Glænýr Mazda CX-80 verður frumsýndur á heimsvísu 18. apríl 2024

Fimmtudaginn 18. apríl 2024 mun Mazda afhjúpa glænýjan jeppa, sem ber heitið CX-80, með plássi fyrir allt að sjö manns. Hann verður með stærsta innanrými allra Mazda bíla á Evrópumarkaði og kynntur sem nýtt flaggskip vörumerkisins.

Mazda CX-80 er önnur gerðin, á eftir CX-60, sem byggir á stórri grind Mazda, hann er nú með umtalsvert lengra hjólhaf upp á rúma þrjá metra en bíllinn er samtals tæpir fimm metrar á lengd. Allt þetta rými veitir nægt pláss fyrir þriðju sætaröðina sem hægt er að fella niður í gólfið til þess að  hámarka pláss fyrir farangur. Í miðsætaröðinni verður hægt að velja um sæti með plássi fyrir þrjá farþega eða tvö sérstaklega þægileg farþegasæti.

Mazda CX-80 er í fáum orðum lýst sem rúmgóðum, þægilegum, sveigjanlegum og ánægjulegum í akstri. Bíllinn sameinar framsækna japanska hönnun sem nýtir háþróaða verkfræðitækni og búnað.

Gert er ráð fyrir að Mazda CX-80 komi til Íslands síðla árs 2024.

Skráðu þig á póstlistann