Mazda MX-5 RF
- Goðsögn á hjólum

Mazda MX-5 RF

Verð frá 6.490.000 kr.
Eyðsla frá 6,3 l/100
CO₂ losun frá 142 g/km

Mazda MX-5 RF er ný útfærsla af MX-5 sportbílnum sem er goðsögn innan sportbílaheimsins. Nýr MX-5 RF er með fellanlegu og rafknúnu þaki og því sérlega þægilegt að skella því upp eða niður, á sólríkum sumardegi. Opna má þakið á ferð, allt að 10 km hraða.  Hart þakið og sérstök hönnun minnka umhverfishljóðin til muna þegar ekið er með þakið uppi.

Mazda MX-5 RF steingrár

Stórkostlegir aksturseiginleikar

Aksturseiginleikar MX-5 RF eru þeir sömu og voru hjá forvera hans…stórkostlegir! Hönnun MX-5 RF er innblásin af hreyfingum kattarins, krafti hans og lipurð. Í honum er næmt viðbragð, lágur þyngdarpunktur og sprækar vélar. Öll hönnun, á vél, gírkassa, fjöðrunarkerfi, yfirbyggingu ásamt þyngdardreifingu hafa það eitt að markmiði, að veita þér frábæra tilfinningu á meðan akstri stendur.

Mazda MX-5 RF aksturseiginleikar

Elskaðu að keyra

Mazda bílar eru hannaðir af ástríðu, hvert einasta smáatriði vel ígrundað og úthugsað. Hönnuðir Mazda leggja hjarta sitt og sál í að hanna bíla sem uppfylla ströngustu kröfur þínar um þægindi, akstursupplifun, gæði og öryggi. Elskaðu að keyra Mazda.

Mazda 5 ára ábyrgð

Nýir Mazda bílar eru með 5 ára ábyrgð. Kaupandi hefur rétt samkvæmt íslenskum lögum til að bera fram kvörtun um galla í allt að tvö ár frá afhendingu bifreiðarinnar. Að auki býður Brimborg kaupanda 3 ára framlengda verksmiðjuábyrgð eða samtals 5 ár gegn sérstökum skilmálum. Forsendur framlengdrar verksmiðjuábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit samkvæmt staðli framleiðenda frá nýskráningardegi bifreiðar og ber kaupandi kostnað af þjónustunni. Upplýsingar um þjónustueftirlit er að finna í eigenda- og þjónustuhandbók bílsins.

Mazda MX-5 RF

Mazda MX-5 RF hlið

Einstakir litir Mazda

Mazda MX5 arctic WhiteMazda MX5 Soul Red CrystalMazda MX5 Machine GrayMazda MX5 Eternal BlueMazda Mx5 ceramicMazda Mx5 snowflake white pearlMazda mx5 jet black

Kynntu þér Mazda MX-5

Kynntu þér Mazda betur

MX-5 RF - Elskaðu að keyra

MX-5 RF - Ástríða í hönnun

[SKYACTIV] tækni Mazda

SKYACTIV tækni Mazda

Með SKYACTIV tækninni hefur Mazda náð frábærum árangri í að draga úr eyðslu og mengun án þess að fórna afli né viðbragði – enda er framúrskarandi akstursupplifun eitt aðalsmerki Mazda.

SKYACTIV er regnhlífarheiti yfir nýja kynslóð af tæknilegum lausnum frá Mazda. Lausnum sem snúa að vél, gírskiptingu, undirvagni og yfirbyggingu bílsins.

Með því að ögra hefðbundnum aðferðum við bílaframleiðslu tókst verkfræðingum Mazda að skapa byltingarkennda tækni. Þeir hugsuðu hlutina upp á nýtt og byrjuðu frá byrjun. Markmið þessarar þróunar var að minnka eyðslu og mengun, auka enn frekar öryggið og jafnframt gera akstursánægjuna enn meiri.

Þessum háleitu markmiðum var náð og úr varð SKYACTIV tæknin. Þökk sé henni eru Mazda bílar sérstaklega skilvirkir og öflugir.

+ Lesa meira

Hér er SKYACTIV tæknin útskýrð í skemmtilegu myndband.

 

- Loka grein
SKYACTIV X  [vélar]

SKYACTIV X vélar

Nýjasta tækniundur Mazda,  M Hybrid X eða SKYACTIV-X sem er byltingarkennd vél, sú fyrsta sinnar tegundar í fjöldaframleiddum bíl. Hún styðst við brunaferli – þjöppukveikingu (compression ignition) sem bílaiðnaðurinn er búinn að reyna að ná tökum á undanfarna tvo áratugi en eftir ítarlega rannsókna og þróunarvinnu hefur Mazda leyst gátuna. M Hybrid X vélin er aflmikil en jafnframt en jafnframt sérlega eyðslugrönn og með litla koltvísýringslosun.

 

+ Lesa meira

M Hybrid tækni Mazda skilar framúrskarandi afköstum og eldsneytisnýtingu án málamiðlana.  M-Hybrid kerfið er alsjálfvirkt en það nýtir hreyfiorkuna sem verður til við hemlun og nýtist þegar á meira rafmagni þarf á að halda eins og  t.d við að ná aukni afli við upptak.  Með því að nýta þessa orku þarf vélin ekki að framleiða eins mikið rafmagn og því sparast eldsneyti. SKYACTIV-G bensínvélin skilar lágum eyðslutölum fyrir bíl í þessum stærðarflokki þökk sé SKYACTIV spartækni Mazda.  SKYACTIV vél Mazda getur einnig slökkt á einum eða fleiri strokki í vélinni til að spara eldsneyti, hún er hönnuð til að skila þér krafti, framúrskarandi afköstum og stjórnun. SKYACTIV-G 2,0 lítra bensínvélin er með hátt þjöppunarhlutfall eða 13:1  sem leiðir til minni losunar mengandi efna og betri eldsneytisnýtingu.

SKYACTIV vélar hafa aukið tog, lægri koltvísýringslosun og framúrskarandi eldsneytisnotkun.

Minnkaðu eyðslu og mengun með nýjum Mazda

 

- Loka grein
 SKYACTIV [i-stop]

SKYACTIV i-stop

i-stop búnaðurinn slekkur sjálfkrafa á bílnum þegar bíllinn er stopp (til dæmis á umferðarljósum eða í hægri umferð) og endurræsir svo bílinn til að taka aftur af stað. i- stop búnaðurinn minnkar eyðslu, mengun og hljóð frá vél þegar bíll er í lausagangi. Hægt er að afvirkja i-stop búnaðinn með því að ýta á takka í mælaborði.

i-stop búnaðurinn er frábrugðinn samskonar búnaði að því leyti að hann er ekki með hefðbundinn rafal. Þess í stað er vélin endurræst með hjálp brunaorku og DISI innspýtingarkerfi Mazda. Með þessu móti endurræsist vélin nánast samstundis, eða á einungis 0,35 sekúndum og eldsneytisnýtingin verður betri.

+ Lesa meira

 

 

 

- Loka grein
 [Mazda Connect] samskiptatækni Mazda

Mazda Connect samskiptatækni Mazda

Reynslan af því að aka Mazda er svipuð og tengslin milli hests og knapa. Því betri sem tengingin er á milli þeirra, því meira er hægt að njóta ferðarinnar. Þessi tenging næst með því gera ökumanni kleift að framkvæma skipanir með sem minnstu fyrirhöfn, þannig hægt sé að gera breytingar á til dæmis margmiðlunarkerfinu og njóta akstursins um leið. Þannig er hægt að njóta alls þess besta í nútímatækni og vera örugg/ur á veginum á sama tíma.Nýtt stafrænt mælaborð auðveldar aksturinn ásamt 8,8” skjánum sem er vel staðsettur til að trufla ekki sjónlínu ökumanns við aksturinn. Ný samskiptatækni Mazda-Connect er hraðvirk og hjálpar þér að fylgjast með umferðinni.  Apple CarPlay, Android Auto og GPS vegaleiðsögn eru staðalbúnaður í Mazda CX-30. 

+ Lesa meira

 

 

 

- Loka grein
 [i-ACTIVSENSE] öryggisbúnaður

i-ACTIVSENSE öryggisbúnaður

i-ACTIVSENSE er regnhlífarheiti yfir háþróaðan öryggisbúnað Mazda sem notast við nema og myndavélar. Um er að ræða annars vegar búnað sem stuðlar að öruggari akstri með því að hjálpa ökumanni að nema mögulegar hættur og hins vegar búnað sem aðstoðar við að koma í veg fyrir árekstur eða dregur úr alvarleika slysa í tilvikum þar sem árekstur er óhjákvæmilegur.

Mismunandi er eftir bílum og útfærslum hvort i-ACTIVSENSE sé hluti af staðalbúnaði bílsins eða hvort i-ACTIVSENSE sé fáanlegur sem aukabúnaður. Hægt er að sjá það í samanburðinum hér fyrir ofan eða með því að hafa samband við ráðgjafa.

 [Snjallhemlunarkerfi] \- Smart City Break Support

Snjallhemlunarkerfi
- Smart City Break Support

Snjallhemlunarkerfi Mazda aðstoðar ökumann við að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum áreksturs í  hægri umferð.

Nemar eru notaðir til að fylgjast með umferðinni fyrir framan bílinn. Ef kerfið skynjar hættu á árekstri er ökumaður varaður við og ef ökumaður bregst ekki við grípur kerfið inn í ef þörf krefur. Kerfið virkar á hraða frá 4-30 km/klst.

Snjallhemlunarkerfið er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Myndband um Snjallhemlunarkerfi Mazda:

 

- Loka grein
 [Aðlögunarhæfur hraðastillir] \- Radar Cruise Control

Aðlögunarhæfur hraðastillir
- Radar Cruise Control

Aðlögunarhæfur hraðastillir viðheldur öruggri fjarlægð við næsta bíl. Kerfið virkar á hraða yfir 30 km/klst. 

Aðlögunarhæfi hraðastillirinn er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Myndband sem útskýrir hvernig Aðlögunarhæfur hraðastilli virkar:

 

- Loka grein
 [Veglínuskynjari]  \- Lane Keep Assist

Veglínuskynjari
- Lane Keep Assist

Veglínuskynjarinn lætur ökumann vita ef bíllinn fer yfir á rangan vegarhelming eða ef hann fer til hægri (semsagt út í kant). Kerfið virkar á hraða yfir 60 km/klst.

Veglínuskynjarinn er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Veglínuskynjari - myndband:

 

 

- Loka grein
 [Sjálfvirk lækkun á aðalljósum] \- High Beam Control

Sjálfvirk lækkun á aðalljósum
- High Beam Control

Sjálfvirk lækkun á aðalljósum er mjög þægilegur búnaður þegar ekið er í myrkri. Kerfið nemur aðkomandi bíla og skiptir sjálfkrafa á milli háu og lágu ljósanna. Með því er enginn hætta á að háu ljósin blindi aðra ökumenn. Aksturinn verður mun afslappaðri og öruggari.

Sjálfvirk lækkun á aðalljósum er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Sjálfvirk lækkun á aðalljósum - myndband:

 

- Loka grein
 [Blindpunktsaðvörun]  \- Blind Spot Monitoring

Blindpunktsaðvörun
- Blind Spot Monitoring

Þrátt fyrir að hliðarspeglar séu rétt stilltir þá hefur ökumaður ekki fullkomna sýn yfir ökutæki sem eru  nálægt bílnum. Blindi punkturinn er heiti yfir það svæði til hliðar við bílinn (fyrir aftan) sem ökumaður á oft erfitt með að sjá.

Blindpunktsaðvörunin lætur ökumann vita ef bíll er í blinda punktinum (kerfið nemur 8 metra fyrir aftan bílinn) með litlum ljósmerkjum í hliðarspeglunum.

Ef ökumaður setur stefnuljós á og kerfið nemur bíl í blinda punktinum gefur kerfið frá sér aðvörunarhljóð og lítið ljósmerki blikkar í hliðarspeglunum. Ljósmerkið hættir svo að blikka þegar enginn bíll er lengur í blinda punktinum.

Blindpunktsaðvörunin er hluti af i-ACTIVSENSE öryggisbúnaði MAZDA.

+ Lesa meira

Blindpunktsaðvörunarkerfi - myndband:

 

- Loka grein