Mazda CX-3
-Fær hjartað til að slá hraðar!

Mazda CX-3

Verð frá 3.190.000 kr.
Eyðsla frá 6,1 l/100
CO₂ losun frá 140 g/km

Afl, lipurð og afburða aksturseiginleikar einkanna Mazda CX-3. Mazda CX-3 líkist hinum stærri Mazda CX-5 í útliti en á þó meira sameiginlegt með lipra borgarbílnum Mazda3. Mazda CX-3 sameinar jeppa og lipran borgarbíl sem er sniðinn að þínum lífstíl. Mazda CX-3 er fáanlegur framhjóladrifinn eða fjórhjóladrifinn (AWD) en báðar útfærslur státa af fádæma góðu veggripi og aksturseiginleikum.

Ný_Mazda CX-3

Mazda CX-3 kemur á 16 og 18" álfelgum, uppfærðu grilli, nýju sætisáklæði og armpúða svo fátt eitt sé nefnt. Mazda CX-3 er með háa sætisstöðu og gott útsýni fyrir ökumann og farþega. Við hönnun bílsins var mikil áhersla lögð á gott efnisval í innréttingum ásamt þægindum og notagildi fyrir ökumann og farþega bílsins.

Ný_Mazda CX-3_1

Framleiddur til að fanga hreina akstursgleði

Mazda CX-3 er glæsilegur bíll með afburða hönnun sem tekið er eftir í umferðinni og framleiddur til að fanga hreina akstursgleði. Með því að sameina stílhreina KODO: Soul of Motion hönnun og verðlaunaða SKYACTIV tækni , býður Mazda CX-3 uppá hreina akstursupplifun hvort sem ekið er í borg eða ferðast er um sveitir landsins. 

Stílhrein KODO: Soul of Motion hönnunin ásamt smáatriðum í innra rými tryggir fullkomna blöndu af fegurð & þægindum í Mazda CX-3.

Ný Mazda CX-3_2

Frábærlega vel búinn

Nýjasta SKYACTIV Tækni Mazda skilar framúrskarandi afköstum og eldsneytisnýtingu án málamiðlana í bensín og dísilvélunum. Mazda CX-3 er með lágar eyðslutölur fyrir bíl í þessum stærðarflokki þökk sé SKYACTIV spartækni Mazda. SKYACTIV vél Mazda CX-3 er hönnuð til að skila þér krafti, framúrskarandi afköstum og stjórnun. SKYACTIV-G 2,0 lítra bensínvélin býður upp á hæsta þjöppunarhlutfall meðal bensínvéla eða 14,0:1 sem leiðir til minni losunar og betri eldsneytisnýtingu. 

Ný Mazda CX-3_skyactiv

Einstök hönnun

Hönnun á Mazda CX-3 byggir á KODO hugmyndafræði Mazda sem innblásin er af hreyfingum, krafti og lipurð blettatígurs. Hönnuðir Mazda leggja hjarta og sál í form og þægindi til að búa til yfirvegað og afslappandi andrúmsloft fyrir ökumann og farþega. Innblásin af lífi, KODO: Soul of Motion hönnunin rennur í gegnum ytri línur bílsins og inn í rúmgott innra rými sem vekur endalausa löngun til þess að vera stöðugt úti að keyra og taka lengri leiðina á áfangastað.

Ný Mazda CX-3_4

 

Aksturseiginleikar sem fær hjartað til að slá hraðar

Með SKYACTIV spartækni Mazda hámarkar CX-3 nýtingu á eldsneyti án þess að fórna afli eða góðum aksturseiginleikum. G-VECTORING akstursstjórn er afar fullkomið kerfi sem hannað var í anda fornrar japanskrar hugmyndafræði, Jinba Ittai, eða „maður og hestur sem eitt“ með það að markmiði að maður og bíll verði eitt. Kerfið skynjar fyrirætlanir ökumannsins eins og hesturinn skynjar knapann. Kerfi bílsins undirbúa hann fyrir akstur inn og út úr beygjum með því að flytja þyngdarpunkt og breyta afli eftir aðstæðum. Niðurstaðan er frábær gæði í hverri ökuferð, sterkt grip og frábær akstursupplifun fyrir ökumann og farþega.

Ný Mazda CX-3_9

Fimm stjörnu öryggi

Fyrir Mazda er öryggi jafn mikilvægt og akstursánægja. Mazda CX-3 bíður uppá vörn, öryggi og þægindi fyrir alla farþega. Öryggiskerfi Mazda i-ACTIVSENSE er staðalbúnaður í Mazda CX-3 og eykur svo sannarlega á öryggi allra. Það er nánast eins og að hafa aðstoðarbílstjóra. Kerfið er útbúið skynjurum sem aðstoða og greina aðkallandi hættur í umhverfinu og láta vita.  Sem dæmi er snjallhemlunartækni sem sjálfkrafa beitir bremsum ef bíllinn skynjar óvænta hættu.

Ný Mazda CX-3_10

Mazda MZD Connect samskiptatæknin

Tengdu þig einfaldlega við þinn tækniheim í gegnum háþróað MZD Connect* kerfi Mazda. Með stórum 8" snertiskjánum geturðu auðveldlega flakkað á milli. 

Ný Mazda CX-3_5

Mazda CX-3 býður upp á öryggisbúnað af bestu gerð og fékk 5 stjörnur í öryggis- og árekstraprófunum Euro NCAP. Burðarvirki bílsins er léttara en jafnframt sterkara en áður þökk sé framþróun í þeim efnum sem notuð eru við smíði bílsins.

Ný Mazda CX-3_6

Mazda CX-3 er m.a. búnn veglínuskynjun með hjálparátaki (Lane Keep Assist) sem lætur vita og bregst við ef þú ferð óvart út fyrir þína akrein. Skynvædd LED framljósin lýsa inn í beygjur og sjálfvirkri lækkun á aðalljósum ef bíll kemur á móti. Snjallhemlunarkerfið (Smart Break Support) varar bílstjórann við ef hlutur nálgast og grípur inn í akstur ef þörf er á. Kerfið greinir t.d. gangandi vegfarendur. 

Ný getur þú bakkað með enn meira öryggi á Mazda CX-3  en bíllinn er útbúinn með Rear Cross Traffic Alert  sem að  lætur þig vita ef  einhver hindrun er til staðar þegar þú bakkar.

Ný Mazda CX-3_8

i-ACTIV AWD

i-ACTIV fjórhjóladrif Mazda er búið fjölda skynjara sem hjálpa þér að halda fullkomni stjórn og drifgetu. Hvort sem þú ert á þjóðveginum í myrkri og regni eða akandi upp snjóugan fjallveg er i-ACTIV fjórhjóladrif Mazda hannað til að veita öryggi og þægindi.  Verkfræðingar Mazda hafa endurhannað vélbúnað og hugbúnað kerfisins fullkomlega. Kerfið beitir fyrirbyggjandi nálgun til að stjórna akstri á öllum fjórum hjólum.

Einstök litapalletta Mazda

Mazda cx-3 arctic whiteMazda CX-3 titanium flashMazda CX-3 Deep Crystal BlueMazda CX-3 CeramicMazda Cx-3 Soul Red CrystalMazda cx-3 Eternal BlueMazda Cx-3 snowflake white pearlMazda CX-3 jet blackMazda cx-3 Machine gray

Hægt er að fá gott úrval aukabúnaðar í Mazda CX-3, þverboga á topp, losanlegan dráttarkrók, Nokian vetrar- eða heilsársdekk, farangursnet í skott, aukasett af álfelgum og skottmottu svo fátt eitt sé nefnt.

Mazda bílar eru hannaðir af ástríðu, hvert einasta smáatriði vel ígrundað og úthugsað. Hönnuðir Mazda leggja hjarta sitt og sál í að hanna bíla sem uppfylla ströngustu kröfur þínar um þægindi, akstursupplifun, gæði og öryggi. Elskaðu að keyra Mazda.

Komdu, reynsluaktu & upplifðu nýjan Mazda CX-3!

Viltu vita meira um CX-30?   Söluráðgjafi okkar svara þér um hæl.  Við viljum heyra í þér. Smelltu hér!

 

 

 

 

Berðu saman verð og búnað

Hér getur þú borið saman útfærslur, drif, vélar og skiptingar sem eru í boði.

Niðurstöður samanburðar birtast hér fyrir neðan.

mazdacx-3_nytt_okt_yfirlit2
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
mazdacx-3_nytt_okt_yfirlit2
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
mazdacx-3_nytt_okt_yfirlit2
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð

Kynntu þér Mazda CX-3 betur

[KODO] - Soul of Motion hönnun

KODO - Soul of Motion hönnun

Vöðvastæltur líkami með sterkan burðarás. Glæsilegt útlit sem gefur vísbendingu um ákveðinn karakter. Ásýnd full af sjarma og fágun –  sem heillar þig upp úr skónum á sekúndubroti. Svona má lýsa hönnun Mazda sem kallast KODO – Soul of Motion. Innblástur hennar kemur frá hreyfingu náttúrunnar og túlkar kraftinn og spennuna sem ökumaður upplifið við stýrið á Mazda bílum.

Mazda bílar eru þekktir fyrir framúrskarandi akstursgleði jafnt sem stórglæsilegt útlit sem byggt er á SHINARI og TAKERI hugmyndabílunum sem voru þeir fyrstu sem voru hannaðir eftir KODO – Soul of Motion hönnuninni. 

+ Lesa meira

Hér fyrir neðan má sjá myndir af SHINARI og TAKERI hugmyndabílunum.

 

- Loka grein
[SKYACTIV] tækni Mazda

SKYACTIV tækni Mazda

Með SKYACTIV tækninni hefur Mazda náð frábærum árangri í að draga úr eyðslu og mengun án þess að fórna afli né viðbragði – enda er framúrskarandi akstursupplifun eitt aðalsmerki Mazda.

SKYACTIV er regnhlífarheiti yfir nýja kynslóð af tæknilegum lausnum frá Mazda. Lausnum sem snúa að vél, gírskiptingu, undirvagni og yfirbyggingu bílsins.

Með því að ögra hefðbundnum aðferðum við bílaframleiðslu tókst verkfræðingum Mazda að skapa byltingarkennda tækni. Þeir hugsuðu hlutina upp á nýtt og byrjuðu frá byrjun. Markmið þessarar þróunar var að minnka eyðslu og mengun, auka enn frekar öryggið og jafnframt gera akstursánægjuna enn meiri.

Þessum háleitu markmiðum var náð og úr varð SKYACTIV tæknin. Þökk sé henni eru Mazda bílar sérstaklega skilvirkir og öflugir.

+ Lesa meira

Hér er SKYACTIV tæknin útskýrð í skemmtilegu myndband.

 

- Loka grein
SKYACTIV X  [vélar]

SKYACTIV X vélar

Nýjasta tækniundur Mazda,  M Hybrid X eða SKYACTIV-X sem er byltingarkennd vél, sú fyrsta sinnar tegundar í fjöldaframleiddum bíl. Hún styðst við brunaferli – þjöppukveikingu (compression ignition) sem bílaiðnaðurinn er búinn að reyna að ná tökum á undanfarna tvo áratugi en eftir ítarlega rannsókna og þróunarvinnu hefur Mazda leyst gátuna. M Hybrid X vélin er aflmikil en jafnframt en jafnframt sérlega eyðslugrönn og með litla koltvísýringslosun.

 

+ Lesa meira

M Hybrid tækni Mazda skilar framúrskarandi afköstum og eldsneytisnýtingu án málamiðlana.  M-Hybrid kerfið er alsjálfvirkt en það nýtir hreyfiorkuna sem verður til við hemlun og nýtist þegar á meira rafmagni þarf á að halda eins og  t.d við að ná aukni afli við upptak.  Með því að nýta þessa orku þarf vélin ekki að framleiða eins mikið rafmagn og því sparast eldsneyti. SKYACTIV-G bensínvélin skilar lágum eyðslutölum fyrir bíl í þessum stærðarflokki þökk sé SKYACTIV spartækni Mazda.  SKYACTIV vél Mazda getur einnig slökkt á einum eða fleiri strokki í vélinni til að spara eldsneyti, hún er hönnuð til að skila þér krafti, framúrskarandi afköstum og stjórnun. SKYACTIV-G 2,0 lítra bensínvélin er með hátt þjöppunarhlutfall eða 13:1  sem leiðir til minni losunar mengandi efna og betri eldsneytisnýtingu.

SKYACTIV vélar hafa aukið tog, lægri koltvísýringslosun og framúrskarandi eldsneytisnotkun.

Minnkaðu eyðslu og mengun með nýjum Mazda

 

- Loka grein
 SKYACTIV [yfirbygging og undirvagn]

SKYACTIV yfirbygging og undirvagn

SKYACTIV yfirbygging Mazda er bæði létt og nautsterk. Hún skapar betri eldsneytisnýtingu (af því hún er létt) og framúrskarandi öryggi þökk sé meiri notkun á hástyrktarstáli (high-tensile) sem er sterkara og léttara en hefðbundið stál.

SKYACTIV undirvagninn veitir fullkomið jafnvægi nákvæmrar meðhöndlunar og akstursþæginda. Aksturseiginleikar Mazda gera það að verkum að ökumaður finnur fyrir trausti og öryggi.

Með léttri byggingu, fimri frammistöðu og bættum stöðugleika skilar SKYACTIV undirvagninn framúrskarandi meðhöndlun, heimsklassa öryggi og skilvirkri hönnun.

+ Lesa meira

Hér er myndband um SKYACTIV yfirbyggingu og undirvagn Mazda.

 

- Loka grein
 SKYACTIV [i-stop]

SKYACTIV i-stop

i-stop búnaðurinn slekkur sjálfkrafa á bílnum þegar bíllinn er stopp (til dæmis á umferðarljósum eða í hægri umferð) og endurræsir svo bílinn til að taka aftur af stað. i- stop búnaðurinn minnkar eyðslu, mengun og hljóð frá vél þegar bíll er í lausagangi. Hægt er að afvirkja i-stop búnaðinn með því að ýta á takka í mælaborði.

i-stop búnaðurinn er frábrugðinn samskonar búnaði að því leyti að hann er ekki með hefðbundinn rafal. Þess í stað er vélin endurræst með hjálp brunaorku og DISI innspýtingarkerfi Mazda. Með þessu móti endurræsist vélin nánast samstundis, eða á einungis 0,35 sekúndum og eldsneytisnýtingin verður betri.

+ Lesa meira

 

 

 

- Loka grein
 [Mazda Connect] samskiptatækni Mazda

Mazda Connect samskiptatækni Mazda

Reynslan af því að aka Mazda er svipuð og tengslin milli hests og knapa. Því betri sem tengingin er á milli þeirra, því meira er hægt að njóta ferðarinnar. Þessi tenging næst með því gera ökumanni kleift að framkvæma skipanir með sem minnstu fyrirhöfn, þannig hægt sé að gera breytingar á til dæmis margmiðlunarkerfinu og njóta akstursins um leið. Þannig er hægt að njóta alls þess besta í nútímatækni og vera örugg/ur á veginum á sama tíma.Nýtt stafrænt mælaborð auðveldar aksturinn ásamt 8,8” skjánum sem er vel staðsettur til að trufla ekki sjónlínu ökumanns við aksturinn. Ný samskiptatækni Mazda-Connect er hraðvirk og hjálpar þér að fylgjast með umferðinni.  Apple CarPlay, Android Auto og GPS vegaleiðsögn eru staðalbúnaður í Mazda CX-30. 

+ Lesa meira

 

 

 

- Loka grein
 [i-ACTIVSENSE] öryggisbúnaður

i-ACTIVSENSE öryggisbúnaður

i-ACTIVSENSE er regnhlífarheiti yfir háþróaðan öryggisbúnað Mazda sem notast við nema og myndavélar. Um er að ræða annars vegar búnað sem stuðlar að öruggari akstri með því að hjálpa ökumanni að nema mögulegar hættur og hins vegar búnað sem aðstoðar við að koma í veg fyrir árekstur eða dregur úr alvarleika slysa í tilvikum þar sem árekstur er óhjákvæmilegur.

Mismunandi er eftir bílum og útfærslum hvort i-ACTIVSENSE sé hluti af staðalbúnaði bílsins eða hvort i-ACTIVSENSE sé fáanlegur sem aukabúnaður. Hægt er að sjá það í samanburðinum hér fyrir ofan eða með því að hafa samband við ráðgjafa.

 [Snjallhemlunarkerfi] \- Smart City Break Support

Snjallhemlunarkerfi
- Smart City Break Support

Snjallhemlunarkerfi Mazda aðstoðar ökumann við að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum áreksturs í  hægri umferð.

Nemar eru notaðir til að fylgjast með umferðinni fyrir framan bílinn. Ef kerfið skynjar hættu á árekstri er ökumaður varaður við og ef ökumaður bregst ekki við grípur kerfið inn í ef þörf krefur. Kerfið virkar á hraða frá 4-30 km/klst.

Snjallhemlunarkerfið er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Myndband um Snjallhemlunarkerfi Mazda:

 

- Loka grein
 [Bílastæða-bakkaðstoð] \- Rear Cross Traffic Alert

Bílastæða-bakkaðstoð
- Rear Cross Traffic Alert

Bílastæða-bakkaðstoð fer í gang þegar bíllinn er settur í bakkgír.  Ef kerfið skynjar aðvífandi umferð (fyrir aftan bílinn) þvert á akstursstefnu er ökumaður varaður við með hljóði og blikkandi ljósi í hliðarspeglum.

Þessi búnaður er sérstaklega hjálplegur þegar bakkað er úr stæði og skyggni er takmarkað.

Bílastæða-bakkaðstoðin er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Myndband um Bílastæða-bakkaðstoðina:

 

- Loka grein
 [Aðlögunarhæfur hraðastillir] \- Radar Cruise Control

Aðlögunarhæfur hraðastillir
- Radar Cruise Control

Aðlögunarhæfur hraðastillir viðheldur öruggri fjarlægð við næsta bíl. Kerfið virkar á hraða yfir 30 km/klst. 

Aðlögunarhæfi hraðastillirinn er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Myndband sem útskýrir hvernig Aðlögunarhæfur hraðastilli virkar:

 

- Loka grein
 [Veglínuskynjari]  \- Lane Keep Assist

Veglínuskynjari
- Lane Keep Assist

Veglínuskynjarinn lætur ökumann vita ef bíllinn fer yfir á rangan vegarhelming eða ef hann fer til hægri (semsagt út í kant). Kerfið virkar á hraða yfir 60 km/klst.

Veglínuskynjarinn er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Veglínuskynjari - myndband:

 

 

- Loka grein
 [Sjálfvirk lækkun á aðalljósum] \- High Beam Control

Sjálfvirk lækkun á aðalljósum
- High Beam Control

Sjálfvirk lækkun á aðalljósum er mjög þægilegur búnaður þegar ekið er í myrkri. Kerfið nemur aðkomandi bíla og skiptir sjálfkrafa á milli háu og lágu ljósanna. Með því er enginn hætta á að háu ljósin blindi aðra ökumenn. Aksturinn verður mun afslappaðri og öruggari.

Sjálfvirk lækkun á aðalljósum er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Sjálfvirk lækkun á aðalljósum - myndband:

 

- Loka grein
 [Blindpunktsaðvörun]  \- Blind Spot Monitoring

Blindpunktsaðvörun
- Blind Spot Monitoring

Þrátt fyrir að hliðarspeglar séu rétt stilltir þá hefur ökumaður ekki fullkomna sýn yfir ökutæki sem eru  nálægt bílnum. Blindi punkturinn er heiti yfir það svæði til hliðar við bílinn (fyrir aftan) sem ökumaður á oft erfitt með að sjá.

Blindpunktsaðvörunin lætur ökumann vita ef bíll er í blinda punktinum (kerfið nemur 8 metra fyrir aftan bílinn) með litlum ljósmerkjum í hliðarspeglunum.

Ef ökumaður setur stefnuljós á og kerfið nemur bíl í blinda punktinum gefur kerfið frá sér aðvörunarhljóð og lítið ljósmerki blikkar í hliðarspeglunum. Ljósmerkið hættir svo að blikka þegar enginn bíll er lengur í blinda punktinum.

Blindpunktsaðvörunin er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Blindpunktsaðvörunarkerfi - myndband:

 

- Loka grein