Mazda3 (5 dyra)
-Einstakur Mazda3

Mazda3 (5 dyra)

Verð frá 3.090.000 kr.
Eyðsla frá 3,9 l/100
CO₂ losun frá 107 g/km

 Mazda3 hefur síðustu ár verið einn vinsælasti bíllinn á Íslandi enda bíll sem hefur sterkan og kröftugan karakter. Mazda3 er búinn G –Vectoring Control stýrikerfi sem stuðlar að betri aksturseiginleikum, betri stýrissvörun, eykur veggrip og þyngdardreyfingu. Þessu til viðbótar er Mazda3 einstaklega öruggur bíll með snjallhemlunarkerfi sem greinir gangandi umferð og hemlar sjálfvirkt er hætta steðjar að. 

Elskaðu að keyra

Mazda bílar eru hannaðir af ástríðu, hvert einasta smáatriði vel ígrundað og úthugsað. Hönnuðir Mazda leggja hjarta sitt og sál í að hanna bíla sem uppfylla ströngustu kröfur þínar um þægindi, akstursupplifun, gæði og öryggi. Elskaðu að keyra Mazda.

G-Vectoring akstursstjórn

Í Mazda3 er kynnt til sögunnar nýtt og fullkomið stýrikerfi, svokallað „G-Vectoring Control „(GVC) akstursstjórnsem gerir tengingu ökumanns og bíls enn nánari. GVC minnkar þörf ökumanns til að leiðrétta stýrisstefnu og minnkar þar með óumbeðnar hreyfingar hjá ökumanni og farþegum. Kerfið stuðlar þannig að enn betri aksturseiginleikum og eykur vellíðan allra farþega um borð. GVC kerfið stýrir ýmsum kerfum bílsins eins og vélartölvu, t.a.m með breytingu á togkrafti vélar, stýrissvörun og mörgu fleira.  Markmiðið er að ökutækið hafi sem best veggrip og  þyngdardreifing og G- þyngdarkraftar hafi sem minnst áhrif á ökuhæfni bíls og ökumanns. Niðurstaðan er fádæma þægindi fyrir ökumann og farþega.

G-Vectoring Control
G-Vectoring akstursstjórn

Blindpunktsviðvörun

i-ACTIVSENSE öryggiskerfið hjálpar þér að greina hluti sem þú sérð ekki í blindapunktinum þínum. Kerfið skynjar hreyfingu allt að átta metra frá bifreið og ef annað ökutæki er í þínum blindapunkti þá sendir kerfið viðvörun með hljóði og viðvörunarljósi í þeim hliðarspegli sem ökutæki er.

Blindpunktsviðvörun
Blindpunktsviðvörun

Snjallhemlunarkerfi

Í Mazda3 er Snjallhemlunarkerfi (Advanced SCBS) sem greinir með innbyggðri myndavél og skynjara til að greina hugsanlegar hættur, gangandi umferð eða aðrar hindranir og hemlar sjálfvirkt er hætta steðjar að.

Snjallhemlunarkerfi
Snjallhemlunarkerfi

Skjár í mælaborði í lit & góð upplausn

Í framrúðuskjá mælaborðs birtast mikilvægar upplýsingar án þess að trufla athygli ökumanns frá akstrinum. Skjárinn er í lit og mjög góðri upplausn til að bæta læsileika. 

Skjár í mælaborði
Skjár í mælaborði

Mazda3 er fáanlegur bæði 5 og 4 dyra.

 Skoðaðu mazda3 (4 dyra)

Mazda3 er brautryðjandi á marga vegu. Framúrskarandi aksturseiginleikar Mazda halda bílnum límdum við veginn á meðan SKYACTIV tæknin tryggir sparneytni án þess að skerða vélarafl. Að keyra Mazda3 er hrein ánægja fyrir þann sem vill algjöra stjórn því stýrissvörunin er frábær og viðbragðið næmt.

Útlit Mazda3 þykir sérstaklega vel heppnað. Útlínur bílsins gæla við augað enda er Mazda3 smíðaður í anda KODO hönnunarinnar sem innblásin er af hreyfingum, krafti og lipurð blettatígurs.

Mazda3 er sportlegur fólksbíll með spennandi akstureiginleika, háþróaðan öryggisbúnað, notendavænt upplýsingakerfi, einstaka eldsneytisnýtingu og fyrsta flokks þægindi.

Fyrsta flokks öryggi

Mazda3 fékk fullt hús stiga í öryggis- og árekstraprófunum Euro NCAP. Stöðugleikastýrikerfi og spólvörn er staðalbúnaður í öllum útfærslum þannig hann er góður í vetrarfærðinni. Burðarvirki bílsins er sterkara og jafnframt léttara en áður sem skilar sér í lægri eyðslu.

Sparneytnar vélar

Hægt er að fá Mazda3 með bensín- eða dísilvélum. Annars vegar er um að ræða 100-120 hestafla bensínvélar sem eyða frá aðeins 5,0 l/100 km í blönduðum akstri og losun koltvísýrings er frá einungis 118 g/km.

Hins vegar er um að ræða 150 hestafla dísilvél sem eyðir frá aðeins 3,9 l/100 km blönduðum akstri og losun koltvísýrings er frá einungis 107 g/km.

Úrval aukabúnaðar

Hægt er að fá úrval aukabúnaðar í Mazda3. Má þar nefna dráttarkrók, GPS vegaleiðsögukerfi og þverboga á topp.

Einnig bendum við á öryggispakka (fyrir Optimum) sem inniheldur: veglínuskynjara, aðlögunarhæfan hraðastilli og sjálfvirka lækkun á háageisla aðalljósa.

Þá er einnig hægt að kaupa aukalega framlengda verksmiðjuábyrgð.

Berðu saman verð og búnað

Hér getur þú borið saman útfærslur, drif, vélar og skiptingar sem eru í boði.

Niðurstöður samanburðar birtast hér fyrir neðan.

mazda3_5d_yfirlit
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
mazda3_5d_yfirlit
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
mazda3_5d_yfirlit
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð

Kynntu þér Mazda3 betur

[KODO] - Soul of Motion hönnun

KODO - Soul of Motion hönnun

Vöðvastæltur líkami með sterkan burðarás. Glæsilegt útlit sem gefur vísbendingu um ákveðinn karakter. Ásýnd full af sjarma og fágun –  sem heillar þig upp úr skónum á sekúndubroti. Svona má lýsa hönnun Mazda sem kallast KODO – Soul of Motion. Innblástur hennar kemur frá hreyfingu náttúrunnar og túlkar kraftinn og spennuna sem ökumaður upplifið við stýrið á Mazda bílum.

Mazda bílar eru þekktir fyrir framúrskarandi akstursgleði jafnt sem stórglæsilegt útlit sem byggt er á SHINARI og TAKERI hugmyndabílunum sem voru þeir fyrstu sem voru hannaðir eftir KODO – Soul of Motion hönnuninni. 

+ Lesa meira

Hér fyrir neðan má sjá myndir af SHINARI og TAKERI hugmyndabílunum.

 

- Loka grein
[SKYACTIV] tækni Mazda

SKYACTIV tækni Mazda

Með SKYACTIV tækninni hefur Mazda náð frábærum árangri í að draga úr eyðslu og mengun án þess að fórna afli né viðbragði – enda er framúrskarandi akstursupplifun eitt aðalsmerki Mazda.

SKYACTIV er regnhlífarheiti yfir nýja kynslóð af tæknilegum lausnum frá Mazda. Lausnum sem snúa að vél, gírskiptingu, undirvagni og yfirbyggingu bílsins.

Með því að ögra hefðbundnum aðferðum við bílaframleiðslu tókst verkfræðingum Mazda að skapa byltingarkennda tækni. Þeir hugsuðu hlutina upp á nýtt og byrjuðu frá byrjun. Markmið þessarar þróunar var að minnka eyðslu og mengun, auka enn frekar öryggið og jafnframt gera akstursánægjuna enn meiri.

Þessum háleitu markmiðum var náð og úr varð SKYACTIV tæknin. Þökk sé henni eru Mazda bílar sérstaklega skilvirkir og öflugir.

+ Lesa meira

Hér er SKYACTIV tæknin útskýrð í skemmtilegu myndband.

 

- Loka grein
SKYACTIV  [vélar]

SKYACTIV vélar

SKYACTIV vélar hafa aukið tog, lægri koltvísýringslosun og framúrskarandi eldsneytisnotkun.

SKYACTIV bensínvélar hafa hæsta þjöppunarhlutfall (14:1) sem finnst í fjöldaframleiddri bensínvél í dag sem skilar 15% betri eldsneytisnýtingu og togkrafti miðað við sambærilega stærð af hefðbundnum bensínvélum. Togkrafturinn er sérstaklega aukinn á lægri snúningssviðum vélarinnar.

SKYACTIV dísilvélar hafa lægsta þjöppunarhlutfall ( 14:1) allra fjöldaframleiddra dísilvéla í dag. Lægra þjöppunarhlutfall í dísilvélinni skilar um 20% lægri eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun en hefðbundnar „common rail“ dísilvélar.

+ Lesa meira

SKYACTIV vélarnar setja ný viðmið. Skoðaðu myndbandið hér fyrir neðan og þú munt skilja hvernig á því stendur.

 

- Loka grein
 SKYACTIV [yfirbygging og undirvagn]

SKYACTIV yfirbygging og undirvagn

SKYACTIV yfirbygging Mazda er bæði létt og nautsterk. Hún skapar betri eldsneytisnýtingu (af því hún er létt) og framúrskarandi öryggi þökk sé meiri notkun á hástyrktarstáli (high-tensile) sem er sterkara og léttara en hefðbundið stál.

SKYACTIV undirvagninn veitir fullkomið jafnvægi nákvæmrar meðhöndlunar og akstursþæginda. Aksturseiginleikar Mazda gera það að verkum að ökumaður finnur fyrir trausti og öryggi.

Með léttri byggingu, fimri frammistöðu og bættum stöðugleika skilar SKYACTIV undirvagninn framúrskarandi meðhöndlun, heimsklassa öryggi og skilvirkri hönnun.

+ Lesa meira

Hér er myndband um SKYACTIV yfirbyggingu og undirvagn Mazda.

 

- Loka grein
 SKYACTIV [i-stop]

SKYACTIV i-stop

i-stop búnaðurinn slekkur sjálfkrafa á bílnum þegar bíllinn er stopp (til dæmis á umferðarljósum eða í hægri umferð) og endurræsir svo bílinn til að taka aftur af stað. i- stop búnaðurinn minnkar eyðslu, mengun og hljóð frá vél þegar bíll er í lausagangi. Hægt er að afvirkja i-stop búnaðinn með því að ýta á takka í mælaborði.

i-stop búnaðurinn er frábrugðinn samskonar búnaði að því leyti að hann er ekki með hefðbundinn rafal. Þess í stað er vélin endurræst með hjálp brunaorku og DISI innspýtingarkerfi Mazda. Með þessu móti endurræsist vélin nánast samstundis, eða á einungis 0,35 sekúndum og eldsneytisnýtingin verður betri.

+ Lesa meira

Hér er myndband um SKYACTIV i-stop:

 

- Loka grein
 [MZD] margmiðlunarkerfi Mazda

MZD margmiðlunarkerfi Mazda

Reynslan af því að aka Mazda er svipuð og tengslin milli hests og knapa. Því betri sem tengingin er á milli þeirra, því meira er hægt að njóta ferðarinnar. Þessi tenging næst með því gera ökumanni kleift að framkvæma skipanir með sem minnstu fyrirhöfn, þannig hægt sé að gera breytingar á til dæmis margmiðlunarkerfinu og njóta akstursins um leið. Þannig er hægt að njóta alls þess besta í nútímatækni og vera örugg/ur á veginum á sama tíma.

+ Lesa meira

Hér er myndband um MZD margmiðlunarkerfi Mazda:

 

 

- Loka grein
 [i-ACTIVSENSE] öryggisbúnaður

i-ACTIVSENSE öryggisbúnaður

i-ACTIVSENSE er regnhlífarheiti yfir háþróaðan öryggisbúnað Mazda sem notast við nema og myndavélar. Um er að ræða annars vegar búnað sem stuðlar að öruggari akstri með því að hjálpa ökumanni að nema mögulegar hættur og hins vegar búnað sem aðstoðar við að koma í veg fyrir árekstur eða dregur úr alvarleika slysa í tilvikum þar sem árekstur er óhjákvæmilegur.

Mismunandi er eftir bílum og útfærslum hvort i-ACTIVSENSE sé hluti af staðalbúnaði bílsins eða hvort i-ACTIVSENSE sé fáanlegur sem aukabúnaður. Hægt er að sjá það í samanburðinum hér fyrir ofan eða með því að hafa samband við ráðgjafa.

 [Snjallhemlunarkerfi] \- Smart City Break Support

Snjallhemlunarkerfi
- Smart City Break Support

Snjallhemlunarkerfi Mazda aðstoðar ökumann við að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum áreksturs í  hægri umferð.

Nemar eru notaðir til að fylgjast með umferðinni fyrir framan bílinn. Ef kerfið skynjar hættu á árekstri er ökumaður varaður við og ef ökumaður bregst ekki við grípur kerfið inn í ef þörf krefur. Kerfið virkar á hraða frá 4-30 km/klst.

Snjallhemlunarkerfið er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Myndband um Snjallhemlunarkerfi Mazda:

 

- Loka grein
 [Veglínuskynjari]  \- Lane Keep Assist

Veglínuskynjari
- Lane Keep Assist

Veglínuskynjarinn lætur ökumann vita ef bíllinn fer yfir á rangan vegarhelming eða ef hann fer til hægri (semsagt út í kant). Kerfið virkar á hraða yfir 60 km/klst.

Veglínuskynjarinn er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Veglínuskynjari - myndband:

 

 

- Loka grein
 [Blindpunktsaðvörun]  \- Blind Spot Monitoring

Blindpunktsaðvörun
- Blind Spot Monitoring

Þrátt fyrir að hliðarspeglar séu rétt stilltir þá hefur ökumaður ekki fullkomna sýn yfir ökutæki sem eru  nálægt bílnum. Blindi punkturinn er heiti yfir það svæði til hliðar við bílinn (fyrir aftan) sem ökumaður á oft erfitt með að sjá.

Blindpunktsaðvörunin lætur ökumann vita ef bíll er í blinda punktinum (kerfið nemur 8 metra fyrir aftan bílinn) með litlum ljósmerkjum í hliðarspeglunum.

Ef ökumaður setur stefnuljós á og kerfið nemur bíl í blinda punktinum gefur kerfið frá sér aðvörunarhljóð og lítið ljósmerki blikkar í hliðarspeglunum. Ljósmerkið hættir svo að blikka þegar enginn bíll er lengur í blinda punktinum.

Blindpunktsaðvörunin er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Blindpunktsaðvörunarkerfi - myndband:

 

- Loka grein