SkyActiv-X vél Mazda hlýtur "Technobest 2019" verðlaunin

SKYACTIV-X er byltingarkennd vél
SKYACTIV-X er byltingarkennd vél

Byltingarkennda SkyActiv-X vél Mazda heldur áfram að vekja hrifningu og nú með því að hljóta „Technobest 2019“ á Autobest Gala viðburðinum sem fram fór 13. febrúar 2020.

Yasuhiro Aoyama, forstjóri Mazda Motor Europe, sem tók við verðlaununum sagði:

"Við erum mjög ánægð með að fá þessi verðlaun fyrir nýstárlegustu tækniþróun ársins 2019. Við höfum lagt áherslu á að hagræðing og þróun á brunahreyflum sé ekki enn lokið. Með SkyActiv-X tækninni, höfum við náð frábærum áfanga sem tekur okkur stórt skref fram á við í stöðugri leit okkar að ákjósanlegum brunahreyflum. “

SkyActiv-X er fyrsta fjöldaframleidda bensínvélin í heiminum sem nýtir sér ávinninginn af þjöppukveikju. Þessi einstaka aðferð er gerð möguleg með áræðni japanskra verkfræðinga sem hönnuðu mjög nýstárlegt kerfi sem kallast SPCCI (Spark Controlled Compression Ignition). Kerfið gerir vélinni kleift að skipta óaðfinnanlega á milli hefðbundinnar brennslu og samþjöppunar íkveikju með því að nota neista til að kveikja á báðum tegundum bruna á mismunandi hátt. Þetta brennslukerfi er mjög aflmikið og  bætir skilvirkni vélarinnar um 30% miðað við núverandi SKYACTIV-G vél og dregur úr eldsneytis- og koltvísýringslosun.

Technobest verðlaunin fyrir nýstárlega tækniþróun í bílaiðnaðinum hafa verið veitt frá árinu 2005.

Minnkaðu eyðslu og mengun með nýjum Mazda með SkyActiv -X vél.

SkyActiv - X vélin er fáanleg í Mazda3 og Mazda CX-30

Kynntu þér mazda cx-30 

 kynntu þér mazda3

 Mazda3 Mazda3