Mazda MX-30
- Algjörlega 100% rafmagn

Mazda hefur endurhugsað rafbílinn með nýjum MX-30. Mazda MX-30 er 100% rafdrifinn,  framleiddur í sátt við náttúruna þar sem áherslan er að minnka umhverfisfótsporið. Allt plastefni í bílnum er endurunnið. Öll efni í innra rými bílsins er unnið úr nátturlegum gæðaefnum og korkur í miðjustokk bílsins gefur honum enn náttúrulegra útlit. 

Stærð rafhlöðunnar og drægni er hugsuð til að mæta daglegri notkun og um leið hafa umhverfið efst í huga.

Útlit Mazda MX-30 er nútímalegt og stílhreint, hann er búinn nýjustu tækni þar sem áherslan er  á áreiðanleika og  fádæma góða aksturseiginleika á 100% rafdrifinn hátt. Þyngdardreifingin er nálægt 50/50 sem gerir aksturinn einstakan og áreynslulausan.

Mazda MX-30 hlaut Red Dot hönnunarverðlaunin 2020

Mazda MX-30 er þegar byrjaður að sanka að sér verðlaunum. Hin virtu Red Dot hönnunarverðlaun eru veitt þeim, sem að mati dómnefndar, skara framúr í nýsköpun, hönnun og virkni. Það er svo sannarlega heiður fyrir nýja kynslóð Mazda að fá þessi verðlaun fyrir Mazda MX-30 sem er hannaður í anda Kodo: Soul of Motion með nýrri nálgun þar sem einfaldleikinn og fágun er höfð í fyrirrúmi. Mazda stóð uppi sem tvöfaldur sigurvegari á  Red Dot hönnunarverðlaununum. Mazda hlaut verðlaun fyrir bæði Mazda CX-30 og Mazda MX-30 rafbílinn.

MazdaMX30.rafbill

Drægni | Daglega þörfin

Drægni Mazda MX-30 er 200 km skv. WLTP mælingu og allt að 268 km í hreinum innanbæjarakstri sem uppfyllir daglegar þarfir flestra og lágmarkar umhverfisáhrif. Til að finna út hæfilega drægni við hönnun MX-30 var horft til meðalaksturs í Evrópu sem er um 48 km á dag og nægir því 200 km drægni fyrir flesta. Það er auðvelt að hafa Mazda MX-30 fullhlaðinn svo hann sé tilbúinn til að mæta þínum daglegu þörfum. Heimahleðslustöð gerir þér kleift að fullhlaða á 8 klst. ( miðað við 3,7kW, 16A). Þegar þú ert á ferðinni gerir hraðhleðslutengið (DC tengill) þér kleift að hlaða bílinn þinn hratt á opinberum hleðslustöðvum. Hleðslutími er breytilegur eftir því hvar þú hleður bílinn en miðað við algengar 50kW hraðhleðslustöðvar þá getur þú hlaðið í 80% hleðslu á aðeins 40 mínútum. Hraði, aksturslag, útihitastig og notkun miðstöðvar eru þættir sem hafa áhrif á drægni en með forhitun er auðveldlega hægt að lengja drægnina.

Mazda ábyrgð | Rafhlaða

Rafdrifinn Mazda MX-30 kemur með 5 ára ábyrgð og 8 ára (eða 160.000 km) rafhlöðuábyrgð skv. skilmálum. Mazda veitir þér öryggi með því að tryggja gæði og langlífi Mazda MX-30 rafbílsins þíns. Tökum ábyrgð saman.

Mazda MX-30.rafbill.Mazda.dítell

Rafmögnuð aksturupplifun | Algjörlega Mazda 

Nýjasta e-SkyActiv bíltækni Mazda MX-30 gerir aksturseiginleikana framúrskarandi sem þú upplifir strax í fyrsta akstri. Akstursstjórnunartæknin e-GVC Plus  tryggir enn nákvæmari og móttækilegri stjórnun með fullkominni þyngdardreifingu (næstum 50/50) og veitir nákvæma stjórn á togi rafvélarinnar við allar aðstæður og tryggir einstaklega skemmtilega akstursupplifun. Þessi tækni bætir enn á stöðugleika þegar ekið er í kröppum beygjum og í hálku. Með flipastýringu í stýri er hægt að stilla af vélarbremsu bílsins og endurheimta þannig raforku þegar dregið er úr hraða. Við þetta hleðst orka inná rafhlöðu bílsins.

Mazda MX-30.rafbill.Mazda.aksturupplifun.Mazda

Öryggi | Skapaður utan þig 

Mazda MX-30 er búinn einstakri, háþróaðri tækni til að auka öryggi þitt og þinna. Mazda MX-30 kemur með framúrskarandi árekstrarvörn og rafhlaðan er búin sérstökum hlífðarbúnaði sem ver farþega fyrir rafspennu ef slys verður.  Snjallhemlunarkerfi (Smart City Break Support), Veglínuskynjun með hjálparátaki (Lane keep assist),  Blindpunktsaðvörun (Blind spot monitoring), Nálægðarskynjarar að aftan með RCTA (Rear Cross Traffic Alert) - er allt hluti af staðalbúnaði. Til viðbótar við einstakan öryggisbúnað kemur Mazda MX-30 með framrúðuskjá (Head up display) í sjónlínu ökumanns sem eykur enn frekar á öryggi í akstri. Þú verður að prófa.

Mazda MX-30.rafbill.Mazda.öryggi,Brimborg

Hið innra | Hjarta bílsins
Innréttingin í 100% rafdrifnum Mazda MX-30 er hönnuð með áherslu á vernd náttúrunnar með nýstárlegri notkun gæðaefna. Hágæða innréttingarnar eru hannaðar í sátt við náttúruna og allt plastefni sem er í bílnum er endurunnið. Efnisnotkun í innra rými er unnið að miklu leyti úr náttúrulegum efnum og korkur í miðjustokk bílsins gefur honum einstakt útlit. Öll smáatriði eru vel ígrunduð og úthugsuð og gera innra rýmið bæði einstaklega snjallt og sjálfbært.

Mazda MX-30.rafbill.Mazda.innra.rymi.náttúra

Mazda Connect samskiptatæknin

Nýtt stafrænt mælaborð auðveldar aksturinn ásamt 8,8” skjánum sem er vel staðsettur til að trufla ekki sjónlínu ökumanns við aksturinn. Ný samskiptatækni Mazda-Connect er hraðvirk og hjálpar þér að fylgjast með umferðinni. Bose hljómtækin skila einstökum hljómi með tólf hátölurum sem eru staðsettir á úthugsuðum stöðum í farþegarýminu.  Apple CarPlay  og GPS vegaleiðsögn eru staðalbúnaður í nýjum Mazda MX-30. Vertu í sambandi.

Mazda MX-30.rafbill.Mazda.hleðsla

Hleðsla| Rafhlaða

Innbyggður rafgeymir bílsins er 35,5 kW að stærð og styður hefðbundið hleðslutengi að gerð 2 ( type 2) ásamt CCS fyrir hraðhleðslu.

Í  MyMazda appinu getur þú á einfaldan hátt haft yfirsýn yfir Mazda rafbílinn þinn. Þú sérð upplýsingar um kílómetrastöðu, eyðslutölur, upplýsingar um ferðir og getur stillt forhitun. 

Mazda MX-30.rafbill.Mazda.fyrsta.utgafa

Styrkur | Einstök fegurð

NUANSKA KODO HÖNNUN. Einstök hönnun Mazda MX-30 sker sig úr og er engri lík: einstök hurðaropnun "freestyle"sem gefur farþegum bílsins stóra opnun án miðjustólpa sem auðveldar allan umgang um bílinn - fáguð túlkun á Kodo hönnuninni án óþarfa smáatriða.

Mazda MX-30.rafbill.Mazda.skott

Minnkaðu fótsporið með Mazda

Ávinningurinn af því að skipta úr hefðbundnum bíl í  MX-30, 100% rafmagnsbíl er margþættur. Sparnaður, engin Co2 losun og einföld hleðsla. Að auki er MX-30 framleiddur með náttúrulegum og endurunnum efnum þar sem sérstakur gaumur er gerður að umhverfislegu fótspori allan lífferil bílsins.

100% rafknúinn akstur er einstök akstursupplifun. Aksturinn er hljóðlátur og mjúkur án titrings og hröðunin snögg. Þegar saman fara þessir kostir við sparnað og náttúruvernd er valið auðvelt. 

Fylgstu með í MyMazda® appinu. Þar getur þú skoðað upplýsingar um hleðslustöðu rafhlöðunnar, virkjað, stöðvað eða tímasett hleðslu, séð tölfræði um rafnotkun í síðustu ferðum, stillt forhitara bílsins og bíllinn verður heitur þegar þú leggur af stað.

Mazda 5 ára ábyrgð | 8 ára rafhlöðuábyrgð

Nýir Mazda bílar eru með 5 ára ábyrgð og 8 ára rafhlöðuábyrgð (eða að 160.000 km). Kaupandi hefur rétt samkvæmt íslenskum lögum til að bera fram kvörtun um galla í allt að tvö ár frá afhendingu bifreiðarinnar. Að auki býður Brimborg kaupanda 3. ára framlengda verksmiðjuábyrgð eða samtals 5 ár gegn sérstökum skilmálum. Forsendur framlengdrar verksmiðjuábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit samkvæmt staðli framleiðenda frá nýskráningardegi bifreiðar og ber kaupandi kostnað af þjónustunni. Upplýsingar um þjónustueftirlit er að finna í eigenda- og þjónustuhandbók bílsins.

Úthugsuð og einstök litapalletta Mazda

Mazda litir

Þriggja tóna útgáfa fyrir First edition og Cosmo

Mazda litir þriggja tóna

Pantaðu núna | Tryggðu þér nýjan Mazda MX-30

Mazda MX-30 er hannaður til að mæta þínum kröfum og umhverfisins.  Forsalan er hafin og verða fyrstu bílar afhentir haustið 2020.  Með því að forpanta getur þú valið búnað og lit að þínum óskum. Allar útgáfur MX-30 eru ríkulega búnar, hvort sem þú velur SKY, COSMO eða sérútgáfuna  "First Edition" sem verður einungis í boði í takmarkaðan tíma.

Viltu vita meira um Mazda MX-30?   Söluráðgjafi okkar svara þér um hæl.  Við viljum heyra í þér.

Hafðu samband.Mazda

Berðu saman verð og búnað

Hér getur þú borið saman útfærslur, drif, vélar og skiptingar sem eru í boði.

Niðurstöður samanburðar birtast hér fyrir neðan.

mazdamx30_216
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
mazdamx30_216
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
mazdamx30_216
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð