Mazda veitir framúrskarandi varahluta- og verkstæðisþjónustu. Við bjóðum upp á margvíslegar rafrænar lausnir við pantanir á varahlutum og þjónustu og fylgjum sóttvarnareglum í hvívetna. Háum kröfum um hreinlæti er fylgt í einu og öllu við afgreiðslu varahluta og við verkstæðisþjónustu.
Verkstæði Mazda er að Bíldshöfða 8.
Mazda verkstæði Brimborgar státar af fjölda faglærðra bifvélavirkja sem hafa áratuga reynslu af viðgerðum á Mazda bílum. Bifvélavirkjar Mazda verkstæðis Brimborgar fá reglulega þjálfun í nýjustu tækni sem tryggir að Mazda bíllinn þinn er ávallt í topp standi.
Góð þjálfun og áralöng reynsla af viðgerðum á Mazda skilar sér í lægri viðgerðakostnaði því viðgerðin gengur hraðar fyrir sig. Viðgerðir á Mazda verkstæði Brimborgar eru með tveggja ára lögbundinni ábyrgð.
Þú getur pantað tíma á verkstæði Mazda hér á vefnum. Þegar þú hefur bókað tíma þá færð þú mjög fljótlega staðfestingu í sms með nánari leiðbeiningum. Síðan munum við minna þig á tímann fjórum dögum áður en þú átt að mæta og aftur minnum við á daginn áður. Þú finnur lausan tíma, bókar tíma eða afbókar hjá verkstæði Mazda hér:
Nú er virðisaukaskattur endurgreiddur af vinnulið vegna bílaviðgerða. Fjárhæð vinnuliðar þarf að ná lágmarki kr. 25.000 án virðisaukaskatts til að öðlast endurgreiðslurétt. Endurgreiðslan gildir fyrir fólksbifreiðar og jeppa sem eru í eigu einstaklinga (ekki fyrirtækja) og kaupandi þjónustunnar er skráður eigandi bílsins. Ekki er endurgreitt vegna varahluta eða annarra íhluta. Heimildin gildir frá 1 mars og út árið 2021. Þeir viðskiptavinir sem komu með bíl í þjónustu eftir 1. mars og vantar afrit af reikningi geta sent okkur erindi á mazda@brimborg.is og við svörum um hæl.
Allt á einum stað hjá Brimborg og einfalt og þægilegt umsóknarferli hjá RSK á netinu: https://bit.ly/346t5AB