Fyrirtækjalausnir Brimborgar

Mazda fyrirtækjalausnirFyrirtækjalausnir Brimborgar er einstök þjónusta sem veitir fyrirtækjum víðtæka heildarlausn á bílamálum og tækjamálum sínum sem gerir Brimborg leiðandi í þjónustu við bílaflota og tækjaflota fyrirtækja. Fjölbreytt starfsemi Brimborgar og þrautreyndir starfsmenn gera okkur kleift að sníða vandaðar lausnir að þörfum fyrirtækja.

Kynntu þér Fyrirtækjalausnir Brimborgar

FJÖLBREYTT ÚRVAL OG TRYGGT REKSTRARÖRYGGI

Við bjóðum fjölbreytt úrval Mazda bíla sem þekktir eru fyrir áreiðanleika, lága bilanatíðni og hátt endursöluverð.  Þættir sem skipta öll fyrirtæki máli til að hámarka nýtni, arðsemi og ánægju notenda. 

Rekstraröryggi er mikilvægt öllum fyrirtækjum og þar spilar rekstur og viðhald ökutækja stóran þátt. Mazda býður fyrirtækjum alhliða lausn hvort sem það hentar betur að leigja eða kaupa.  Mazda er með svarið.

Þegar kemur að þjónustu bjóðum við atvinnubílum forgang á verkstæði okkar. Einnig bjóðum við bíl til leigu á hagstæðu verði á meðan á þjónustu stendur.

HAFÐU SAMBAND

Sölustjóri Fyrirtækjalausna Brimborgar er Benný Ósk Harðardóttir S: 515 7006 eða bennyh@brimborg.is

Hafðu samband við Fyrirtækjalausnir Brimborgar og við finnum bestu lausnina fyrir þig. Við erum bæði í Reykjavík og á Akureyri. 

REYKJAVÍK
S. 515 7800
FYRIRTAEKJALAUSNIR@BRIMBORG.IS

AKUREYRI
S. 515 7050
FYRIRTAEKJALAUSNIR@BRIMBORG.IS