun með nýjum Mazda

 

- Loka grein
 SKYACTIV [yfirbygging og undirvagn]

SKYACTIV yfirbygging og undirvagn

SKYACTIV yfirbygging Mazda er bæði létt og nautsterk. Hún skapar betri eldsneytisnýtingu (af því hún er létt) og framúrskarandi öryggi þökk sé meiri notkun á hástyrktarstáli (high-tensile) sem er sterkara og léttara en hefðbundið stál.

SKYACTIV undirvagninn veitir fullkomið jafnvægi nákvæmrar meðhöndlunar og akstursþæginda. Aksturseiginleikar Mazda gera það að verkum að ökumaður finnur fyrir trausti og öryggi.

Með léttri byggingu, fimri frammistöðu og bættum stöðugleika skilar SKYACTIV undirvagninn framúrskarandi meðhöndlun, heimsklassa öryggi og skilvirkri hönnun.

+ Lesa meira

Hér er myndband um SKYACTIV yfirbyggingu og undirvagn Mazda.

 

- Loka grein
 SKYACTIV [i-stop]

SKYACTIV i-stop

i-stop búnaðurinn slekkur sjálfkrafa á bílnum þegar bíllinn er stopp (til dæmis á umferðarljósum eða í hægri umferð) og endurræsir svo bílinn til að taka aftur af stað. i- stop búnaðurinn minnkar eyðslu, mengun og hljóð frá vél þegar bíll er í lausagangi. Hægt er að afvirkja i-stop búnaðinn með því að ýta á takka í mælaborði.

i-stop búnaðurinn er frábrugðinn samskonar búnaði að því leyti að hann er ekki með hefðbundinn rafal. Þess í stað er vélin endurræst með hjálp brunaorku og DISI innspýtingarkerfi Mazda. Með þessu móti endurræsist vélin nánast samstundis, eða á einungis 0,35 sekúndum og eldsneytisnýtingin verður betri.

+ Lesa meira

 

 

 

- Loka grein
 [Mazda Connect] samskiptatækni Mazda

Mazda Connect samskiptatækni Mazda

Reynslan af því að aka Mazda er svipuð og tengslin milli hests og knapa. Því betri sem tengingin er á milli þeirra, því meira er hægt að njóta ferðarinnar. Þessi tenging næst með því gera ökumanni kleift að framkvæma skipanir með sem minnstu fyrirhöfn, þannig hægt sé að gera breytingar á til dæmis margmiðlunarkerfinu og njóta akstursins um leið. Þannig er hægt að njóta alls þess besta í nútímatækni og vera örugg/ur á veginum á sama tíma.Nýtt stafrænt mælaborð auðveldar aksturinn ásamt 8,8” skjánum sem er vel staðsettur til að trufla ekki sjónlínu ökumanns við aksturinn. Ný samskiptatækni Mazda-Connect er hraðvirk og hjálpar þér að fylgjast með umferðinni.  Apple CarPlay, Android Auto og GPS vegaleiðsögn eru staðalbúnaður í Mazda CX-30. 

+ Lesa meira

 

 

 

- Loka grein
 [i-ACTIVSENSE] öryggisbúnaður

i-ACTIVSENSE öryggisbúnaður

i-ACTIVSENSE er regnhlífarheiti yfir háþróaðan öryggisbúnað Mazda sem notast við nema og myndavélar. Um er að ræða annars vegar búnað sem stuðlar að öruggari akstri með því að hjálpa ökumanni að nema mögulegar hættur og hins vegar búnað sem aðstoðar við að koma í veg fyrir árekstur eða dregur úr alvarleika slysa í tilvikum þar sem árekstur er óhjákvæmilegur.

Mismunandi er eftir bílum og útfærslum hvort i-ACTIVSENSE sé hluti af staðalbúnaði bílsins eða hvort i-ACTIVSENSE sé fáanlegur sem aukabúnaður. Hægt er að sjá það í samanburðinum hér fyrir ofan eða með því að hafa samband við ráðgjafa.

 [Snjallhemlunarkerfi] \- Smart City Break Support

Snjallhemlunarkerfi
- Smart City Break Support

Snjallhemlunarkerfi Mazda aðstoðar ökumann við að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum áreksturs í  hægri umferð.

Nemar eru notaðir til að fylgjast með umferðinni fyrir framan bílinn. Ef kerfið skynjar hættu á árekstri er ökumaður varaður við og ef ökumaður bregst ekki við grípur kerfið inn í ef þörf krefur. Kerfið virkar á hraða frá 4-30 km/klst.

Snjallhemlunarkerfið er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Myndband um Snjallhemlunarkerfi Mazda:

 

- Loka grein
 [Aðlögunarhæfur hraðastillir] \- Radar Cruise Control

Aðlögunarhæfur hraðastillir
- Radar Cruise Control

Aðlögunarhæfur hraðastillir viðheldur öruggri fjarlægð við næsta bíl. Kerfið virkar á hraða yfir 30 km/klst. 

Aðlögunarhæfi hraðastillirinn er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Myndband sem útskýrir hvernig Aðlögunarhæfur hraðastilli virkar:

 

- Loka grein
 [Veglínuskynjari]  \- Lane Keep Assist

Veglínuskynjari
- Lane Keep Assist

Veglínuskynjarinn lætur ökumann vita ef bíllinn fer yfir á rangan vegarhelming eða ef hann fer til hægri (semsagt út í kant). Kerfið virkar á hraða yfir 60 km/klst.

Veglínuskynjarinn er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Veglínuskynjari - myndband:

 

 

- Loka grein
 [Sjálfvirk lækkun á aðalljósum] \- High Beam Control

Sjálfvirk lækkun á aðalljósum
- High Beam Control

Sjálfvirk lækkun á aðalljósum er mjög þægilegur búnaður þegar ekið er í myrkri. Kerfið nemur aðkomandi bíla og skiptir sjálfkrafa á milli háu og lágu ljósanna. Með því er enginn hætta á að háu ljósin blindi aðra ökumenn. Aksturinn verður mun afslappaðri og öruggari.

Sjálfvirk lækkun á aðalljósum er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Sjálfvirk lækkun á aðalljósum - myndband:

 

- Loka grein
 [Blindpunktsaðvörun]  \- Blind Spot Monitoring

Blindpunktsaðvörun
- Blind Spot Monitoring

Þrátt fyrir að hliðarspeglar séu rétt stilltir þá hefur ökumaður ekki fullkomna sýn yfir ökutæki sem eru  nálægt bílnum. Blindi punkturinn er heiti yfir það svæði til hliðar við bílinn (fyrir aftan) sem ökumaður á oft erfitt með að sjá.

Blindpunktsaðvörunin lætur ökumann vita ef bíll er í blinda punktinum (kerfið nemur 8 metra fyrir aftan bílinn) með litlum ljósmerkjum í hliðarspeglunum.

Ef ökumaður setur stefnuljós á og kerfið nemur bíl í blinda punktinum gefur kerfið frá sér aðvörunarhljóð og lítið ljósmerki blikkar í hliðarspeglunum. Ljósmerkið hættir svo að blikka þegar enginn bíll er lengur í blinda punktinum.

Blindpunktsaðvörunin er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Blindpunktsaðvörunarkerfi - myndband:

 

- Loka grein
 [Bílastæða-bakkaðstoð] \- Rear Cross Traffic Alert

Bílastæða-bakkaðstoð
- Rear Cross Traffic Alert

Bílastæða-bakkaðstoð fer í gang þegar bíllinn er settur í bakkgír.  Ef kerfið skynjar aðvífandi umferð (fyrir aftan bílinn) þvert á akstursstefnu er ökumaður varaður við með hljóði og blikkandi ljósi í hliðarspeglum.

Þessi búnaður er sérstaklega hjálplegur þegar bakkað er úr stæði og skyggni er takmarkað.

Bílastæða-bakkaðstoðin er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Myndband um Bílastæða-bakkaðstoðina:

 

- Loka grein
 [Ökumannsaðstoð]  \- Driver Attention Alert

Ökumannsaðstoð
- Driver Attention Alert

Ökumannsaðstoð fylgist með hegðun ökumanns og greinir breytingar á aksturslagi. Sé ökumaður orðinn það þreyttur að það hafi áhrif á akstur birtist viðvörun og ökumaður hvattur til að taka pásu frá akstri til að hvílast.

Ökumannsaðstoðin er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Ökumannsaðstoð - myndband: 

 

- Loka grein